Vera - 01.12.1990, Page 17

Vera - 01.12.1990, Page 17
ingin er hvort þetta sé ekki frekar vandamál karla en kvenna. Margt er gert til að reyna að leysa vandamálið. Menningarmálafull- trúi í litla bænum Pajala fékk stór- kostlega hugmynd fyrir nokkrum árum. Hann skipulagði pipar- sveinaviku í bænum með ýmsum uppákomum og skemmtunum. Þetta auglýsti hann í blöðum út um allan heim og bauð konum á hátíðahöldin. Margar konur bitu á agnið og það var skipulögð rútuferð frá Stokkhólmi þessa 1200 km leið upp til Pajala. En þegar rútan nálgaðist áfangastað fór það að kvisast meðal kvenn- anna að öll heimspressan biði komu þeirra. Meirihluta kvenn- anna sá sig því um hönd og yfir- gaf rútuna á næstsíðustu stoppu- stöð. En nokkrar konur fóru á leiðarenda og virtust skemmta sér vel og vitað er um eina breska sem kom aftur að ári liðnu. Af þessu sést að ýmsar aðferðir má nota til að stöðva óeðlilega byggðaröskun! Framtakssemi menningarmála- fulltrúans hefur verið rædd aftur á bak og áfram í Norðurbotni og sitt sýnist hverjum. En í fyrr- nefndri grein Kerstinar Gul- brandsen spyr hún hvenær kynja- röskunin verði pólitískt mál í þungaviktarflokki. „Hvenær verður það kosningamál í Pajala að þar eru bara 100 ógiftar konur á hverja 290 karlmenn? Hvenær Hann skipulagöi piparsveinaviku í bœnum meó ýmsum uppó- komum og skemmt- unum. Þetta auglýsti hann í blöðum út um allan heim og bauö konum á hátíðahöldin. Margar konur bitu á agnið og það var skipulögð rútuferð frá Stokkhólmi þessa 1200 km leið upp til Pajala. getum við sem hittumst á ráð- stefnum um konur í dreifbýli lagt fram vísindalegar rannsóknir um orsakir og afleiðingar kvenna- flóttans? Hvernær verða þessi mál tekin alvarlega? Hvenær ætla finnskir, danskir, norskir, íslensk- ir og sænskir karlar að skilja að konur eru NAUÐSYNLEGUR hluti samfélagsins og byrja að veita þeim FORGANG OG SÉR- MEÐFERÐ, þannig að þeim finn- ist þær vera einhvers virði, mikil- vægar, NAUÐSYNLEGAR? Já, afsakið að ég spyr, en hvenær ger- ist þetta?", skrifar Kerstin Gul- brandsen. BÁ Teikningar: Sigurborg Stefánsdóttir / VIÐ VIUUM NA SAMBANDIVIÐ ÍSLENSKAR SJÓMANNSKONUR! Það segja fjórir félagir í „Sam- tökum norskra sjómannskvenna" sem komu til Islands í tilefni ráðstefnunnar í Hveragerði. Þetta eru landssamtök sem voru stofn- uð árið 1953 fyrir tilstilli norska Sjómannasambandsins. í byrjun unnu konurnar almennt líknar- og góðgerðarstarf. En á síðari árum hefur starf sjómannskvenn- anna beinst meira að eigin hög- um. Nú berjast þær fyrir bætt- um kjörum sjómannsfjölskyldna, bæði fjárhagslega og félagslega og þær vinna að ýmsu sem teng- ist framtíð sjávarútvegs, svo sem umhverfismálum og byggðaþró- un. Samtök sjómannskvenna er lítið félag með stórt hlutverk. Það vinnur við hlið Sjómannasam- bandsins við að leysa vandamál sjómannsfjölskyldna. Fulltrúar kvennanna sitja fundi Sjómanna- sambandsins og hafa þar tillögu- rétt. Félagsstaða sjómannskvenna er um margt ólík stöðu annarra giftra kvenna. Þœr bera einar ábyrgð á börnum og búi langtímum saman. Konurnar fjórar sem komu til Hveragerðis heita Solfried Evens- sen, Gunda Nilsen, Turid Utvik og Randi M. Nilsen. Þetta eru hressilegar konur með báða fætur á jörðinni. Þær hafa unnið marg- vísleg störf um æfina og eru allar sjómannskonur, nema Randi sem er starfsmaður samtakanna. I samtökunum vinna þær óborgaða hugsjónavinnu. Þegar Solfried tók við formennsku fyrir nokkrum árum varð hún að hætta 17

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.