Vera - 01.04.1990, Side 37
þjálfara í öllum fræðsluumdæmum landsins.
Þar sem ekki væri kostur á sjúkraþjálfara í fast
starf yrði fenginn sjúkrajijálfari af öðru svæði er
veitti þá þjónustu, sem hægt væri, í hlutastarfi.
Hlutverk sjúkraþjálfgra væri fjórþætt: 1. Að
fylgjast með vinnuaðstöðu skólabarna og veita
ráðgjöf við innkaup á húsgögnum. 2. Að leið-
beina kennurum og nemendum um rétta
> líkamsbeitingu. 3. Að tengjast heilsugæslu
skólabarna, t.d. með því að taka jiátt í skóla-
skoðun ásamt lækni og hjúkrunarfræðingi eða
skoða einstaka hópa skólabarna. 4. Að eiga
samstarf við íþróttakennara vegna barna sem
ekki eru í almennri leikfimi."
Þegar Jíetta er ritað hefur tillagan ekki verið
rædd í þinginu, en við væntum þess að brýnt
mál eins og hér um ræðir fái fljóta og jákvæða
afgreiðslu.
Lögfræðiráðgjöf og aðstoð
vegna hjúskapar-, sambúðar
og sifjaréttarmála
Kvennalistakonur á Aljiingi hafa lagt fram
frumvarp um lögfræðiráðgjöf og aðstoð í mál-
um er snerta hjúskap, sambúð og sifjarétt. Ef
frumvarpið verður samþykkt á fólk með tvö-
faldan þann tekjuskattsstofn sem ekki greiðist
tekjuskattur af rétt á þessari þjónustu. Lagt er
til að mæðralaun teljist ekki til tekjuskatts-
* stofns og einnig skal draga frá upphæð sem
svarar til meðlags, barnabóta og barnabóta-
auka. Ef viðkomandi hefur að jx-ssu frátöldu
tekjuskattstofn sem er lægri en tvöfaldur skatt-
laus tekjuskattsstofn á sá hinn santi rétt á því að
ríkið greiði 75% af kostnaði við lögfræðiþjón-
ustu vegna ofangreindra málaflokka.
Lagaleg vafaatriði valda oft deilurn við slit
sambúðar eða hjónabands. Þá standa karlar í
langflestum tilfellum mun betur en konur, þeir
hafa jú hærri tekjur og geta greitt sínum lög-
fræðingi. Konurnar standa þá jafnvel varnar-
lausar gagnvart lagakrókum sem beitt er í J^ess-
um málum. Það er óverjandi að fjárhagsleg
staða ráði því hvort fólk leitar lögfræðiþjónustu
þegar vanda ber að höndum. Eins og kunnugt
er þá hefur Kvennaráðgjöfin verið starfrækt sl.
6 ár og þangað hefur rnikill fjöldi kvenna leitað.
Þörfin er því augljós en Kvennaráðgjöfin er að-
eins ráðgjöf og þær geta ekki fylgt málum eftir.
Ef Jietta frumvarp nær frant að ganga geta konur
fengið þjónustu lögmanna niðurgreidda ef þaér
þurfa að fara með mál sín fyrir dómstóla.
í frumvarpinu er lagt til að þjónusta lög-
manna verði tvíþætt, annars vegar veiti allir
lögmenn ráðgjöf um atriði er varða réttarstöðu
aðila f hjúskap og í óvtgðri sambúð, svo sem við
slit sambúðar og við slit hjúskapar. Gert er ráð
fyrir að eitt viðtal nægi til að útskýra lagalega
stöðu aðila. Hins vegar er lagt til að fólk geti
fengið niðurgreidda aðstoð lögmanna við mál-
flutning. Þeir lögmenn sem hafa áhuga á að
sinna þeim málum skulu gefa sig fram við
dómsmálaráðuneytið |iar sem verður sérstök
skrá yfir þá.
Málmfríður er fyrsti flutningsmaður frum-
varpsins og |iegar Jietta er ritað hefur ekki verið
mælt fyrir Jiví.
Tvöfaldur
raki
ACO FUKTLOTION gefur
húð þinni tvö náttúruleg
rakabindiefni.
Finndu sjálf hve ACO Fukt-
lotion smýgur hratt inn í húð-
ina án þess að klægi eða svíði
undan og hve húðin verður
mjúk.
ACO FUKTLOTION ilmar
einnig þægilega.
Heldurðu að þú finnir betri
húðmjólk?
Hún er notaleg fyrir allan
líkamann.
Með og án ilmefna.
Fæst aðeins í apótekinu.