Vera


Vera - 01.10.1998, Síða 43

Vera - 01.10.1998, Síða 43
L bandaríska viðskiptablaðinu Adweek's Marketing Week segir frá bílakaupum kvenna í Bandaríkjunum. Fullyrt er að þar um slóðir hafi löngum ríkt mikil karl- remba í bílabransanum. Þar sitji karlar að mestu við stjórnvölinn og að til skamms tíma hafi markaðssetning einkum miðast við karl- kaupendur. [ Bandaríkjunum hefur líka löng- um tíðkast að stíla allan viðskiptapóst hjóna á eiginmanninn. Þetta skýtur skökku við í nútíma samfélagi og er niðrandi gagnvart konum. Einkum þegar haft er í huga að sam- kvæmt bandarískri könnun frá árinu 1992 voru konur helmingur kaupenda nýrra bíla. Þá er fullyrt að í 80% tilvika séu þær hafðar með í ráðum við bílakaup. Konur voru aðeins 23% bílakaupenda árið 1970 en því er spáð að árið 2000 verði þær orðnar 60% kaup- enda. Tekið var fram að þetta á við um kaup á alls konar bílum, ekki bara nettum „konu- bílum.“ í viðskiptablaði þessu segir jafnframt frá rannsókn á sölumennsku við bílakaup kynjanna. Karlar og konur voru send á stúf- ana dulbúin sem bílakaupendur til að kanna stöðu mála. í Ijós kom að konur fengu allt annað viðmót en karlar á bílasölum. Kon- urnar voru ekki virtar sem alvöru kaupendur og oft var talað niður til þeirra. Margar voru ávarpaðar sem „vinan“ eða „ljúfan“ og ráð- lagt að sækja eiginmanninn áður en kaupin yrðu rædd í alvöru. Sölumenn þóttu líka oft óþægilega ágengir í viðmóti gagnvart kon- um. Þá er sagt að þetta hafi sem betur fer breyst til batnaðar undanfarið með komu yngri kynslóðar markaðsfræðinga. Þeir hafi áttað sig á vægi kvenkaupenda og þeim fjár- munum sem eru í húfi. Sölumönnum hafi verið kennt að virða konur sem kaupendur og kvenfólk hefur í auknum mæli verið ráðið til starfa á bílasölum. Ósnyrtilegt umhverfi á verkstæðum og bíla- sölum og bílaauglýsingar með konum í kynæsandi stellingum og karlinn við stýrið, höfða ekki til kvenviðskiptavina. Til að halda velli í viðskiptaheiminum verða bílaframleið- endur að markaðssetja bíla fyrir konur. Þeir hafa ekki ráð á því að horfa fram hjá þeirri staðreynd að þær eru nú um helmingur kaupenda og að hlutur þeirra fer vaxandi. þýð. VSV Vilji og vandvirkni í verki! 43

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.