Vera - 01.12.1990, Page 5

Vera - 01.12.1990, Page 5
SIGURBORG STEFÁNSDÓTTIR Forsíðu Veru að þessu sinni gerði listakonan Sigurborg Stefánsdóttir. Sigurborg er fædd 1959, hún stundaði nám hjá H. Cr. Höier, listmálara, í Kaup- mannahöfn og síðar í Skolen for Brugskunst í sömu borg og lauk þaðan prófi úr teikni- og grafíkdeild skól- ans vorið 1987. Sigurborg hefur haldið nokkrar sýningar á verkum sínum í Danmörku og sýnt bæði grafíkmyndir og mál- verk. Haustið 1989 flutti hún heim til íslands og hélt þá sína fyrstu málverkasýningu hér í Asmundarsal. Hún hefur unnið til verð- launa í ýmsum samkeppn- um í Danmörku m.a. Vegg- spjald fyrir félag danskra fasteignasala, nýtt merki fyr- ir Náttúruverndarsamtök Danmerkur, útlit á mjólkur- fernu og forsíðu á leikhús- blað. Síðastliðið sumar fékk hún styrk til námsdvalar í Bandaríkjunum frá Islensk- Ameríska félaginu. Sigurborg starfar nú sem stundakennari við Mynd- lista- og handíðaskóla Is- lands, jafnframt því sem hún vinnur að eigin myndlist. Breytingar á innheimtu Hér með tilkynna starfs- konur VERU breytingar á innheimtu. í stað gíróseðla til greiðslu fyrir áskrift höfum við nú sent rukkara heim til ykkar sem búið á höfuð- borgarsvæðinu. Þetta er nú reynt vegna slæmrar reynslu af gíróseðlum sem sumir hverjir voru greiddir seint, eða jafnvel ekki fyrr en bank- að var upp á. Við bendum á að skilvísar greiðslur skipta sköpum fyrir hag blaðsins. Við ítrekum að greiðslur með greiðslukortum eru ódýrari í innheimtu og því hagstæðari fyrir VERU. Þá er að nefna að okkur bráðvantar rukkara á þéttbýlissvæðum lands- byggðarinnar og yrðum mjög þakklátar ef dreifbýlis- konur gætu bent VERU á slíkan starfskraft. Og síðast en ekki síst - munið að til- kynna breytt heimilisfang ef þið flytjið. Síminn hjá VERU er 91-22188, opið frá 13-17, og símsvarinn opinn þess utan. Með kveðju, f.h. VERU VSV Örorku- og ellilífeyrisþegar. Frá og með næstu árarnót- um verður örorku- og elli- lífeyrisþegum veittur 25% afsláttur af áskriftargjaldi VERU. Gjörið svo vel og hringið á skrifstofuna í síma 22188 og látið vita ef þið hafið áhuga á að nýta ykkur þennan afslátt. Ritstjórn LESENDABREF Jólasálmur Palestínumanna Margir vita að Palestínu- menn búa í fjötrum ísraelsks hernáms. 1 dag blikar engin jólastjarna yfir Betlehem heldur stjarna hersveita. ísraelskir hermenn ganga þar um götur gráir fyrir járnum, varpa táragasi að óbreyttum borgurum og skjóta börn til bana. í grennd við Betlehem eru nokkrar flóttamannabúðir. Þar búa þúsundir manna bak við þrefaldar gaddavírsgirð- ingar undir eftirliti ísraelskra hermanna. Þessu fólki er bannað að búa á landi sínu og forfeðra sinna. Fólkið hef- ur engin borgararéttindi, engan kosningarétt, enga framtíð í sínu eigin landi. Aðrir palestínskir flótta- menn, sem búa í svipuðum búðum í Líbanon, búa við sífelldar loftárásir ísraelska hersins. Arið 1982 vörpuðu ísraelskar flugvélar napalrn- sprengjum á búðirnar og einnig sprengjum í gerfi leik- fanga, sem sprungu í hönd- um grunlausra barna. Þegar við syngjum um Betlehem og um barnið sem þar fæddist, minnumst þess að Frelsarinn var krossfestur þar fyrir að berjast gegn ranglæti. Minnumst hinna 150 barna, sem ísraelsher hefur myrt á s.l. þrem árum í Landinu helga í nafni falskenninga. Gleymum ekki þjáningum og neyð Palest- ínumanna. Réttum hinum þjáðu hjálparhönd! Elías Davíðsson Góð bók Elsku Vera. Við systurnar höfum nýlokið við að lesa bókina hennar Fríðu Sigurðardóttur, „Á meðan nóttin líður". Okkur langar til að koma því á framfæri að þetta er bók sem allar konur verða að lesa, hún er djúp, hún er vitur, hún er í einu orði sagt meiri- háttar. Hér er komin jóla- bókin, upplögð gjöf sem ætti að vera til á hverju heimili. Tvær á fimmtugsaldri Hver er munurinn? Fóstra á dagheimili var að tala urn jafnréttismál við börnin og benda þeim á að dálítill munur væri á hugs- unarhætti og atferli kynj- anna. Þá sagði einn lítill: - Ég veit hver mesti mun- urinn á strákum og stelpum er. Fóstran vildi ekki fara frekar út í þá sálma og skipti um umræðuefni. En strákur- inn varð að koma vitneskju sinni á framfæri og sagði með þunga: - En ég veit það. Þau eiga ekki eins hjól! 5

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.