Vera - 01.12.1990, Side 24

Vera - 01.12.1990, Side 24
Halldóra Bjarnadóttir (1873-1891) KVENNABLAÐIÐ Hlín, Arsrit sambands norð- lenskra kvenna, kom út árlega frá 1917 til 1961, að tveimur árum undanskildum. Upplag- ið komst upp í sex þúsund og Hlín var „ódýrasta" bókin á markaðnum. Árið 1967 var sérstakt afmælisrit gefið út, „Eftirhreytur". Frá árinu 1922 var nafni blaðsins breytt í Hlín, Ársrit íslenskra kvenna. Halldóra Bjarnadóttir sá frá upphafi um útgáfu og rit- stjórn blaðsins og gaf það út á eigin kostnað. Leit Halldóra svo á að ritið væri dálítill skerfur til þjóðarinnar vegna þess styrks sem hún naut af almennafé til starfsemi sinnar fyrir heimilisiðnaðinn en hún var „ráðunautur almennings í heimilisiðnaði" frá 1924-1957. Halldóra gerir grein fyrir nafni blaðsins í ævisögu sinni: „Nafn sitt hlaut Hlín eftir þeirri ásynju, sem Frigg, kona Oðins, setti til gæzlu yfir þeim mönnum, sem hún vildi forða við háska nokkrum. Það er göfugt hlutverk og kvenlegt." Hlutverk blaðsins var fyrst og fremst að forða íslendingum frá þeim háska sem Halldóra taldi að fylgdi hnignun heim- ilisiðnaðarins. Ávarpsorð Hlínar 1917 er ljóð eftir Huldu. En í ritinu er efni eftir konur og karla um málefni „sem konur varða ... og yfirleitt allt það, sem á einn eða annan hátt hefur getað stutt að eflingu heimilanna, aukinni þjóðrækniskennd." (Ævisagan bls. 160.) I Hlín má sjá ljóð eftir konur, smásögur og minningar. Blaðið birtir skýrslur frá félögum innan Sambandsins, minningagrein- ar um konur og pistla m.a. um störf kvenna í Kína og á Suðurhafseyjum. Hlín fylgd- ist náið með íslenskum kon- um í Vesturheimi og félaga- samtökum þeirra og nokkrar greinar eru um jafnréttismál íslenskra kvenna. Hlín birtir fréttir frá Alþingi um málefni sem konur varða, bendir á góðar bækur og ýmislegt fleira. Aðalþættir Hlínar eru þó garðyrkja, heilbrigðis- og uppeldismál og síðast en ekki síst: Heimilisiðnaður. Hlín gaf út „íslenska uppdrætti til að vefa, sauma og prjóna eftir" og Vefnaðarbók Sigrúnar P. Blöndal fylgdi Hlín ókeypis í mörg ár (ýmist ein eða tvær arkir árlega). Árið 1948 gaf Hlín Vefnaðarbókina út í heild og árið 1951 kom út barnabók Hlínar. Hlín efndi nokkrum sinnum til verðlaunasam- keppni, t.d. um íslensk hús- gögn og „beztu karlmanna- sokkana". Árið 1919 birtir Hlín erindi sem Kristín Matthíasdóttir flutti á kvennafundi á Akur- eyri um hugmyndir Charlotte Perkins Gilman um fyrir- komulag heimilanna. Gilman er þekktur amerískur femín- isti og skrifaði m.a. bók um konur og hagfræði (1898) og nokkrar skáldsögur, t. d. The Yellow Wallpaper og Her- story. Gilman er ekki síður þekkt fyrir hugmyndir sínar um hið eldhúslausa heimili, en hún vildi gerbreyta heimil- isfyrirkomulaginu til að það samsvaraði tilgangi sínum. Hún taldi að heimilið eins og það var þá (og er enn?) hefði óheppileg áhrif á sálarþroska konunnar og karlmannsins þar af leiðandi. Gilman segir það hugarburð einn að allt heimaunnið sé best og vill að sem flest sé gert utan heimilis. Hún heldur því fram að heimilin séu langt frá þeirri háleitu hugmynd sem gerð er um þau. Allir fjölskyldumeð- limir verði að hafa afdrep og húsmóðirin hafi hvorki tíma til að sinna börnum né sjálfri sér vegna heimilisstarfa. Gilman segir að eyðslusemi sé í því fólgin að hafa svona mörg smáheimili hvert með sinni eldamennsku. Og Kristín spyr í nafni Gilman: „Er ekki kominn tími til þess, að heimilin losni við þessa vinnu, sem alls ekki á þar heima lengur? ... Og er ekki kominn tími til þess að barna- uppeldinu sje sá sómi sýndur, sem ætti að vera?" Kenningar Gilmans eru róttækar í dag, hvað þá norður á Akureyri árið 1919 þegar Kristín segir þar frá hugmyndum hennar og tekur undir þær. Engin viðbrögð virðast hafa orðið hjá lesendum Hlínar við þessari grein en annað erindi um „Eðli og hlutverk kvenna" olli ritdeilum nokkrum árum síðar. Sigrún P. Blöndal, skóla- stýra Húsmæðraskólans á Hallormsstað, flutti það er- indi á bændanámskeiði á Egilsstöðum 1926. Þar varar hún við þeim ófögnuði sem „kvenfrelsishreyfingin hefir leitt yfir löndin: konur klippa af sjer hárið, ríða í hnakk og ganga á brókum. Ungar stúlk- ur þyrpast í búðir, að síma og á skrifstofur, ... en heimilin standa höndum uppi vegna fólksleysis." Sigrún leggur áherslu á eðlishvöt kvenna sem hún telur vera í nánara sambandi við tilfinningalífið en skynsemina. Eðlishvötin er, að Sigrúnar sögn, styrkur konunnar og veikleiki. „Hún er andstaða rökrjettrar dóm- greindar, og sennilega fjar- Iægjast menn eðlishvötina að sama skapi sem vitsmunirnir þroskast." Sigrún leggur á- herslu á að það sem hefur ver- ið talinn „kvenlegur verka- hringur" þarfnist fyrst og fremst þeirra eiginleika, sem eru einkenni eðlishvatarinnar. Konum sé því fyrir bestu að ráða sig í vist þar sem þær geta undirbúið sig undir lífsstarf sitt sem móðir og húsmóðir. „Vel getur verið að jafnrjettið eigi eftir að leiða einhverja blessun yfir þjóð- fjelögin. En það gerir það ekki fyr en konur hætta að apa eftir körlum, fyr en þær mentast og þroskast í samræmi við eðli sitt. Þegar þær sinna aðeins 24

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.