Vera - 01.10.1998, Page 46
eftir Margréti Jónsdóttur
Stofnfundur áhugamannafélags um
HEIMAFÆÐINGAR VERDUR HALDINN í SKÓLAB/t
11. nóvember. kl. 21:00 -22:30.
ÁHUGAFÓLK FJÖLMENNIÐ!
Þegar
NO RR I
fæddist heima
Fg hef lengi furðað mig á því
að barnshafandi konur skuli
ekki hafa með sér samtök
sem berjast fyrir hagsmunum verð-
andi foreldra, en sú góða staðreynd
að við erum, sem betur fer, aðeins
barnshafandi í níu mánuði hindrar
að slík samtök blómstri. Því hét ég
sjálfri mér því fyrir rúmu ári síðan
að ég skyldi ekki hætta að skipta
mér af réttindamálum fæðandi
kvenna. Nú fyrst hef ég kraftinn til
þess og liður í því er að deila með
víðsýnum lesendum Veru minni
allra skemmtilegustu, merkilegustu
og áhrifamestu kynreyslu, nefnilega
heimafæðingu hans Snorra sonar
míns í fyrra. Ekkert hefur haft jafn
gríðarleg áhrif á mig sem konu og
ekkert hefur gefið mér jafn jákvæða
sjálfsmynd sem kynveru.
Að morgni 1. maí vaknaði Margrét með verki og skömmu síðar kom Inga
Ijósmóðir heim til hennar og Más og tveggja sona þeirra.
Ein aðalástæðan fyrir því hversu fáar heimafæðingar eru á íslandi
er að ekki er boðið upp á heimafæðingu sem gildan valkost og
barnshafandi konur hafa ekki greiðan aðgang að bókum um efnið.
Þær hafa því ekki aðrar forsendur en ríkjandi hugmyndafræði
Landspítalans. Þegar þrálát gubbupest hafði plagað mig í meira en
viku haustið 1996 horfðist ég í augu við staðreyndir og gerði þung-
unarpróf. Ég var þá komin sex vikur á leið og eftir að hafa grátið
svolítið og fundist sem heimurinn væri að hrynja og að nú væri
starfsframa mínum lokið hringdi ég f Ingigerði Guðbjörnsdóttur,
sem þá var Ijósmóðir á Heilsuverndarstöðinni. Mér var svo mikið
niðri fyrir að ég gat ekki beðið þess að hitta hana á Heilsuverndar-
stöðinni, heldur hringdi heim til hennar. Þetta fyrsta viðtal í gegn-
46