Vera - 01.12.1990, Síða 22

Vera - 01.12.1990, Síða 22
FEMINISKAR KOKUUPPSKRIFTIR JOLASMAKOKUR frá Kristínu Einarsdóttur, Reykjavík: „Frá því ég man eftir mér hefur smákökubakstur verið óaðskiljanlegur hluti jól- anna. Mamma bakaði alltaf margar smákökusortir fyrir jólin. Við systkinin vorum eins og gráir kettir í kringum hana til að fá að smakka kökurnar. Lyktin frá smáköku- bakstri hélt áfram að vera nauðsynleg til að jólin kæmu í húsið þegar ég fór sjálf að búa. En það reyndist stund- um erfitt að finna uppskriftir sem fljótlegt væri að baka, þar sem ég hef alltaf verið í þannig vinnu að mikið vinnuálag hefur verið í des- ember og ekki mikill tími fyrir skemmtilegheit eins og smákökubakstur. Smákökur varð þó að baka þótt aðeins væri tími fyrir eina sort. Það var fyrir nokkrum ár- um að vinkona mín gaf mér uppskrift að smákökum sem gerði það að verkum að síð- an hef ég fyrir hver jól bakað margar sortir af smákökum. Eg hef reynt að hafa ekki allt of hátt um uppskriftina þeg- ar fólk kemur í kaffi og dáist að öllum smákökusortunum hjá mér. En hér kemur hún: Grunndeig: 750 g hveiti 600 g smjörlíki 200 g sykur Þetta er hnoðað saman og sett í ísskáp í a.m.k. eina klukku- stund. Deiginu er síðan skipt í jafn marga parta og sort- irnar eiga að vera. Hæfilegt er að skipta einni uppskrift í fjóra hluta og fá t.d.: 1. Finnsk smábrauð: Rúlla deiginu í lengjur, u.þ.b. langatöng á þykkt og skera þær í 3 cm löng stykki. Pensla stykkin með hrærðu eggi og muldar möndlur og perlusykur sett ofaná. Bakað í 10-15 mín. 2. Súkkulaðikökur: Suðu- súkkulaði brytjað smátt og hnoðað saman við. Einnig er gott að setja rifinn appel- sínubörk með. Búnar til litlar kúlur sem settar eru á plöt- una og ýtt ofan á með gafli. Bakað í 8-10 mín. 3. Kókoskökur: Kókosmjöli hnoðað saman við. Búnar eru til kúlur sem eru flattar út t.d. með spaða eða skeið þegar þær eru komnar á plötuna. Penslað með eggi og perlusykur settur ofan á. Bakað í 8 mín. 4. Hnetukúlur: Valhnetu- kjarnar hakkaðir og hnoð- aðir saman við. Búnar til kúlur. Bakað í 8 mín. - Allt er bakað við 200 gráður. Eins og þið sjáið eru möguleikarnir margir og um að gera að nota hugmynda- flugið. Gangi ykkur vel." KÚRENNUKÖKUR MEÐ KÓKOSMJÖLI sem bregðast aldrei, frá Ragnheiði Kristjánsdóttur á Egilsstöðum: 180 gr hveiti (3 dl) 1/2 tsk sódaduft 30 gr kókosmjöl (1 dl) 100 gr smjör/smjörlíki 100 gr sykur (1 dl + 1 msk) 1 msk síróp 1/2 egg eða 1 lítið 1 dl kúrennur, eða: saxaðar rúsínur, súkkat eða súkkulaði Ofninn er hitaður í 200 gráður. Hveiti og sódaduft sigtað saman, kókosmjöl sett saman við. Smjörlíki blandað í með hníf. Sykur og kúrenn- ur settar út í. Vætt í með sírópi og eggi. Hnoðað fljótt saman og kælt, mótað í fing- urþykkar lengjur, skornar í litla bita og mótaðar í kúlur sem er raðað á smurða plötu. Að lokum er þrýst á kök- urnar með breiðu hnífsblaði. Platan er höfð í miðjum ofni og kökurnar eru bakaðar í 7-10 mínútur. Ragnheiður segir að þetta séu „ofsalega góðar" kökur. FRUMSAMIN MARSIPANOSTAKAKA frá Eddu Antonsdóttur í Vík: 1 b eplakökurasp 3 b súkkulaðispænir 100 gr mjúkt smjör 600 gr hreinn rjómaostur 1 1/2 b flórsykur 4 msk amaretto-möndlu líkjör 2 b þeyttur rjómi (tæpl. peli) Pæform (bökuform) sem er 24-5 cm í þvermál er smurt með smjöri. Eplaköku- raspi, súkkulaðispænum og smjöri er blandað saman og þrýst í botninn og upp með börmum. Kælt í 1 klst. Rjómaosti hrært saman við flórsykur og líkjör bætt út í, hrært vel, því næst er þeytt- um rjóma bætt í. Þessu er hellt í formið og látið stífna í nokkrar klukkustundir í ís- skáp. Má frysta. HLAÐVARPINN Konur, muniö áskorun Veru BUDDUR ALLRA KVENNA SAMEINIST Lítum fyrst á listmarkaö Hlaðvarpans þegar okkur vantar gjöf. Yfir 100 konur eiga þar listmuni í umboössölu. HLAÐVARPINN, Vesturgötu 3. Opið virka daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-16. 22

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.