Vera - 01.04.1990, Qupperneq 31
►
„KVENNA-
STJÓRN''
BL>ES NÝJU
LIFI I NEMAFÉLAG
Á leiölnnl upp. Fremrl
röö frá vinstri: Anna
María Ragnvaldsdótt-
ir, Elín Siguröardóttir,
María H. Kristinsdóttir.
Attari röö frá vinstri:
Harpa Tómasardóttlr,
Auöur Björgvlnsdóttir,
Silja Ástþórsdóttlr. Á
myndina vantar Slg-
rúnu Ragnarsdóttur.
Rœtt við konurnar í
stjórn Félags bóka-
gerðarnema í
Iðnskólanum.
Alls staöar eru konur farnar
að láta meira til sín taka og
jafnvel búnar aö taka völdin.
Þaö hefur txi. veriö gert í Fé-
lagi bókageröarnema í lön-
skólanum í Reykjavík, því þar
sitja nú sjö konur og endur-
skipuleggja félag sem hefur
ekki starfaö sl. tvö ár. Þœr
vilja láta til sín taka og sjá
œrin verkefni framundan þar
sem miklar breytingar hafa
átt sér staö í iöngreininni og
eiga eftir að veröa enn meiri.
Þar finnst þeim mikilvœgt aö
fylgjast meö og telja sitt
helsta hlutverk aö koma í veg
fyrir aö laun lœkki hjá bóka-
geröarmönnum þegar kon-
um fjölgar þar á nœstu árum.
Þær sátu fjórar á stjórnarfundi í
húsi bókagerðarmanna við
Hverfisgötu, þær Elín Sigurðar-
dóttir, Anna María Rögnvalds-
dóttir, Harpa Tómasdóttir og
María Kristinsdóttir sem er for-
maður félagsins, og ræddu verk-
efnin framundan. Blaðaútgáfa er
á verkefnalistanum því nú hefur
félagið tekið að sér útgáfu Prent-
nemans sem áður var gefinn út af
útskriftarnemum til fjáröflunar
fyrir ferðasjóð.
Þær voru líka að skipuleggja að-
alfund þar sem kjósa á stjórnina
formlega en hún var skipuð á
ólöglegum aðalfundi í desember.
Þær ætla allar að gefa kost á sér og
eru ekkert hræddar um að verða
ekki kosnar því helsta vandamál-
ið er einmitt að fá fólk til að taka
þátt í starfi félagins.
, ,Við höfum legið í fundargerð-
arbókum félagsins sem var fyrst
stofnað 1926 og starfaði til 1930
og síðan endurreist 1940. Þar er
sagt frá blómlegu félagsstarfi,
fjölmennum böllum og pólitísk-
um hasar. En það er sama hvernig
við reynum að lokka fólk með
okkur, það gengur illa,“ sagði Elín
og hristir hausinn yfir nútíman-
um.
Það virðist ekki ganga lengur að
efla samkennd með skemmtana-
lífi því nýlega stóð félagið fyrir
balli ásamt öðru nemafélagi í Iðn-
skólanum, sem telur um 400 fé-
lagsmenn, en það var sorglega illa
sótt. Einnig var efnt til sameigin-
legrar leikhúsferðar en þátttaka
var ekki mikil.
„Þegar fólk er komið með fjöl-
skyldu og jafnvel byrjað á íbúða-
kaupum, hefur það ekki orku í fé-
lagslífið. Margir þurfa að vinna
með skólanum og hafa engan
tíma aflögu,“ segja þær.
En þá er að laga félagsstarfið að
veruleik nútímans, þó óneitan-
lega hvíli ljómi yfir frásögnum af
starfi fyrri tíma.
„Okkur vantar aðstöðu fyrir fé-
lagsstarfið þar sem við gætum
komið á framfæri upplýsingum til
félagsmanna sem til okkar leita. í
félaginu eru nú milli 150 og 160
manns, bæði nemar í skólanum
og sveinar á meistarasamningi úti
í prentsmiðjunum. Námið hefur
verið að breytast mjög mikið og
skólinn hefur ekki getað gefið
nógu góðar upplýsingar um hver
réttindi okkar muni verða.
I skólanum eru þrjár deildir,
prentsmfði, bókband og prentun.
í prentsmíði er kennd offsetljós-
myndun, skeyting, umbrot og
setning og þar er nú um 90%
nemanna konur. Engin inntöku-
skilyrði eru sett nema grunn-
skólapróf, en nú er okkur sagt að
við fáum ekki að halda áfram á
þriðju önn án þess að hafa unnið
í sex mánuði í prentsmiðju. Nú er
samdráttur í þessari iðngrein og
því getur námið orðið einskis
nýtt fyrir þá sem ekki komast í
vinnu. Hagsmuna- og kjaramálin
verða því okkar helsta verkefni.
Við viljum upplýsa félagsmenn
um réttindi sín og skyldur og hafa
áhrif á skipulag námsins," segja
þær.
Félags- og námsráðgjafar Iðn-
skólans hafa haft nóg að gera við
að leiðbeina nemum og útskýra
fyrir þeim námið. Þeim stjórnar-
konum finnst rétt að benda fólki
á að notfæra sér þá þjónustu, en
vilja samt axla þá ábyrgð sem fé-
lagið á að bera og munu m.a. gera
það með útgáfu blaðsins. Þær
vilja einnig efla samstarfið við Fé-
lag bókagerðarmanna sem mun
verða þeirra félag í framtíðinni,
því auðvitað ætla þær ekki að gef-
ast upp. Þær hafa valið sér starf og
ætla að berjast fyrir því að verða
teknar þar gildar og jafnréttháar
þeim körlum sem verið hafa í
meirihluta í stéttinni undanfarna
áratugi.
E.Þ.
31