Vera - 01.12.1990, Qupperneq 34

Vera - 01.12.1990, Qupperneq 34
MEÐAN NÓTTIN LÍÐUR Höfundur: Fríöa Á. Sigurðardóttir Útgefandi: Forlagiö 1990 Að minnsta kosti helmingur allra íslendinga kvað ganga með skáldadrauma í magan- um. í þessari sögu er það öðr- um fremur Katrín Sunneva, hún ætlaði að verða mikill rithöfundur. Hún gekk lengra en margur annar, fór til útlanda til að skrifa en þegar skáldsagan sem varð til á tveim árum reyndist andvana fædd jarðaði hún þennan draum og gekk annarri gyðju á hönd. Hún leiddist út í aug- lýsingamennsku þar sem sköpunargáfan fékk útrás og hún hlaut hrós fyrir hæfileika og hugmyndaauðgi. Hún varð sannkallaður uppi og það talsvert kaldlyndur. Hún giftist vel á þann mælikvarða en það hjónaband fór út um þúfur. Sara var afleiðing sam- bandsins. Nína heldur að hún sé með allt sitt á þurru, hún er sjálf- stæð og öðrum óháð, veit hvað hún vill og stefnir að því. Heldur hún. Hún þykist vita hver hún er og hvað. Hún stendur ein af því að hún hefur kosið sér það hlutskipti. Hún vanrækir fjölskylduna (móður og systkini) algjörlega og aðra sér nákomna, eins og Andrés og Söru, tilfinninga- lega. Þegar móðir Nínu liggur banaleguna er henni att að rúmi gömlu konunnar til að fylgjast með lífi hennar fjara endanlega út. Við yfirsetuna endurlífgast kæfður draum- urinn og Nína dregur fram skriffæri. Hún lætur hugann reika um pappírinn, rifjar upp kynni sín af dauðvona kon- unni, systrum hennar og for- mæðrum. Hún fer aftur um fjóra ættliði, aftur til langa- langömmu sinnar og nöfnu, Sunnevu. Hún stekkur fram og aftur í tíma og drepur penna niður í fortíðinni sem hún málar á blaðið hjá sér. Og það eru sannarlega litríkar 34 teikningar, ma. af eyðilegri vík og svörtum hamraveggj- um. Hún er að drepa tímann og kannski að hrekja burt ein- semd næturinnar með því að kalla fram á pappírinn ættina sína og upphaf sjálfrar sín. Fortíðin sem hún hefur haft nasasjón af í bernsku er djúp og dimm, illskiljanleg og þar af leiðandi illútskýranleg. Þessar nætur sem hún vakir þarna nánast ein með sjálfri sér, rennur e.t.v. upp fyrir henni að til að þekkja, skilja og vera sátt við sjálfa sig verð- ur hún að þekkja uppruna sinn. Og undangengnir ætt- liðirnir fjórir, sem hún kafar ofan í þessar einverustundir, spanna langt og óljóst tímabil, tímabil mikilla og dularfullra atburða. Konur bera uppi myndina sem Nína dregur upp, Sunneva-Sólveig-Katrín- Þórdís, konur sem þorðu að taka ákvarðanir en lifðu ekki neinu sældarlífi. Líf þeirra var ekki í neinum draumhilling- um. Hvernig fellur Nína inn í þessa mynd, hvernig sam- samast hún þessu ættartré? Og hvert verður hlutverk Söru, dóttur hennar, sem trúir á fortíðina? Sunneva bjó í sveit, vestur á fjörðum, með Stefáni. Eng- inn vissi hvaðan hún kom, hún var kona með dularfulla fortíð. En hún var duglegur vinnuþjarkur og fólkið í sveit- inni sættist á hana þó að það grunaði hana jafnvel um að vera norn. Sunneva eignaðist sjalið sem fór síðan á milli kvenna ættbogans. Sjalið, arf- inn, sem e.t.v. hafði það hlut- verk að vera eigendum sínum skjól í tilfinningalegu róti. Nema það hafi kallað ógæfu yfir konurnar, allar upplifðu þær, Sunneva-Sólveig-Katrín- Þórdís, harmleiki í einka- lífinu. I stað Þórdísar hefði María, systir hennar, átt að eignast sjalið en Sunneva vitraðist Katrínu í draumi og sagði henni að senda Þórdísi strax. Hverjar eru afleiðing- arnar fyrir Maríu? María dvel- ur áratugum saman í útlöndum, sjálfstæð og sjálfri sér næg en sér hjónalíf sem danskan róman. Hefði líf hennar sem eiganda sjalsins orðið annað? Nína eignaðist sjalið í stað Mörtu sem var eldri en Nína og kærði sig ekki um það. Hún hafnaði því og þeim gildum sem það stóð fyrir. Hún vildi standa ein og óstudd, hún þurfti ekki á neinum ættlegg að halda. Henni þótti sjalið ljótt og gam- aldags. Hún skipti við versl- anir sem buðu vöru að hennar smekk. Hún hafði efni á slíkum munaði, hvað átti hún þá að gera við gamalt sjal sem margar konur höfðu átt og notað á undan henni? Fortíðin er liðin og nútíðin er í brennidepli. Það er núið sem gildir og engin tilfinn- ingakreppa fylgjandi því. En sem næturnar líða sér hún í návist dauðans að núið byggir á þáinu, uppruninn skiptir máli. Hvernig hún á svo eftir að vinna úr niðurstöðunum er ekki gott að vita. Hún verður að saltstólpa af því að hún leit aftur til fortíðarinnar. En felst ekki í upphafserindi bókar- innar mikil von, að henni muni takast að bræða utan af sér álögin? Bygging sögunnar er flók- in. Nína segir frá, stundum í fyrstu persónu, stundum í þriðju. Mér virðist hún helst tala um sjálfa sig í 3. persónu þegar atburðirnir eru í nokk- urri fjarlægð, þegar hún sjálf samlagast ættinni. Sem barn og unglingur var hún nefni- lega hluti hennar og vildi vita, var forvitin, spurul, en Þórdís sinnti oft ekki fróðleiksfýsn- inni. Nútíma-Nínan er í 1. persónu. Þegar skáldadraum- urinn rætist ekki hættir hún að forvitnast um hið liðna, enda tengist órjúfanlega þráin að vita og þráin að segja frá. Kynjahlutverk eru hér með nýstárlegum hætti. Kon- ur eru í sögumiðju en karlar á jöðrum. Karlarnir koma mest við sögu sem kynverur og til uppfyllingar. Andrés er elsk- hugi Nínu og þjónar þeim tilgangi einum að fullnægja kynhvöt hennar - í hennar eigin augum. Umhyggju hans og væntumþykju fúlsar hún við, hugsanlega vegna þeirrar beisku reynslu að elska rangan mann á röngum tíma. Lokakveðjan við Arnar var ekki átakalaus. Þess vegna er Andrés góður í hóflegri fjar- lægð sem Nína ákveður. Guð- jóni tók hún ekki af ást heldur kaldri hagsýni. Jakob hefur um sig kynhjúp, þ.e. hann skiptir fyrst og fremst máli sem karlmaður og duggar- arnir í leyndarlífi Sunnevu hafa kynhlutverk með hönd- um. Hver ætli hafi getið við henni dótturina Sólveigu? Sagan er brotakennd og sundurlaus, hálft um hálft eins og gestaþraut. Lesandi er framan af svolítið utangátta en myndin skýrist þegar á líður. Eg þakkaði mínum sæla fyrir ættartréð aftast, annars hefði ég rammvillst í þessum frumskógi kynslóðanna. En við lesturinn reynir á athygl- isgáfuna, maður verður að hafa fyrir að meðtaka söguna. Mér finnst kápan falleg og hæfa vel innihaldinu, hún er vitnisburður um þá hringiðu sem Nína sogast inn í. Tvær ljótar málvillur stungu mig í augu en annars er ekkert út á frágang bókarinnar að setja. Berglind Steinsdóttir VER/

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.