Vera


Vera - 01.04.1990, Síða 35

Vera - 01.04.1990, Síða 35
AKUREYRI Kvennalistinn á Akureyri átti tvo fulltrúa í baejarstjórninni þar á árunum 1982-’86 og tók þátt í meirihlutasamstarfi. í síðustu sveitar- stjórnarkosningum ákváðu þær engu að síður að bjóða ekki fram aftur en nú ætla þær að taka upp þráðinn þar sem honum sleppti árið 1986. Þegar þetta er skrifað voru þær búnar að ganga frá stefnuskrá en listinn var ekki frágenginn. Allt benti þó til þess að Valgerður Magnúsdóttir sálfræðingur yrði í fyrsta sæti. í samtali við Sigurborgu Daðadóttur dýra- lækni kom fram að kosningarnar legðust vel í Akureyrarkonur. Sagði hún að þær væru komn- ar með nýtt húsnæði miðsvæðis sem nýttist þeim mjög vel. Nú gætu þær haft opna skrif- stofu og auglýsta fundi sem gerði konum mun auðveldar en áður að koma til starfa hjá Kvennalistanum. Hún sagði þó að það yrði að viðurkennast að staðan væri svolítið erfið vegna þess að ekki var boðið fram árið 1986. Því væri ýmist haldið fram að þær hefðu hætt vegna þess að tilætluðum árangri hefði verið náð eða að þær hefðu gefist upp. í ritstjórnar- grein í Degi nú nýverið var t.d. talað um kvennaframboð sem tímaskekkju. Árangurinn af þeim hefði skilað sér í því að nú væru 4 konur í bæjarstjórninni en þar var aðeins ein kona fyr- ir kosningarnar 1982. Þar að auki væri fyrrum Kvennalistakona í 5. sæti hjá Framsókn ogþetta væri því orðið harla gott. En Kvennalistakonur eru ekki alveg sammála Degi og bjóða ótrauðar fram. Hvað fylgi varðar segjast þær miða sig við landsmeðaltalið í ný- gerðum skoðanakönnunum og ef það haldi fái þær a.m.k. einn fulltrúa inn í bæjarstjórnina. SELFOSS Fyrr í vetur hafnaði Kvennalistinn á Selfossi tilboði um sameiginlegt framboð með Alþýðu- flokki og Alþýðubandalagi. Þá leit út fyrir að bæjarfulltrúi Kvennalistans, Sigríður Jensdótt- ir, myndi ekki gefa kost á sér aftur vegna þeirra anna sem fylgja starfi í bæjarstjórn en að auki er Sigríður í starfi að Sogni í Ölfusi fyrir utan það að sinna mannmörgu heimili. En fljótt skipast veður í lofti og nú er ljóst að á Selfossi verður boðinn fram „Listi félagshyggjufólks" með Sigríði í efsta sæti. Flokkar og samtök eru ekki beinir aðilar að listanum en fyrir liggur að Alþýðuflokkur, Al- þýðubandalag og Kvennalisti munu lýsa stuðn- ingi sínum við listann. Hver þessara aðila á nú I fulltrúa í bæjarstjórninni en Sjálfstæðisflokk- urinn á 3 fulltrúa og Framsóknarflokkur 3. Eins og lög gera ráð fyrir eru 18 manns á listanum og má segja að 6 séu þar frá hverjum stuðningsað- ila. Kvennalistakonur sem VERA talaði við á Selfossi sögðu að þetta yrði auðvitað enginn Kvennalisti en gæti eflaust orðið ágætt. Það væri erfitt fyrir smærri flokka og samtök að halda uppi virku starfi í svo litlu bæjarfélagi en kannski væru meiri líkur til þess ef þau legðu saman. mosfellsbær I Mosfellsbæ verður sameiginlegt framboð Alþýðuflokks,Alþýðubandalags, Framsóknar- flokks og Kvennalista. Þar hefur bæði verið gengið frá málefnagrundvelli og uppröðun á lista. Fær Alþýðubandalag fyrsta sætið og Al- þýðuflokkur annað sæti en báðir þessir flokkar Úr starfi Kvennalistans. eiga nú einn fulltrúa í bæjarstjórninni. Fram- sóknarflokkur fær þriðja sæti, en hann vantaði aðeins örfá atkvæði til að ná manni inn síöast, og Kvennalistinn fær svo fjórða sætið. Mun Kristín Sigurðardóttir, fulltrúi Kvennalistans í bankaráði Landsbankans svo sem frægt mun orðið, taka það sæti. Eining — en það heita samtökin sem standa að listanum — stefna auðvitað að því að ná 4 fulltrúum og meirihlutanum í bæjarstjórninni en ef aðeins fara 3 inn þá mun hver þeirra sleppa 6 bæjarstjórnarfundum á árinu og þann- ig taka allir fjórir efstu menn á listanum þátt í 18 bæjarstjórnarfundum á ári. Að auki verður svo jöfn skipting í nefndir óháð niðurstöðu kosninganna. Starfandi verður bæjarmálaráð og þar verður líka ríkjandi algert jafnræði milli flokka. í samtali við Kristínu Sigurðardóttur kom t'ram að samstarfið hingað til hefði gengið ótrú- lega vel og þaö eina sem hafi verið verulega erf- itt var krafa Kvennalistans um að kona væri í ör- uggu sæti. „Töldu flokkarnir sig enga konu hafa en við sögðum að það væri algerlega útilokað fyrir okkur að styðja eintóma karla inn í bæjar- stjórnina. Fyrir rest víxlaði Alþýðubandalagið sinni uppröðun og formaður félagsins í sveit- inni vék fyrir konu og hún er því í fyrsta sæti á listanum." SELTJARNARNES Einhverjar Kvennalistakonur á Seltjarnarnesi hafa tekiö þátt í viðræðum um sameiginlegt framboð á nesinu í næstu kosningum. Sagði Sonja B. Jónsdóttir að það væru allar líkur á því að þær yrðu aðilar að slíku framboði þ.e.a.s. ef einhverjar konur fengjust til að gefa kost á sér í prófkjör sem haldið verður 6. og 7. apríl. Sagði hún að þær hefðu reyndar komið dálítið seint inn í þessi framboðsmál en konur væru nokkuð spenntar fyrir þessu. Þetta væri eina leiðin ef þær vildu hafa áhrif á bæjarmálin því Kvennalistinn gæti ekki boðið fram einn á nes- inu. Sjálfstæðismenn eru með hreinan meirihluta í bæjarstjórninni eða 4 fulltrúa af 7. Alþýðu- bandalagið á 2 fulltrúa og Framsóknarflokkur- inn 1. Taldi Sonja alls ekki útilokað að sameig- inlegur listi gæti náð meirihlutanum ef sterkir frambjóðendur væru í boði. Það sem sameigin- legur listi mun leggja mesta áherslu á eru um- hverfismál og dagvistar- og skólamál. HÚSAVÍK í síðustu kosningum var boðinn fram sameig- inlegur listi Alþýðubandalags og óháðra sem fékk þrjá fulltrúa kjörna í bæjarstjórnina. f öðru sæti var Kvennalistakonan Valgerður Gunnars- dóttir og í samtali við VERU sagði hún að sami háttur yrði hafður á í komandi kosningum. Fulltrúar G-listans eru nú í minnihluta ásamt einum fulltrúa frá s.k. Víkverjum en meirihlut- ann mynda 2 Framsóknarmenn, 1 Sjálfstæðis- rnaður og 2 Alþýðuflokksmenn. Valgerður sagði að sér hefði liðið og líkað ágætlega í samstarfi við Alþýðubandalagið. Þau hefðu starfrækt bæjarmálaráð sem í áttu sæti 6 efstu menn á listanum og kom það saman fyrir allabæjarstjórnarfundi. Þannighefði ekki verið starfað fyrir tilkomu Kvennalistans og því mætti segja að hann ætti heiðurinn af þessum starfsháttum. Hefði þetta reynst þeim mjög vel. Hvað komandi kosningar varðar þá sagði hún að þær legðust ágætlega í sig en þó væri erfitt að spá um úrslitin. „Á svona stað ráðast úrslit ekki síst af því hverjir eru í framboði. Það hefur ver- ið erfitt hjá öllum að fá fólk í örugg sæti og það er enginn búinn að birta lista ennþá. Það er því lítið hægt að spá í úrslitin að svo stöddu." KÓPAVOGUR í Kópavogi stóðu mál þannig þegar þetta var skrifað að þar voru konur að safna hugmynd- um og þekkingu í sarpinn og byrjaðar að vinna að stefnuskrá hugsanlegs Kvennalista í bæjar- stjórnarkosningunum. Ætluðu þær að kynna stefnuskrárdrögin á opnum fundi þann 2. apríl og taka þá ákvörðum af eða á um framboð. VERA talaði við Þórönnu Pálsdóttur veður- fræðing og sagði hún að greinileg þörf væri á mikilli áherslubreytingu í bænum. Það væri goðsögn sem ætti við lítil rök að styðjast að Kópavogur væri einhver sérstakur félagsmála- bær. Félagshyggjuöflin sem stjórnuðu bænum hefðu öðru fremur verið upptekin af íþrótta- málunum. Þá væri atvinnuástandið mjög slæmt í bænum og enga vinnu þar að hafa fyrir konur. Eldri hverfi í bænum hefðu verið látin drabbast niður og væri klóak jafnvel farið að koma upp í görðum fólks. Það þyrfti líklega um einn millj- arð til að cndurbæta þau. Þá sagði hún að þeim Kvennalistakonum þættu miklir loftkastalar og skipulagsleysi einkenna störf meirihlutans. „Hvort sem af framboði hjá okkur verður eða ekki þá nýtist sú vinna sem við höfum nú lagt f bæjarmálin áfram. Við getum skipt okkur af bæjarmálum þó við förum ekki f framboð. Þetta styrkir líka starf Kvennalistans í Kópavogi sem hefur verið fremur lítið fram til þessa. Við höfum fengið til liðs við okkur mikið af góðum og áhugasömum konum.“ 35

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.