Vera


Vera - 01.10.1998, Qupperneq 15

Vera - 01.10.1998, Qupperneq 15
hvers konar söfnunarárátta? Eða kannski sitt lítið af hverju? Einhvern æðri tilgang virðast þessi skrif alla vega hafa því margir sálfræðingar hvetja þá sem til þeirra sækja til að fara að skrifa dagbók og einn liðurinn í meðferð alkóhólista og annarra fíkla felst í því að skrifa dagbók samviskusamlega á hverju kvöldi, að minnsta kosti fyrsta árið. Til að forvitnast nánar um sálfræðilegt gildi þess að skrifa dagbók leituðum við til Bald- vins. H. Steindórssonar sálfræðings og spurðum hann hvaða tilgangi þessi skrif þjóna. BHS: „Það að skrifa dagbók er einfaldasta leiðin til að halda utan um líf sitt. Það sem háir mörgum sem eiga í vandræðum með sjálfa sig mest er agaleysi og óreiða, sem valda því að einföldustu hlutir eru drjúgir við að koma okkur í vandræði. Dagbókin er lið- ur í nokkurs konar kerfi þar sem fólk setur sér markmið, hefur yfirsýn yfir verkefni og setur þeim stað í tíma og rúmi.“ Blm: Þú ert að tala um svona dagbók einsog bisnessmenn halda til að lenda ekki í því að lofa sér á marga staði á sama tíma og svoleiðis. Ég er að tala um gömlu góðu dagbókina, þar sem við segjum „Kæra dagbók! IVIér líður hræðilega í dag, o.s.frv." Hafa slík skrif ekkert gildi í með- ferð? BHS: „Já, sú dagbók. Ég misskildi þig. Því miður held ég að þeim sem halda svona hefðbundna dagbók hafi fækkað mikið. En það eru gömul sannindi að það er hollt að stunda sjálfsskoðun og ég ráðlegg oft þeim sem til mín koma að skrifa niður hugsanir sínar, gera markvissa vettvangskönnun í lífi sínu og reyna að sjá út frá því hverju vanlíð- an þeirra og vandamál tengjast. Stundum læt ég fólk líka skrifa dagþók aftur í tímann, þ.e. skrifa sig afturábak inn í fortíðina og skoða sjálft sig út frá henni. En þá erum við auðvitað ekki að tala um dagþók í hefð- bundnum skilningi." Blm: En hvers vegna að skrifa? Er ekki al- veg nóg að tala um hlutina? BHS: „Það er miklu auðveldara að halda utan um hugsunina ef þú skrifar hana niður og það veitir meira aðhald. Það er líka miklu erfiðara að vera óheiðarlegur við sjálfan sig þegar þú skrifar hlutina niður, alveg einsog það er erfiðara að vera óheiðarlegur í bréfi til einhvers heldur en í samtali, nema auðvitað að þú skrifir bréfið með þeim ásetningi.“ Blm: Er dagbókin þá nokkurs konar bréf til sjálfs þín? BHS: „Já, bréf til sjálfs þín, sjálfsspeglun sem veitir svipað aðhald og það að stunda daglega íhugun. Að skrifa dagbók kostar jafnframt ástundun en slík ástundun er okk- ur oft býsna erfið. Að biðja fólk um að skrifa dagbók er tilraun til að fá það til að vinna með sjálft sig í samhengi og þú sérð það ef þú skoðar ýmsar þækur um það hvernig ná megi árangri ( lifinu að þar er oftast lögð áhersla á gildi þess að skrifa dagbók. Ekki bara til að spegla sjálfan sig heldur sem út- tekt og fókussering á þá hluti sem viðkom- andi hefur sett sér að byrja að ástunda. Dagbókarskrifin hjálpa til við að viðhalda viljanum til að ná settum markmiðum og varða leiðina að þeim. Þú manst hvernig Þórbergur lýsir því hvernig hann fór að því að reyna að aga sjálfan sig. Það er að miklu leyti það sem þetta snýst um.“ Blm: En bæði ég sjálf og flestir sem ég þekki til nota dagbækur yfirleytt sem svona grátöxl, skrifa aldrei nema þegar þeim líð- ur illa og eru að springa. Hefur það ekkert gildi? BHS: „Vissulega. Það hefur mjög mikið gildi. I einu ríki í Suður-Ameríku er börnum gefin askja full af agnarlitlum brúðum til að hafa hjá sér í rúminu á kvöldin og þau eru hvött til þess að segja hverri og einni brúðu frá því sem er að angra þau á hverjum tíma áður en þau fara að sofa. Það er þetta með lögmál- ið um að létta á sér. Þetta getur skipt sköp- um fyrir líðan Þarnanna, bæði á meðan þau eru lítil og tala við brúðurnar og eins þegar þau eru orðin fullorðin því þá hafa þau þró- að með sér þá hefð að segja jafnóðum frá því sem amar að. Það er mjög algengt að fólk setjist við skriftir þegar það er í einhverri krísu og það dugar því vel að losa um með því að treysta pappírnum fyrir vandamálum sínum. Það fylgir því alltaf hreinsun og hug- arléttir að tjá það sem er að brjótast um í manni og oft á fólk erfitt með að treysta öðr- um eða að koma sér að því að ræða um hlutina og þá grípur það til pennans, sem betur fer.“ Blm: Það er nefnilega það. Þakka þér fyrir spjallið, Baldvin. Og þið stelpur, upp með pennana! Bridget Jones má fara að passa sig! ■ b æ k u r íslensk kvennasaga Nýlega kom út á vegum Kvennasögusafns íslands bókin Ártöl og átangar í sögu íslenskra kvenna. Uppistaða bókarinnar er rit sem Anna Sigurðardóttir, stofnandi Kvennasögusafnsins, gaf út árið 1976 og miðaði við árabilið 1746 til 1975. Guðrún Dís Jónatansdóttir sá um að færa bókina til nútímans og fara lengra aftur í tímann. Henni til halds og trausts var Erla Hulda Halldórsdóttir, forstöðukona Kvennasögusafnsins. í bókinni er mikið af upplýsingum um merka áfanga í sögu íslenskra kvenna og fróðleikur um konurnar sem þar komu við sögu. Af kaflaheitum má sjá að víða er komið við, en bókin skiptist í eftirfarandi kafla: Brautryðjendur, Skólar og menntun, Störf og embætti, Listir og menning, íþróttir, Samtök og félög, Blöð og tímarit, Merkir atburðir og Lög og reglugerðir. Þessi bók er nauðsynleg lesning fyrir fólk sem vill skilja samhengi sögunnar og mikilvægi áframhaldandi jafnréttisbaráttu. Ártöl og áfangar í sögu íslenskva kvenna Kvcnnasftgusof.n (slands 15

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.