Vera


Vera - 01.10.1998, Qupperneq 29

Vera - 01.10.1998, Qupperneq 29
Vann í Kvenlögreglunni í 16 - rætt við Guðlaugu Sverrisdóttur, elstu starfandi lögreglukonuna. Guðlaug Sverrisdóttir, varðstjóri hjá Lögreglunni í Reykjavík, hefur lengstan starfsaldur lögreglukvenna. Hún hóf störf í lögreglunni fyrir 40 árum, eða 1 .ágúst 1958. í upphafi starfaði hún í sérstakri deild, Kvenlögreglunni í Reykjavík. Deildin starfaði þó náið með almennu lögreglunni og Rannsókn- arlögrunni í Reykjavík. Með Guðlaugu störfuðu alltaf tvær til þrjár konur í deildinni. Þær voru óeinkennisklæddir lögreglustarfsmenn og sinntu fyrst og fremst félagslegum þáttum. Hluti þess var að sinna störfum með almennu lögreglunni á kvöldin, á nóttunni og um helgar, til dæmis við eftirlit á dans- stöðum og með útivist barna og lausnir vandamála á heimilum. Guðlaug lauk prófi frá Lögregluskóla ríkisins árið 1976. Áður en hún hóf störf í kven- lögreglunni starfaði hún við barnaheimilið Drafnarborg. „Ég sótti um starf I lögreglunni fyrir áeggjan Sigriðar Sumarliðadóttur lögreglukonu, „segir Guðlaug í samtali við Veru. „Kvenlögreglan í Reykjavík var endurreist árið 1953, undir stjórn Vilhelmínu Þorvalds- dóttur, en hafði starfað tímabundið á fimmta áratugnum. Síðar komu þær Erla Guðjónsdóttir og Sigríður til starfa og svo Auður Eir Vilhjálms- dóttir. Við störfuðum allar sem lögreglukonur, en fleiri störfuðu í deild- inni - María Þorgeirsdóttir, Hildigunnur Ólafsdóttir og Ásta Ragnarsdótt- ir. Samstarfið var alltaf gott og þegar ég lít til baka finnst mér Kvenlög- reglan í Reykjavík hafa unnið afar merkilegt starf.“ Árið 1974 var starfi deildarinnar breytt. Þá klæddust lögreglukonur einkennisbúningum og tóku þátt í almennri löggæslu. Guðlaug varð því varðstjóri árið 1976, fyrst kvenna. Hærri stöður hafa konur innan lög- reglunnar ekki komist í. Skipulagið breyttist aftur og starf lögreglu- kvennanna var sameinað almennu lögreglunni. Síðan þá hafa fleiri kon- ur gegnt varðstjórastöðu, en þær eru nú þrjár. Guðlaug segir að ýmis- legt hafi breyst í áranna rás. Á sínum tíma þótti það heldur djarft að kona gengi í lögregluna. Aðspurð um viðhorf borgaranna til lögreglu- kvenna fyrir 40 árum segir hún að þau hafi almennt verið jákvæð. „Ég varð heldur aldrei vör við annað hjá karlkyns starfsfélögunum. í ákveðnum málum sem lögreglan hefur afskipti af er jafnvel nauðsynlegt að hafa konur í starfi. Þar má nefna mál sem snerta konur og börn,“ segir Guðlaug. Guðlaug segir til bóta að stefna að fjölgun kvenna innan lögreglunn- ar. En myndi hún hvetja ungar konur til að hefja störf? „Já, en ég myndi hvetja þær til að hugsa málið vel og byrja í sumar- starfi til að sjá hvernig þeim líkar. Lögreglustarfið er einu sinni þannig að það þarf töluverðan styrk til að standast álagið sem óhjákvæmilega fylgir. Starfið er þó mjög fjölbreytt og kemur inn á öll svið mannlegs lífs." Guðlaug segir að launajafnrétti ríki innan lögreglunnar, þar fái konur og karlar sömu laun fyrir sömu vinnu. „Ég reikna með því að konur eigi á brattann að sækja þegar kemur að því að fá stöðuhækkun. Þó tel ég að þróunin hljóti að vera í þá átt eftir því sem konum í starfi lögreglunn- ar fjölgar og starfsaldur þeirra lengist," segir Guðlaug Sverrisdóttir varð- stjóri í Lögreglunni í Reykjavík. „Kvenlögreglan í Reykjavík vann afar merkilegt starf,” segir Guðlaug Sverrisdóttir varðstjóri.

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.