Vera


Vera - 01.04.1990, Page 34

Vera - 01.04.1990, Page 34
gömlum meiði þ.e. skoða það sem fyrir er, nýta það sem hægt er og byggja síðan í takt við það. Það þarf að aðlaga það nýja því sem fyrir er. Með því að taka sæti á lista eruð þið að bjóða ykkur fram til starfa í fjögur ár. Vafðist það ekkert fyrir ykkur að taka ákvörðun — festa ykkur — til svo langs tíma? Margrét: Nei það vafðist ekkert fyrir mér að vera í fimmta sætinu. Ég hef ágætis tíma og góð- ar aðstæður, börnin uppkomin. Guðrún: Það vafðist mjög mikið fyrir mér. Maður er kannski vanur því í öðru starfi t.d. í faglegu samhengi að gefa kost á sér til starfa í tvö ár en fjögur ár fannst mér svolítið mikið. En svo er þetta bara spurningin um að hoppa út í. Elín: Já ég hugsaði mikið um þetta og ég lít þannig á málin að ég sé að lofa að gera það sem ég get til að sinna þessu í fjögur ár. Það getur auðvitað alltaf eitthvað komið upp á. Segjum sem svo að ég gefist upp og valdi þessu ekki af einhverjum ástæðum eða eitthvað komi fyrir hjá mér — nú veit ég t.d. ekkert hvernig barn ég fæ — þá dreg ég mig í hlé og einhver önnur úr hreyfingunni tekur að sér mín störf. Ég lít svo á að Kvennalistinn hljóti að vera hreyfing sem hafi einmitt ákveðinn sveigjanleika umfram margar aðrar. En ég tek auðvitað ábyrgð á þess- ari ákvörðun minni og geri það sem ég get til að starfa að borgarmálunum. Margrét: Þetta sem þú ert að segja Elín er ein- mitt sjarminn við Kvennalistann. Maður finnur ekki fyrir þessari mikiu þvingun og ef maður vill draga sig í hlé þá hefur maður tækifæri til þess. Það er nóg af konum. Við getum t.d. tekið dæmi af starfinu í borgarmálahópnum s.l. ár. Það eru ekki endilega konurnar sem eru efst á listanum sem hafa starfað þar mest heldur bara þær konur sem hafa tíma til þess. Elín: Þegar ég fór að vinna að Fæðingarheimil- ismálinu þá fannst mér mjög gott að geta komið hér inn á borgarmálafundi sem voru öllum opnir. Þarna var mál sem ég vildi kynna mér, ræða og vinna að og þá gat ég bara mætt hér á borgarmálafund án nokkurs fyrirvara — það fannst mér alveg frábært. Guðrún: Ég held að það sé einmitt mjög mikil- vægt að við reynum að segja því fólki sem við eigum samskipti við að þessi möguleiki sé fyrir hendi. Að fólk geti komið með einhver klár skilaboð inn á fundi og fengið mál tekin upp til umræðu. Mér finnst mjög gaman að koma inn í þessa kvennapólitík aftur eftir dálítið hlé og finna að það er alltaf hægt að setjast niður og ræða raunar hvaða mál sem er. Maður kemur hér á fund á laugardegi og hann er kannski bú- inn klukkan eitt en maður kemur sér aldrei heim af því að það er svo margt sem maður þarf og er gaman að ræða. Allt frá því sem er mjög raunverulegt og stendur næst manni og yfir í hugmyndafræði og jafnvel absúrd hluti sem eru skemmtilegir en ekki framkvæmanlegir. Margrét: Komin í kápuna en kemst aldrei út. Guðrún: Já það eru alltaf að koma upp nýjir fletir í umræðunni sem maður verður endilega að hafa einhverja skoðun á — þetta er náttúru- lega ekkert annað en frenjugangur, ég viður- kenni það alveg. Hvernig finnst ykkur staða Kvennalistans vera í borginni? Margrét: Ég held að hún sé sterk og þó það sé leiðinlegt að segja það þá er það dálítið vegna 34 þess hvað hinir minnihlutaflokkarnir eru veik- ir. Það er ekki hægt að neita því að við höfum hagnast nokkuð á þeim galdraofsóknum sem dunið hafa á Alþýðubandalaginu — því galdra- ofsóknir hlýt ég að kalla það þó ég sé ekkert sérstaklega hrifin af Alþýðubandalaginu. Það er bara eins og allar hörmungarnar í Rúmeníu séu þeim að kenna. Ceauceascau var vinur ykkar og þegið þið svo! Guðrún: Já margirbúast við því að Kvennalist- inn bæti við sig fylgi og ég held að við verðum að þora að horfast í augu við að það er ekkert endilega vegna þess að Kvennalistinn hafi ein- hvern sérstakan kvennapólitískan slagkraft ein- mitt núna. Partur af þeim sannleika er hið pólit- íska ástand í landinu. Það breytir því ekki að það er mjög mikilvægt fyrir Kvennalistann — og alla sem eru að starfa í þessum minnihluta — að fá inn í borgarstjórnina sem mest af góðu fólki. Elín: Ég held að það eigi við um fleiri en sjálfa mig að ég upplifði ákveðinn létti þegar ákveðið var að fara ekki í sameiginlegt framboð til borg- arstjórnar. Jafnvel fólki sem ekki kýs Kvenna- listann fannst að við ættum að vera sér áfram. Ég held einmitt að við eigum miklu meiri ítök heldur en fylgið segir til um. Það eru margar sem sækja sér styrk í vitundina um Kvennalist- ann þó þær stigi kannski ekki það skref að kjósa hann. Mér finnst vera mikil ánægja með Kvennalistann og það sem hann er að gera. Mér finnst ég finna ákveðna velþóknun á honum. Nú var ég í Rauðsokkahreyfingunni í gamla daga og þá fann maður oft fyrir svo mikilli and- úð og sterkum viðbrögðum hjá konum. Mér finnst ég núna alltaf finna meira og meira fyrir samkennd hjá konum og áhuga fyrir málstaðn- um. Guðrún: Já ég hef eiginlega sömu sögu að segja. Þegar nafn mitt var orðið opinbert á þessum lista þá fékk ég eiginlega gömlu kvíða- tilfinninguna og átti alveg eins von á því að ég yrði fyrir ákveðnum árásum. Ég hef hins vegar fengið einstaklega jákvæð viðbrögð og hvatn- ingu. Elín: Mér finnst orðið miklu mýkra yfir kvennabaráttunni en áður en samt ákveðni. Það að bjóða fram kvennalista er svo ákveðið og sterkt í sjálfu sér að hreyfingin þarf kannski ekki þessa sömu árásargirni og áður fyrr. En þetta er allt þróun og það má ekki gleyma því að Rauðsokkahreyfingin var auðvitað búin að plægja akurinn. Margrét: Og ekki bara Rauðsokkahreyfingin heldur líka Kvenréttindafélagið. Að lokum. Kosningabaráttan leggst bara vel í ykkur, eða hvað? Guðrún: Já og í rauninni betur og betur eftir því sem ég hitti fleiri. Elín: Já ég segi það sama en maður tekur bara eitt skref í einu í þessu eins og öðru. Ég er að reyna að segja við sjálfa mig að ég megi ekki bú- ast við neinu stórkostlegu en það breytir því ekki að ég vil leggja hönd á plóginn. Margrét: Það leggst náttúrulega allt vel í okkur því við erum ekki byrjaðar í raun og veru. Þetta sagði Margrét í byrjun mars en þegar þetta viðtal birtist á prenti er Elín væntanlega nýorð- in móðir, og VERA óskar henni til hamingju með það, en þær hinar komnar á fulla ferð í undirbúning kosninganna ásamt með stall- systrum sínum á listanum. -ísg. KVENNA- LISTAKONUR I FRAMBOÐI Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosning- ar buðu Kvennalistakonur fram sér- lista á þremur stöðum á landinu, í Reykjavík, Hafnarfirði og á Selfossi. Á a.m.k. tveimur stöðum voru Kvenna- listakonur kosnar í sveitarstjórn sem fulltrúar óháðra kjósenda t.d. á Húsa- vík og Suðureyri. Fyrir þær sveitar- stjórnarkosningar sem nú fara í hönd lítur út fyrir að Kvennalistakonur bjóði fram eða verði aðilar að fram- boðum á 7-8 stöðum á landinu. Þetta eru Reykjavík, ísafjörður, Akureyri, Selfoss, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Húsavík og hugsanlega Kópavogur. ÍSAFJÖRÐUR Sérframboð kvenna verða í Reykjavík, á ísa- firði og á Akureyri. í fyrsta sæti listans á ísafirði er Ágústa Gísladóttir útibússtjóri Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðarins. í bæjarstjórninni sitja nú 9 fulltrúar og í meirihluta eru 3 fulltrúar frá Alþýðuflokki, 1 frá Alþýðubandalagi og 1 frá Framsókn. í minnihluta eru 4 fulltrúar Sjálf- stæðisflokks. Kjörnar konur í bæjarstjórnina eru nú 2. Ágústa sagði að Kvennalistakonum þætti stemningin gagnvart framboðinu betri en þær hefðu reiknað með ogótrúlegasta fólk væri ánægt með þetta. Það væri líka búið að vera hálfgert krataklúður íbæjarmálunum sem gerði það m.a. að verkum að efstu 8 menn á lista krata síðast gáfu ekki kost á sér aftur. Þá hefur Al- þýðubandalagið líka átt erfitt með að fá fólk á lista hjá sér og Sjálfstæðismenn hafa unnið að því leynt og ljóst að bola út einu konunni sem var í öruggu sæti á þeirra lista síðast. Það kom fram hjá Ágústu að ef hún kæmist inn í bæjarstjórnina fyrir Kvennalistann þá sett- ist hún þar ekki að neinu gnægtaborði. ,,Þetta er eitt af verst stöddu bæjarfélögunum. Skuldir þess nema nærri tvöföldum árstekjum og á ári hverju fara um 60 milljónir í fjármagnskostnað. Þessar skuldir eru að hluta til ættaðar úr stjórn- artíð Sjálfstæðismanna en núverandi meirihluti hefur líka verið ansi framkvæmdaglaður sér- staklcga í íþróttamálum. Það eina sem hægt er að gera er að stöðva framkvæmdir ákveðinn tíma og okkar hlutverk verður m.a. að setja ým- is félagsleg mál á gjörgæslu og gæta þess að ekki verði skorið niður þar sem síst skyldi“.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.