Vera - 01.12.1990, Side 29

Vera - 01.12.1990, Side 29
Undanfarin ár hafa viðhorf til líkams- og heilsuræktar breyst mjög mikið. Flestir gera sér grein fyrir því að hreyfing er holl og góð og það þykir ekki lengur sérviska að borða léttan og hollan mat. Sífellt fleiri konur leggja stund á ein- hvers konar líkamsrækt fyrir utan hinar hefðbundnu íþrótt- ir. Aðsókn að sundstöðum hefur sjaldan verið meiri og æ fleiri sækja reglulega tíma í ýmsum líkamsræktarhúsum. Nú þykir almennt mjög já- kvætt að stunda einhvers kon- ar íþróttir. Fólk kemst að raun um að hreyfingin eykur vel- líðan og það fær frísklegt útlit. Þrátt fyrir þetta heyrist oft neikvætt viðhorf sem er á þá leið að þetta sé tískusveifla, háð verslun og markaðslög- málum eins og aðrar slíkar. Myndir: Anna Fjóla Gísladóttir AUKIN HREYFING band, sagði Hafdís, og allt þetta hjálpar til við að mynda jákvætt og gott andrúmsloft í Kramhúsinu. Kennarar falla vel inn í og útlendum gesta- kennurum hefur orðið tíðrætt um orkuna og jákvæða strauma. Allskonar fólk, með margskonar útlit og allsstaðar að, notfærir sér það sem húsið býður upp á. Langfjölmennustu hóp- arnir eru í leikfiminni, sem samanstendur af dansi og teygjum, og í afró-samba tímum. Dans- og leiksmiðjan er líka mjög vinsæl og þar er mikil orka á ferðinni, sagði Hafdís. Tilraunaleiklistarhóp- ar fást þar við líkamlega tján- ingu, raddþjálfun og texta- meðferð. Börnunum er vel sinnt í Kramhúsinu, nokkrir nýútskrifaðir leikarar kenna MEIRA SJÁLFSTRAUST Það sé einungis hægt að taka þátt í hóptímum í líkams- ræktarhúsum ef fólk er grannt og helst með fyrirsætuútlit og þar að auki í dýrum og glæsi- legum íþróttafatnaði. Það er reyndar staðreynd að margar ungar stúlkur eyða miklum tíma og orku í að losna við svo og svo marga sentimetra utan af sér og oft í þeim eina tilgangi að eiga auðveldara með að ná sér í maka. Þetta er hugarfar sem er haldið að ungu fólki í gegnum skilaboð glansmynda og yfirborðs- mennsku og er hér um mikla afturför að ræða í samfélag- inu. Sem betur fer eru konur almennt ekki gegnsýrðar af því ofangreinda viðhorfi að Ííta á sig sem hlut eða viðfang. Margar konur hafa upp- götvað að hreyfing og heilsu- rækt geta gefið aukið sjálfs- traust og sjálfsvirðingu auk orku til að takast á við til- veruna. Þetta gerist ekki síst með því að uppgötva að við getum sjálfar ráðið útliti okkar og líðan, rétt úr bakinu og fengið tilfinningu fyrir líkamanum. í Kramhúsinu, sem er dans- og leiksmiðja í Reykjavík, er lögð mikil áhersla á jákvæðar hliðar líkamsræktar og þar hafa margar konur tileinkað sér nýtt lífsviðhorf. I samtali við Hafdísi Arnadóttur, ann- an eigandann og kennara í Kramhúsinu, kom meðal ann- ars fram að þar getur fólk öðlast áðurnefnda meðvitund um líkamlegt ástand sitt. Ásamt réttri öndun miðar leikfimin meðal annars að því að leiðrétta ýmislegt í líkams- beitingu og fólk fer að ráða betur við líkamlega erfiðleika og álagssjúkdóma, til dæmis vöðvabólgu, bakverk, þreytu, stirðleika, streitu og þung- lyndi. Hafdís sagði ennfremur að mjög stór þáttur þess árang- urs sem næst er orkan sem kemur frá því að dansa með öðru fólki. Tónlistin og dans- inn gefa samband við innri kraft sem ekki er aðgangur að í daglegu streði og hjálpar við að leysa allskyns vandamál sem virðast oft vera óyfirstíg- anleg. I leikfimitímunum er dansinn alltaf notaður sem upphitun fyrir teygjuæfingar (stundum er reyndar svo mikið fjör að það er dansað allan tímann). Meðal dansa má nefna suðræna sömbu, frumstæða afríska dansa og rytmahreyfingar, þjóðdansa, til dæmis gríska, argentínskan tangó, ameríska söngleikja- dansa, stepp og marga fleiri. Dansinn, tónlistin, öndun- in og nálægðin við hópinn gefa fólki mikilvægt jarðsam- þeim litlu leikrænan spuna og dans og þau eldri geta farið í leiklist fyrir börn og unglinga þar sem jafnvel eru sett upp lítil leikrit. I vetur bættist svo við tónlistar- og söngsmiðja fyrir börn, í umsjón tveggja óperusöngkvenna. Þá eru ónefndir danstímarnir þar sem ballettdansarar kenna nútímadans og jazzdans en í þá sækir ungt fólk sér- staklega. í viðbót við þetta er boðið upp á allskyns stutt námskeið, til dæmis í tangó, steppi, kínversku taichi og fleiru, að ógleymdum sumar- námskeiðum fyrir kennara og fóstrur. Margar konur koma í Kramhúsið til þess að losa um andlega streitu og fá þar mikla hjálp í gegnum hreyf- inguna en ekki síður frá félagsskapnum og jákvæðu andrúmslofti. Það eru margar konur sem hafa með aukinni líkamsrækt öðlast aukna hreysti og betra útlit sem leiðir til meiri sjálfsvirðingar sem svo aftur gerir þær sjálf- stæðari og betur í stakk búnar fyrir átök daganna. HÓ 29

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.