Vera


Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 50

Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 50
Margrét sest á rúmiö og Inga klippir á naflastrenginn. verið allur settur hvítu kremi. Að lokum bætti hann við: „Mamma, mér finnst ógeðslegt svindl fyrir Elnu ( mínum bekk. Hún fékk ekki að sjá þegar litli bróðir hennar fæddist. Aum- ingja hún.“ Þannig var nú það. ORÐIÐ YFIRSETUKONA FÉKK NÝJAN LJÓMA Á meðan á útvíkkun stóð var ég ofan í leik- fangalauginni á stofugólfinu heima hjá mér. ( minningunni jós Már yfir mig vatni, við hlust- uðum á tónlistina úr myndum Kiezlowski og Inga, Ari og Dagný voru þarna í kring. Þetta voru einmitt manneskjurnar sem ég hafði sjálf valið að hafa nálægt mér og engar aðr- ar. Vatnið var passlega heitt og ég var alltaf að bíða eftir vondu, kæfandi hríðunum sem ég mundi eftir frá fyrri fæðingum. Þær komu ekki í vatninu og ég missti aldrei stjórn á mér. Orðið yfirsetukona fékk allt í einu nýjan Ijóma. Inga var svo góð í að lesa mig og þarna sat hún yfir okkur í sófanum og geisl- aði út öryggi til okkar hjóna. Allt var á réttri leið og ekkert skyldi fara úrskeiðis. Hún fann að ég þurfti ekki nudd og að ég einblíndi á líkamlegt samband við Má. Þegar útvíkkun var lokið var eins og hægði á sóttinni og ég nennti ekki lengur að vera í vatninu. Ég fór að ganga um en ekki kom kollhríðin og mér fannst sóttin alveg detta niður. Það hljómar kannski ótrúlega að helstu áhyggjur fæðingarinnar voru að hafa ekki haft næga verki á meðan á henni stóð. Nú var svo komið að ég þurfti sama næði til að koma barninu frá mér og fólk þarf til að búa til börn. Ósjálfrátt leitaði ég inn í svefn- herbergi ásamt Má. Inga kom síðar og hún veitti mér óbilandi öryggi. Hún skoðaði mig og var hjá mér á rúmstokknum og vék fyrir mér á leið- inni niður á gólf, en I hverri hríð fór ég fram úr rúminu á hækjur mér því hríðir voru reglulega sárar þegar ég lá niðri. í einni þeirra kom svo kollur- inn. Það var eins og hann pompaði allt I einu niður. Már lá uppi I rúminu og hélt í hendurnar á mér. Ari var á gólfinu við hliðina á mér, Inga fyrir aftan mig og Dagný og Lóló, sem var mætt á staðinn, voru til hliðar. í kollhríðinni fann ég fyrir ótrúlegri tilfinningu. Mér fannst ég vera ein af frumstæðu konunum í bókinni Birth Without Doctors. Ég var á hækjum mér og með fullkomna stjórn á öllu. Inga var klettur og nærvera hennar sagði mér að ég gæti haldið áfram að vera svona örugg og treyst á eigin líkama. Inga sagði mér að bíða smá stund til að ég fæddi ekki of hratt og rifnaði. Ég fann hins vegar að ég var tilbúin að láta drenginn frá mér og þar sem Inga héldi eflaust að nokkuð væri eftir enn, þá ráðlagði ég að láta til skar- ar skríða og leyfa drengnum að koma. Hann kom því í hendurnar á mér og tilfinning- in við það var ó- lýsanleg. Þvílíkur unaður. Það sem á eftir gerðist er sveipað rósrauðu skýi. Ég man varla eftir sturt- unni og fylgju- fæðingunni, en ég man hvað var gott að leggjast þreytt og sæl í hreint rúm á eftir. Systir mín, sem var á leið út úr bænum, rak inn nefið og skálaði við okkur í dýr- asta, spænska rauðvíninu sem fékkst í Ríkinu og við borðuðum heimabak- aðar bollur sem ég veit ekki hvernig maður- inn minn fór að því að baka ofan á allt ann- að sem hann var að gera. Allt var eins og það átti að vera og skömmu seinna, á með- an Inga saumaði nokkrar fleiður, fór Már út í fótbolta með Ara sem var búinn að taka myndina. í hönd fóru Ijúfir dagar og I stað þess að Már væri önnum kafinn við að hita kaffi fyrir gesti og þvo þvott, réði ég heimilishjálp sem kom á hverjum degi fyrst á eftir. Það var ómetanlegt og ef ég ætti í lokin að leggja eitthvað til, væri það að Ijósmæður I heima- þjónustu sinntu konum og barni fyrstu sex vikurnar. Það gerir aðskilnað konu og Ijós- móður ekki svona harkalegan, en mér þótti erfitt að Inga væri allt í einu hætt að koma. Það þarf að klippa á svona náið samþand af meiri nærgætni. í lokin má ekki gleyma að aldrei hef ég kynnst jafn væru, hamingjusömu og öruggu barni og honum Snorra litla og ber mér sam- an við aðrar vinkonur mínar sem hafa átt heima, að heimafæðingin hafi þar sitt að segja. Ég veit að heimafæðingar henta alls ekki öllum konum, en ég veit líka að það væru miklu fleiri konur sem fæddu heima ef þeim væri bent á heimafæðingu sem mögu- legan og gildan valkost af víðsýnum og for- dómalausum Ijósmæðrum sem taka það al- varlega að hvetja konur til að lesa alvöru óléttubækur og taka ábyrgð á framvindu meðgöngu sinnar. ■ 1 Dóminókertið hefur af óskiljanlegum ástæðum ekki verið samþykkt við Landsp/talann. Það felur f sér að Ijósmóðirin sem skoöar konuna alla meðgönguna fylg- ir henni inn til fæðingar, tekur á móti barninu og sérsvo um heimaþjónustu á eftir. Landspítalinn hefur ekki samþykkt slfkt ef ijósmóðir er ekki á launaskrá hjá stofnuninni. Graco 10.990 Hvít, viöarlit & antiklit 8.790 Yfir baö - frá 7.940 BRIO 15.990 Hvít, viöarlit & mahoni cIaaj^a. ciXytA, S I M I 553 3366 G L Æ S I B Æ

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.