Vera - 01.04.1990, Page 30
Phyllis Schlafly (þjóðfræg fyrir
andstöðu sína við kvenfrelsi og
stjórnarskrárbreytingar í þess
þágu í Bandaríkjunum) og fast-
eignakónga („hreinsum Times
Square fyrir fína liðið'). Þessir
hópar hafa vafasaman málstað en
WAP hikar ekki við að þiggja af
þeim peninga. í landi frelsisins,
Bandaríkjunum, er ráðist gegn
sköpunarverki listamanna, jafn-
vel plötuútgáfu, og réttur kvenna
til að ráða eigin frjósemi á undir
högg að sækja. WAP heldur því
fram að fyrsta grein stjórnarskrár-
innar tryggi aðeins frelsi til að tala
fyrir og tjá stjórnmálaskoðanir en
heldur því jafnframt fram að klám
sé áróður fyrir karlveldið. Hvort
er það? Ef þú heldur að ísland sé
laust við svona mótsagnakennda
hugsun skaltu rifja upp að þann
12. mars s.l. lýsti DV því yfir að
blaðið birti ekki auglýsingar frá
samtökum samkynhneigðra
vegna þess að það styddi baráttu
kvenna gegn klámi!
En hvað um ofbeldis-klám? Hóp-
ur bandarískra kvenna stofnaði
samtök gegn ritskoðun (FACT,
Feminist anti-censorship task
force) og birti niðurstöður rann-
sókna sinna í ritgerðasafninu
„Caught Looking“. Þær komust
að þeirri niðurstöðu að flest klám
er ekki þrungið ofbeldi og að
klámframleiðslan lítur á gagn-
kynhneigða karla sem neytendur
sína. Þær fundu líka klám handa
hommum, lesbum, klæðskipting-
um, sado-masokistum o.fl.,
þ.e.a.s. til er klám handa öllum
minnihlutahópunum sem ekki
rúmast innan ramma hinnar hefð-
bundnu kjarnafjölskyldu. E.t.v.
má segja að klám sé ekki áróður
fyrir karlveldi heldur kynlífi, sem
samkvæmt kenningum Wilhelms
Reich er andhverfa karlveldisins.
Það mætti líka segja sem svo að
ástæðan fyrir því að fólki finnst
klám svo æsandi sé sú að það er
bannað. Þó svo að klám sé bannað
á íslandi er ofbeldi gegn konum
og börnum hér á landi sorgleg
staðreynd svo eitthvað annað en
klám hefur stuðlað að því. Nú
kynnir þú að svara því til að klám
sé fyrir hendi þrátt fyrir bannið,
en það rennir þá stoðum undir þá
skoðun að bann leysi ekki vand-
ann. Þar að auki er ekki hægt að
leggja að jöfnu ímyndað ofbeldi
eða draum um það og raunveru-
30
Þegar erótík er stillt
upp sem andstϚu
kláms er erótík látin
tákna þaö kven-
lega, feguröina,
unaöinn o.s.frv. -
klám er þá þaö
karllega; árásar-
gjarnt, þrúgandi,
ofbeldishneigt. Eru
þessar andstœöur
ekki einmitt þaö
úrelta hugmynda-
hjólfar sem viö
höfum veriö aö
reyna aö komast
upp úr?
Flest klám er, því
miöur, dœmigert
kynferðishrokafullt
(sexist) efni búiö til
af körlum handa
körlum. Þaö sama
gildir um flest af því
sem flokkast undir
skemmtun í sjón-
varpinu og kvik-
myndahúsum.
legan glæp — það væri illmögu-
legt að gera drauma ólöglega því
ekki getum við hringt á hugsana-
lögregluna.
Eitt af því sem ýtir undir hræðslu
fólks við klám er að það hafi áhrif
á ungt fólk og gefi þeim rangar
hugmyndir um kynlíf. Eru börnin
okkar að læra um kynlíf af klámi?
Varla er hægt að skamma þau fyrir
að vera forvitin. Samræði er sam-
kvæmt íslenskum lögum löglegt
við 14 ára aldur. Hlutfall þeirra
sem orðin eru 14 ára og hafa sofið
hjá er fremur hátt.31 Þessir ungl-
ingar þarfnast góðrar og for-
dómalausrar fræðslu, fyrst heima
hjá sér og síðan í skólanum. Það
ætti ekki aðeins að fjalla um líf-
fræði heldur einnig leggja áherslu
á kynferðisleg sambönd og þá
ánægju sem hafa má af þeim.
Þetta er réttur unglinganna! Sért
þú feimin við að tala um kynlíf
við börnin þín, ættirðu að hafa
bækur á heimilinu sem þau geta
stolist í. Þau munu heldur betur
gera það! Nú er farið að gefa hér
út ágætis tímarit um kynlíf, Bleikt
og blátt, með upplýsingum fyrir
alla aldurshópa. Gakktu ekki út
frá því að krakkarnir séu of ungir
eða ekki nógu þroskaðir til að
skilja hlutina. Þeir eru að læra
algebru og efnafræði, hvers vegna
þá ekki á líkama sína og tilfinn-
ingar? Ég held að engum hafi
dottið í hug að spyrja unglinga
um afstöðu þeirra til kláms — lík-
lega myndu fæst þeirra viður-
kenna að hafa séð það.
Flest klám er, því miður, dæmi-
gert kynferðishrokafullt (sexist)
efni búið til af körlum handa körl-
um. Það sama gildir um flest af
því sem flokkast undir skemmtun
í sjónvarpinu og kvikmyndahús-
um. Auglýsendur nota kvenlík-
ama til að auglýsa allt milli himins
og jarðar. Fegurðarsamkeppnir
hlutgera konur og reyna að skapa
þrönga staðla yfir fegurð. Klám er
dregið fram sem óvinur númer
eitt vegna þess hversu augljós
tengsl þess eru við kynlíf. Við ætt-
um að nota hvert tækifæri til að
mótmæla kynferðishroka og við
getum gert það án þess að leita til
laganna — með því að hvetjafólk
til aö sniðganga blöð og tímarit
sem ala á honum og með oþin-
berum mótmœlum. Utrýming
klámsins er ekkert töframeðal
gegn öllum okkar félagslega
vanda. Það er einföldun að sjá
klám sem Óvininn og réttindi
okkar sem kynvera munu ekki efl-
ast þó við sóum dýrmætri orku í
að kveða klámið niður. Hvernig
væri að byrja á því að skilgreina
hvað okkur finnst erótískt og æs-
andi. Það var með það fyrir aug-
um sem Joani nokkur Blank í San
Fransisco stofnsetti ,,Kynlífs-
bókasafnið“ sitt. í safninu er að
finna bækur um sjálfshjálp í kyn-
lífi auk erótískra bóka. Joani er nú
líka byrjuð að safna myndbönd-
um vegna áskorana frá konum
sem fundu ekkert við sitt hæfi á
subbulegum markaði klámvarn-
ingsins. Hér í Reykjavík er verslun
sem selur hjálpartæki ástarlífsins.
Hún er rekin af hjónum, sem segj-
ast vilja aðstoða fólk. Finnir þú
ekkert við þitt hæfi áttu að segja
þeim hvað þitt hæfi er! Fn það
jrarf meira en breytingar á kynlífi
til að breyta viðhorfum kynferð-
ishrokans. Hljómsveit í Boston
sem kallar sig ,,Rock gegn
Sexisma‘‘ flytur hrokalaust rokk
og kvenvinsamlegt í því yfirlýsta
augnamiði að berjast gegn karl-
rembu í kynlífinu og í gagnkyn-
hneigðri menningu okkar. Þarna
er hugmynd, — hvað dettur þér í
hug?
Laura Valentino.
ms og-isg þýddu.
1) Fíkniefnaneysla og kynsjúkdómar eru
ekkert algengari meðal vændiskvenna en
hjá almenningi. Talið er að um 10-20%
vændiskvenna starfi á götunni.
2) Samkvæmt niðurstöðum rannsókna Dr.
Jennifer James í Seattle eru ástæður fyrir
vinnu við vændi eftirfarandi: 1) ijárhags-
legar, 2) spenna, 3) sjálfstæði, 4) fjöl-
breytni.
3) í rannsókn sem gerð var árið 1976 í
Iteykjavík, kom í ljós að 22.2% unglinga
á 15- aldursári eru cða hafa verið í kyn-
ferðislegu sambandi (Bleikt og blátt, 1.
tbl. 2. árg. 1990, bls. 10).
Heimildir:
Sex Work, writings by women in the sex
industry. Frédérique Delacoste, Priscilla
Alexander. Cleis Press, 1987.
Caught Looking, Feminism, Pornography
and Censorship. The Feminist Anti-
censorship Task-force. The Real Comet
press, 1988.
The Rights of Childran. Bob Franklin.
Basil Blackwell Ltd, 1986.
The Body Politic. Michelene Wandor.
Stage 1, 1972.
A Fcminist Dictionary. Cheris Kramarae,
Paula A. Treichler. Pandora Press, 1989-
Bleikt og Blátt, tímarit.
The Sexuality Library catalog, San
Francisco, CA.
Rock Against Sexism, Boston, MA.