Vera


Vera - 01.04.1990, Síða 33

Vera - 01.04.1990, Síða 33
Guörún Ögmundsdóttir, Margrét Sœmundsdóttlr og Elín Vlgdís Ólafsdóiiir. Guðrún: Borgin hcfur heldur alls ckki tekið ábyrgð á öllum þeim börnum sem bæst hafa við ■ borginni. í dagvistarmálum geta þeir ekki einu sinni sinnt þörfum forgangshópanna hvað þá annarra. Elín: Ég finn mjög fyrir þessu í skólanum mín- um þar sem foreldrar eru í vandræðum með gæslu 6 ára barna og þrengsli innan skólans eru mikil. Börnin þurfa að búa við hálfbyggðan skóla jafnvel allan grunnskólann. Nú hefur t.d. fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum hjá okkur verið frestað upp úr þurru og ekki fæst einu sinni úr því skorið hver tekur í raun svona ákvarðanir. Það er mikill niðurskurður í skóla- kerfinu — sem ekki er beinlínis borginni að kenna — en þetta hefur vakið mig mjög sterkt til vitundar og andófs. Hg er líka svo hrædd við hið fasíska hugarfar sem býr að baki þeirri skoðun margs fólks að jiað eigi bara einn sterk- ur maður að stjórna borginni. Guðrún: Þetta er einhver þörf fyrir föður og verndara. Það þarf einhvern veginn að vekja fólk til vitundar um að maður ber sjálfur ábyrgð og getur haft eitthvað urn það að segja hvernig skóli harnsins manns er, hvernig dagvistar- heimilið er, hvernig það er rekið o.s.frv. Elín: Eitt af því sem ýtti undir ákvörðun mína að fara að starfa að borgarntálum er mjög vax- andi umhverfisvitund. Það er bæði í gegnum starfið sem kennari — vegna þess að maður lær- ir svo mikið sjálfur á því að kenna — og eirts vegna þess að ég fór í surnar í ferðalag til Evr- ópu og varð mjög áþreifanlega vör við mengun- ina. T.d. í Þýskalandi sem virkaði fremur snyrti- legt á yfirborðinu þá sá maður hvernig meng- unin var undirliggjandi. Þá fann ég svo sterkt fyrir því hvað við hér á íslandi þyrftum óskap- lega á því að halda að bjarga því sem við eigum þó enn hreint og ómengað. Auðvitað sá ég líka ýmislegt sem mætti taka til eftirbreytni eins og t .d. í skipulagsmálum. Það sem mér finnst svo einkennandi í umhverfismálum hér er annars vegar þessi hrái og fljótfærni í uppbyggingu mannvirkja og hins vegar að það er ekkert hugsað unt mengun og afleiðingar hennar. Fjör- urnar okkar hér í Reykavík eru t.d. mjög víða mengaðar og erfitt að komast í hreint svæði. Margrét: Ég held að það sé alveg rétt hjá þér að við erum óskaplega sofandi fyrir mengun. Við höldum bara að rokið og sjórinn taki allt. Guðrún: Þessi skammsýni sem þið eruð að tala um er einmitt mjög rfkjandi í skipulagsmálun- um. Það er klastrað niður mannvirkjum hér og þar án þess að hugsa nokkuð um heildina. Nú bý ég í Gamla bænum og mér finnst ég verða svo áþreifanlega vör við það að það vantar aldrei pláss ef það á að klessa einhvers staðar niður bílum. Þetta er hverfi sem er að fyllast af börnum og götur eru þar mjög þröngar en nú er verið að beina umferð í gegnum hverfið með byggingu bílageymsluhúss við Bergstaðastræti. Það vantar einhverja heildarsýn og að mál séu hugsuð til enda strax í upphafi. Margrét: Við höfum líka dæmi um þessa skammsýni inn í Kringlu. Þar er búið að byggja Borgarleikhús sem er bæði stórt og glæsilegt en svo er troðið í kringum það alls konar bygging- um þannig að það fær ekki að njóta sín. Það er varla að það sjáist frá Miklubrautinni. Látum sjálfa Kringluna vera en það var virkileg skemmd að bæta nýjum byggingum alveg ofan í Borgarleikhúsið. Guðrún-. Og forljótum að auki. Margrét: Sjálfsagt eru þetta dýrar lóðir og það er bara hugsað um að ná sem mestu inn í gatna- gerðargjöldum. Guðrún: Mér finnst nauðsynlegt í skipulags- málum, sérstaklega Gamlabæjarins, að byggjaá 33

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.