Vera - 01.12.1990, Qupperneq 32
MANNBÆTANDILEIKHÚS
Leikfélag Reykjavíkur:
Ég er hœttur! Farinn!
Er ekki meö í svona
asnalegu leikriti.
Höfundur: Guörún Kristín
Magnúsdóttir
Leiksfjórn: Guöjón
Pedersen
Dramatúrg: Hafliöi
Arngrímsson
Leikmynd og búningar:
Grétar Reynisson
Lýsing: Egill Árnason,
Grétar Reynisson,
Guöjón P. Pedersen
Áhrifahljóö: Jóhann G.
Jóhannsson
Ég er hættur! Farinn! Er ekki
með í svona asnalegu Ieikriti
er skemmtileg, einlæg, falleg
og fjörmikil sýning. Hér fáum
við öðruvísi leikhús en hið
venjulega eða hefðbundna.
Okkur eru sýndar myndir,
stutt atriði, sem eru ekki endi-
lega í tímaröð. Textinn sem
leikararnir flytja er aðeins einn
hlutinn og til þess að búa til
heildstæða sýningu eru óend-
anlegir möguleikar leikhúss-
ins nýttir. Sviðsmyndin, bún-
ingar, lýsing, tónlist og leik-
hljóð er notað þannig að það
minnir oft á kvikmynd (sem er
oft sögð vera framlenging á
leikhúsinu). Ég er hættur! Far-
inn! er með öðrum orðum
sérstaklega myndræn sýning
sem söngur og dans gæða svo
enn meira lífi.
Höfundur handritsins,
Guðrún Kristín, fékk fyrir það
fyrstu verðlaun í leikritasam-
keppni L.R. Frumlegar að-
ferðir til að sýna samskipti
kynjanna og mjög sterkur,
kvenlegur undirtónn er eitt af
því sem gerir leikritið svo
heillandi og kemur skýrt fram
þó að Guðrún hafi endur-
skrifað mikið af textanum í
samvinnu við leikstjóra,
dramatúrg og leikmynda-
hönnuð. Guðjón, Hafliði og
Grétar hafa unnið saman áður
að eftirminnilegum sýningum
(Stór og smár í Þjóðleikhúsinu
og Oþelló í Nemendaleikhús-
inu) og þar mátti einnig sjá
frumlegheitin, fjörið og kraft-
inn sem býr í Ég er hættur!
Farinn! Nokkur atriði í sýn-
ingunni eru reyndar dálítið
Iangsótt og jafnvel langdregin
en það kemur ekki að sök.
I sýningunni er sífellt verið
að koma okkur á óvart með
atriðum sem eru á mörkum
hins ómögulega; eru hrein-
ræktuð úr fáránleikaleikhús-
inu. Þar má nefna óróann,
32