Vera - 01.04.1990, Qupperneq 39
Til þess að fjalla um sögurnar í
bók Svövu af þeirri nærfærni og
viröingu sem þeim ber, þyrfti ég
að leggja undir mig þetta blað
VERU og jafnvel árganginn allan
og yrði eflaust margt ósagt um
þessa merku bók! Ég læt því bér
staðar numið en þakka Svövu fyrir
enn eitt meistaraverkið um leið og
ég geri orð einnar skáldsystur
hennar að mínum sem sagði að
bókin Undir eldfjalli yrði ein af
náttborðsbókunum sínum — hún
væri ein þessara bóka sem rnaður
gæti lesið aftur og aftur og alltaf
fundið eitthvað nýtt til að brjóta
heilann um.
María Jóhanna Lárusdóttir.
Sendiherrafrúin segir frá
Höfundur: Heba Jónsdóttir
Útgefandi:
Skjaldborg hf. 1989
Við íslendingar erum víst bókelsk
þjóð og það á þá sennilega bæði
við um lestur og ritun bóka því að
jíað hafa hreint ótrúlega margar
ævisögur íslendinga verið skrifað-
ar og gefnar út.
Þegar að slíkum bókmenntum
kemur virðast allir telja sig færa í
rithöfundarstarfið, eins og margar
ævisögurnar bera vitni um. En
hvað svo sem hægt er að segja um
ritstíl sumra þessara ævisagna, þá
eru þetta bækur sent eru vinsælar
hjábókaþjóðinni. Gamalt máltæki
segir „Maður er manns gaman“,
við íslendingar erunt jú fámenn
þjóð og þegar út kemur ævisaga
einhvers landa okkar er næstum
því öruggt að allir þekkja eitthvað
til viðkomanda, ættingja hans eða
vina og þá verður forvitnin yfir-
sterkari bókmenntagagnrýninni.
Ein af nýútkomnum ævisögum
er „Sendiherrafrúin segir frá",
bók Hebu Jónsdóttur. Ekki get ég
sagt að ritstíll bókarinnar hafi
heillað mig, satt að segja fannst
mér í fyrstu mjög erfitt að lesa
bókina þar sem höfundur hleypur
fram og til baka í tíma og rúmi og
segir um leið frá fjölda fólks. Þrátt
fyrir þetta tekst Hebu smátt og
smátt að draga upp heilsteyptar
myndir í frásögn sinni sem verður
til þess að bókin er myndræn og
skilur eftir sig hreinskilnislega og
skýra mynd af lífi hennar. Af lífi
b'tillar stúiku sem fæðist út á landi,
nánar tiltekið á Bíldudal, og elst
þar upp hjá ástríkum foreldrum
og bræðrum, í góðu og nvann-
eskjulegu samfélagi, þar sem allir
þekkja alla og hjálpast að. Hún
verður fyrir þeirri sorg að missa
föður sinn ung og flytur síðan til
höfuðborgarinnar þar sem henni
leiðist í fyrstu. En hún er lífsglöð
í eðli sínu og svo fer að hún eign-
ast vini og nær tökum á umhverf-
inu í Reykjavík eins og á Bíldudal.
Sem ung stúika á Heba viðburða-
ríkari og skemmtilegri ævi en
flestar jafnöldrur hennar og hún
er sjálfstæð ung kona, sem ferðast
töluvert um heiminn í starfi sínu
sem flugfreyja. Að sjálfsögðu hittir
hún draumaprinsinn, ungan
mann í spennandi starfi, sent er
sendiráðsritari, hann er metnað-
argjarn og ætlar sér að komast
áfram. Og það gerir hann og lætur
það ganga fyrir öllu öðru svo sem
eins og konu og börnum.
Það er umhugsunarverð mynd
sem Heba gefur af utanríkisþjón-
ustu íslands og því lífi sem starfs-
fólk hennar lifir og siðferðinu eða
ef til vill frekar siðleysinu sem þar
ríkir. Fjölskyldur sendiráðsmanna
eru sannarlega ekki öfundsverðar
af sínu hlutskipti, sem að miklu
leyti virðist vera að skipta um bú-
setu og skóla og reyna að finna
fótfestu aftur og aftur. Það er
hreint ótrúlegt til hvers er ætlast af
konurn og börnum þessara
manna. Konurnar til að mynda
eru í fullu starfi við að taka á móti
gestum, erlendum sem innlend-
um og hafa þá jafnvel búandi um
lengri og skemmri tíma inn á
heimilum sínum. Auk þess er ætl-
ast til að þær séu viðstaddar alls
kyns veisluhöld í nafni hjúskapar-
stöðu sinnar, en laun fá þær engin,
ég er hrædd um að engum karl-
manni væri boðið upp á slfkt.
í bókinni kemur skýrt frarn að
þetta líf hefur ekki átt við Hebu
sem brotnar niður á sál og líkama.
En þannig konu vill hinn metnað-
argjarni sendiherra Tómas Tómas-
son ekki eiga og hann hefur
greinilega aldrei látið sér detta í
hug að líðan konu hans gæti á ein-
hvern hátt tengst framkomu hans
við hana.
Saga Hebu jónsdóttur er í
grundvallaratriðum saga rnargra
kvenna og ég er viss um að þær
eru margar sem finna til skilnings
og samúðar þegar þær lesa bók-
ina. Heba á þakkir skilið fyrir
þessa ævisögu sína, sem að mínu
áliti er góður skerfur til þess að
vekja athygli á þeint órétti sem
konur eru beittar í nafni hjúskap-
arstöðu sinnar hvort heldur er af
eiginmanni sínum eða öðrum.
Ragnhildur Eggertsdóttir.
Eins manns kona.
áGviminningar Tove Engil-
berts
Skrásett hefur Jónína
Michaelsdóttir
Reykjavík 1989. ForlagiÓL
Þegar ég kom í Englaborg voru
blámálaðar hurðir.
— og kríuungi, uppáhald og
augasteinn.
Seinna var þar líka Gulldropinn.
Þótt upplifun mín í þessum ranni
væri sérkennileg, var hún samtím-
is það eölilegasta af öllu.
Enþaðfann égfyrst seinna. Þvíþá
var ég unglingur, svo ungur.
Og það fann ég ó svo sterkt þegar
ég las bókina „Eins rnanns kona“.
Þetta var upplifun ástarinnar. Því
sem skiptir máli. Ástarinnar.
Ó — Tove sem leyfir okkur öllum
að horfa þarna inn.
Ogjónína, sem tekst það ótrúlega,
Að gera okkur lesendunt kleift að
lifa í geislun Englaborgar. í geisl-
um ástar. Ástar Jóns og Tove Engil-
berts. Sent er svo sterk og stór og
göfug. Og þessvegna svo grátbros-
legt og smælki, þegar íslenzkar
borgarapöddur spyrja: en getur
þetta verið satt?? Er hægt að fórna
sér svona?? Er rétt að fórna sér
svona?? Hversu miklu á maður nú
annars að tíma að fórna??? En það
er svo gott að spurt skuli þannig;
því samtímis hljótum við öll, þess-
ar vannærðu vanmáttugu borgara-
pöddur að spyrja: en hvað er þá
fórn og hvenær er fórnað? Og
hvað er þá ástin? Hvað er ást?
Og þá hljótum við að sjá að hún
er svona. Hún var og er þarna. Hjá
listamanninum mikla í Englaborg
og elsku Tove hans.
Og afþví getum við kannski lært
að lofa henni að geisla í okkur. Og
sleppt því að spyrja í sífellu: Á
konan að fórna þessu? Á karlmað-
urinn.... að ...? Hver á að fórna
hverju? Og hvenær? Á? Á ég? Á
hún? Á hann? Núna?
Við fylgjum Tove langa, við-
buröarríka leið. Um lendur borg-
arlegs lífs fjölskyldu hennar í Dan-
mörku. Upplifum það fagra í
dönsku borgaramannlífi.
Agi, regla, blíða, rósir í garði...
hestar og vagnar, flesk og rjóma-
kökur.
Systkini svo góð og hlýir foreldrar.
Allt eins mikið á sínum stað og
unnt er. En þó allt svo mannlegt og
skemmtilegt. Stundum sorglegt.
En allt með reisn þess sem gerir
ætíð sitt bezta.
Og hún hittir Jón á málaraskól-
anum. Og eldurinn kviknar. Og
brennur öll árin.
Ár full af menningu — listafólki —
ferðalögum. íslandi þeirra tíma.
Danmörku, stríðinu — eftirstríðs-
tíminn, og Amy og Birgitta og
Gréta — augasteinn og uppáhald
og Gulldropi. Breyskleiki, von-
brigði, gleði. Og allskyns fólk sem
allt hefur blómstrað í návist Engla-
borgar. Ár þar sem eitt sigrar allt.
Og sigrar alltaf. Ástin.
Við megum vera þakklát. Þakklát
Forlaginu. Þakklát Jónínu Mich-
aelsdóttur sem hefur tekizt að
opna okkur Englaborg uppá gátt.
Þakklát okkar stóra listamanni
Jóni Engilberts. Fyrir neistana
hans alla. Fyrir blossann sem við
fáuni að eiga með honum.
Kríuungann. Elsku kríuungann.
Tove.
Nína Björk Árnadóttir.
Mamma fer á þing
Höfundur:
Steinunn Jóhannesdóttir
Útg. Norðurlandaráð 1989.
Bókin Mamma fer á þing, segir frá
stelpu sem á mömmu sem fór í
framboð (ekki fyrir Kvennalist-
ann) og var kosin á þing. Þess
vegna skapast hugsanir og vanga-
veltur hjá stelpunni um pólitík.
Stjórnmálamenn og stjórnmála-
konur geta tæpast verið án fjöl-
skyldu því þar fá þeir bakstuðning
en í bókinni er þessu gerð skil að
það sé samt stundum erfitt að vera
fjölskyldumaður (eða kona). Ég
persónulega hef svolitla reynslu í
þessuni efnum og finnst bókin að
vissu leyti trúverðug því ég veit að
vinnutími þingmanna (og kvenna)
er stundum ansi langur, frá 8 á
morgnana til 9 á kvöldin.
Þetta er skrítið, fyrst að það er
hvorki hægt að vera með fjöl-
skyldu en samt nauðsynlegt að
eiga fjölskyldu. — Hver á þá að
stjórna landinu?
Annars finnst mér bókin vera
langdregin á „köflum", sérstak-
lega kafli 8, og þar af leiðandi eru
þeir ekki skemmtilegir, mér finnst
yfir heildina vanta spennu.
I bókinni eru margar ljósmyndir
sem eru svo sem ágætar en koma í
veg fyrir að maður lifi sig inn í
bókina.
Helga Skúladóttir 10 ára.
39