Vera


Vera - 01.10.1998, Page 40

Vera - 01.10.1998, Page 40
SIUl J1 Nýtt“ frá j^anis Jífoplin // g veit ekki hvernig ykkur verður við, en þeg- ar ég sá í erlendu tónlistarblaði um daginn að komnir væru út á geisladiski áður óút- gefnir hljómleikar með BIG BROTHER & THE HOLDING COMPANY tók hjartað í már kipp og ég fór á stúf- ana til að athuga málið (fyrir þá sem ekki vita þá hét söng- kona þeirrar sveitar Janis Joplin). Jæja, viti menn, Hösk- uldur vinur minn hjá Spori gaukaði ekki bara að mér þess- um hljómleikadiski, heldur sagði mér að auk þess væri kominn nýr tvöfaldur safndiskur með titlinum JANIS JOPLIN: THE ULTIMATE COLLECTION; fyrsta sending hefði reyndar selst upp, en von væri á annarri. Og nú sit ég hér í Janis-bolnum mínum með báðar þessar nýju útgáfur og spila og spila en reyni líka meðfram að skrifa og skrifa til að klikka ekki á skilafrestinum sem ég var búin að fá fram- lengdan. Ég verð nú samt að segja að með Janis Joplin er ég frekar í stuði til að fá mér Southern Comfort eða/og bjór heldur en að sitja skipulögð við tölvu eins og samviskusöm skrifstofublók. Það mætti náttúrulega blanda þessu saman, en förum ekkert nánar út í það. Snúum okkur að Janis.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.