Vera


Vera - 01.04.1990, Page 26

Vera - 01.04.1990, Page 26
lega í málefni sem tengjast þeim. Tómstundaskólinn býður uppá námskeið í ákveðniþjálfun fyrir konur þar sem m.a. er farið í já- kvæð samskipti, hrós og gagn- rýni. Fjallað er um muninn á ákveðinni, óákveðinni og ágengri framkomu og mikið lagt uppúr sjálfsvirðingu og sjálfsábyrgð. Ég sat í síðasta tíma eins ákveðni námskeiðs og það var mjög fróðlegt og gaman. Konur voru að tala um hve erfitt er að segja NEI og því láti þær of oft troða á sér. Námskeiðið hafði opnað augu þeirra fyrir ýmsu í samskiptum þeirra við annað fólk og því hvernig þær bregðast við. Þær urðu að leggja fram „framtíð- aráætlun“ þar sem allar sögðust ætla að halda áfram að byggja sig upp, bæði andlega og líkamlega. Ein kvaddi námskeiðið með vísu: Ég hef rétt til að vera eins og ég er, þótt ekki ég þóknist sjálfri mér. Mikið væri samt gaman ef sjálfstraustið kæmi er héðan ég fer. Ég fór einnig á fund með kon- um sem voru á námskeiðinu s.l. haust. Þær hittast alltaf mánaðar- lega, til að segja hvor annari ,,sig- ursögur“ af jákvæðri framkomu sinni og þær styðja hver aðra og styrkja á ýmsa lund. Þær segjast enn vera að temja sér listina að segja NEI og að láta smáatriðin ekki æsa sig upp. Ein sagðist sjá allt í öðru ljósi nú, hún hafi lært að horfa á málin útfrá sjálfri sér, því að ekki sé hægt að kenna nein- um öðrum um. Það hafi verið erf- itt að viðurkenna það, en nú sé það frelsun. Þær voru allar sam- mála um að það erfiðasta á nám- skeiðinu hafi verið að horfast í augu við það að bera ábyrgð á eig- in lífi og uppgötva að þær stjórna því sjálfar hvernig komið er fram við þær. Ekki tjáir að velta sér uppúr fortíðinni, hún er liðin, en nú er það nútíðin og framtíðin sem gilda. Konur af báðum nám- skeiðum vilja framhaldsnám- skeið, því þær eigi svo margt eftir ólært. R.V. Kjörskrá til borgarstjórnarkosninga, er fram eiga aö fara 26. maí n.k., liggur frammi almenningi til sýnis í Manntalsskrifstofu Reykjavíkur- borgar, Skúlatúni 2, 2. hæö, alla virka daga frá 25. mars til 22. apríl n.k., þó ekki á laugardögum. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist skrifstofu borgarstjóra eigi síðar en 11. maí n.k. Menn eru hvattir til aö kynna sér, hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni. Reykjavík, 20. mars 1990. Borgarstjórinn í Reykjavík. FRÓÐLEIKSFÝSN EÐA HVAÐ? Hvernig stendur á þessari námskeiðsfíkn kvenna? Eru konur svona fróðleiksfúsar og eru j)ví sífellt að bæta við sig námi þekkingarinnar vegna? Eða eru þær óánægðar með stöðu sína og fara á námskeið til að reyna að bæta hana? Eru konur kannski fullar af vanmáttarkennd og finnst þær ekkert kunna, geta eða skilja og drífa sig því á námskeið í þeirri von að úr rætist? Konur sækja námskeið í ýmsu sem nýtist þeim ekki beint í sambandi við vinnu og því getur kenning númer tvö ekki stað- ist. Stór hluti nemenda í Námsflokkum Reykjavíkur eru ófag- Iærðar konur í réttindanámi, en þær taka líka oft önnur nám- skeið með sem nýtast þeim ekki beint til launaauka. Sömu sögu er að segja úr Kvöldskóla Kópavogs. Algengt er t.d. að konur læri tungumál til að geta talað við útlend tengda- og barnabörn, en fáir karlmenn koma af þeim hvötum. Fjöldi kvenna sem sæk- ir námskeið og fjölbreytt val þeirra á námskeiðum rennir kannski stoðum undir j^riðju kenninguna. Námskeiðin eru e.t.v. að einhverju leyti gerð út á vanmáttarkennd kvenna, því að allt gengur jú út á að við séum ekki eins og við eigum að vera (ann- aðhvort of feitar eða of mjóar og ekki nógu góðar í hinu eða þessu) og að við þurfum því að breyta okkur. Á hinn bóginn má líka segja að það sé afrakstur kvennabaráttunnar að hafa trú á að við getum breytt okkur og lífi okkar og með því að sækja námskeið gerum við okkur það auðveldara. Konur hafa verið að hasla sér völl á nýjum sviðum og jiurft að tileinka sér nýja þekkingu. Nú standa okkur til boða sér- hönnuð námskeið í stjórnun, stofnun fyrirtækja, tímaskipu- lagningu, sjálfstyrkingu og ákveðniþjálfun. Flest námskeið- anna eru skipulögð og kennd af konum og það er athyglisvert að konur eru yfirleitt skólastjórar í tómstundaskólunum, á meðanþær eru í minnihluta í ,,hefðbundnum“ skólastjórastöð- um. Margar konur vinna fremur einhæf störf þar sem þær fá ekki út- rás fyrir margvíslega hæfileika sína og sköpunarþörf. Þær hafa því „afgangsorku" til að láta á sig reyna og margar fara á nám- skeið til að gera eitthvað uppbyggilegt. Líf okkar hefur að vissu leyti lengst og tómstundir aukist. Sumir kjósa að eyða þessum aukatímum heima í stofu fyrir framan sjónvarpið, en aðrir vilja víkka sjóndeildarhringinn á annan hátt og kynnast um leið nýju fólki. Ég hef sjálf lengi verið sann- kallað námskeiðsfrík. Ég hef t.d. farið á námskeið í smelti, leð- urvinnu, hnýtingum, samkvæmisdönsum, rokki, gömlu döns- unum, sjálfsvörn, karate og í ýmsa leikfimi (jóga, tækja og frú- ar). Ég hef farið á reiðnámskeið, námskeið í stofnun og rekstri fyrirtækja, vélritun, gerbakstri, makróbíótík, fatasaumi, búta- saumi, vefnaði, jólaföndri, félagsmálum, latfnu og kvennasögu. Ég tók þátt í að skipuleggja tveggja daga námskeið fyrir starfs- fólk á minjasöfnum og var sjálf j)átttakandi í því. Nú er ég í ítölsku og sænsku í Námsflokkunum, sit í fyrirlestrum í Reykja- víkursögu og Sjálfsævisögum kvenna í Háskólanum og fór auk þess með saumaklúbbnum í átta eróbikk tíma í febrúar. Það eru ýmsar ástæður fyrir þessum námskeiðum mínum, sem ég hef ýmist sótt ein eða með öðrum, en ekkert þeirra er talið mér til launaauka. Flest glöddu mig á meðan á þeim stóð og gagnast mér beint eða óbeint í daglega ltfinu, einkum þó vélritunar- námskeiðið. Ég hallast að því sem Anna Valdimarsdóttir sál- fræðingur sagði við mig í samtali um daginn (jiegar ég spurði hana hvers vegna konur væru svona duglegar að sækja nám- skeið), að þetta er áhugi á að þroska sjálfan sig, rækta sig, og að hafa augun opin fyrir möguleikunum sem í boði eru og viljann til að nýta þá. R.V. 26

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.