Vera - 01.06.1999, Blaðsíða 12

Vera - 01.06.1999, Blaðsíða 12
Kvennalisti á tímamótum hreyfinguna á sínum tíma og þær gengu í arf yfir til Kvennalistans. Þessar hugmyndir fengu líka rækilegt spark, kannski það harðasta og sárasta á landsfundinum 1997. Fullkomin lítilsvirðing Ég hef varið nánast öllum mínum frítíma í meira en 20 ár í kvennabar- áttu, þar af átta ár á þingi í fullri vinnu. Fyrst var ég í Rauðsokkahreyf- ingunni, síðan í Kvennaframboðinu í Reykjavík og Kvennalistanum. Ég var ein þeirra þriggja kvenna sem átti frumkvæði að því að kalla konur saman sumarið 1981 til að ræða hugsanlegt kvennaframboð. Ég tel mig því tala af töluverðri reynslu. Ég tók þátt í deilum innan Rauðsokkahreyfingarinanr sem ég kem að síðar. Ég gekk eins og fleiri konur í gegnum gríðarlega erfitt sumar 1981, þegar við gerðum upp við marxismann og tileinkuðum okkur nýjar hugmyndir um kvennabaráttu. Ég hef upplifað sigra og ósigra í Kvennalistanum, en aldrei orðið fyrir eins miklu áfalli og á landsfundinum 1997. Eftir hann varð ekki hjá því komist að mínum dómi að segja skilið við þann fé- lagsskap sem hafði haft svo mikil áhrif á líf mitt í 14 ár. Þremur dög- um eftir að landsfundi lauk sagði ég mig úr Kvennalistanum og það sama gerði fjöldi annarra kvenna. Það'var öllum Ijóst að á þessum landsfundi yrði tekin ákvörðun af eða á um aðild Kvennalistans að fyrirhuguðu framboði „félags- hyggjuaflanna". Það sem gerðist var að í upphafi umræðunnar bað talsmaður samfylkingarsinna þær konur sem væru sér fylgjandi að málum að standa upp til að sýna hve margar þær voru. Þær voru að sýna vald meirihlutans og þar með að sýna minnihlutanum fullkomna lítilsvirðingu. Það átti ekkert að hlusta á rök andmælenda, ekki að láta umræðuna ráða niðurstöðunni, sem er jú sjálfur grundvöllur lýð- ræðisins. Til hvers var þá að ræða málin? Þær sem stóðu fyrir þessu viðurkenndu eftir á að þær hefðu verið svo hræddar við umræðuna að þær ætluðu að tryggja fyrirfram að engin hlypi undan merkjum! Þetta var auðvitað ekkert annað en skoðanakúgun sem gekk þvert á þau vinnubrögð sem tíðkast höfðu innan Kvennalistans. Þarna var hápólitískri umræðu sýnd slík fyrirlitning að við hinar sátum sem lamaðar. Svona vinnubrögð hefðu sómt sér vel hjá Hitler og Stalín, en að upplifa slíkt og þvílíkt í kvennahreyfingu sem einu sinni var róttæk og setti sér sem markmið að skapa raunverulegt lýðræði, var ömur- legt. Ég sé alltaf mest eftir að hafa ekki gengið út á þessu augnabliki, en ég verð að viðurkenna að það tók mig margar klukkustundir að átta mig á því sem hafði gerst, ég var svo gáttuð. Hvað verður um baráttukonurnar? Á þessum landsfundi lögðum við andstæðingar þess að Kvennalist- inn gengi til liðs við A-flokkana fram ávarp þar sem við rökstuddum hvers vegna það ætti ekki að verða. Við sögðumst ekki vilja leggja stein í götu þeirra kvenna sem vildu ganga til liðs við aðra flokka, en lýstum því með nokkurri bjartsýni að við vildum fara aðrar leiðir og vinna áfram að kvennabaráttu, nóg væru verkefnin. Eftir að ég sagði mig úr Kvennalistanum hélt ég að það væri hægt að halda áfram og stofna nýjan hóp eða hreyfingu. Ég áttaði mig fljótt á því að það var eins og konurnar sem ég ræddi við væru máttvana. Lái þeim hver sem vill. Þær sem höfðu staðið í eldlínunni og átökun- um, flestar úr hópi frumherjanna, höfðu mætt mikilli kvenfyrirlitningu, enn eitt sem við hefðum síst vænst innan Kvennalistans. Það var sí- fellt verið að núa ákveðnum konum því um nasir að þær væru svo gamlar og þar með væntanlega gamaldags, aðferð sem karlveldið hefur löngum notað gegn konum til að þagga niður í þeim. Fyrrnefnd- ur atburður á landsfundinum 1997 var dropinn sem fyllti mælinn. Ég óttast að enn hafi sagan endurtekið sig og að þessi hópur kvenna með allt sitt frumkvæði, visku, þekkingu og reynslu sé glataður ís- lenskri kvennabaráttu. Þetta segi ég vegna þess að svipaðir atburð- ir áttu sér stað innan Rauðsokkahreyfingarinnar, sem leiddu til þess að nánast allir frumkvöðlar hennar hurfu á braut og hafa lítið skipt sér af kvennabaráttu síðan, fslenskri kvennabaráttu til mikils tjóns. Sagan endurtekur sig Þegar Rauðsokkahreyfingin hafði starfað í fjögur skemmtileg og við- burðarrík ár rann upp kvennaárið mikla 1975. Mikið gekk á og um- ræðan um stöðu kvenna blómstraði sem aldrei fyrr. Rauðsokkahreyf- ingin átti frumkvæðið að kvennaverkfallinu 24. október og að því loknu streymdi stór hópur af konum og nokkrir karlar inn í hreyfing- una. Rauðsokkahreyfingin var engan veginn búin undir þessa fjölg- un félaga, margir hurfu fljótlega á braut, enda lítið við að vera. Eftir sátu frumherjarnir, nokkrar róttækar konur sem ekki var hægt að skipa í ákveðinn flokk (þar með taiin undirrituð) og svo hópur af maó- istum og trotskyistum. Ég býst við að það þurfi að skýra út fyrir nú- tíma lesendum hvað þessi hugtök merkja. Maóistar voru fylgjandi kenningum kínverska byltingarleiðtogans Mao Tse Tung sem m.a. gagnrýndi Sovétríkin harðlega og vildi senda sem flesta út á akurinn til að starfa við hlið bænda og verkamanna. Þegar þarna var komið sögu höfðu vesturlandabúar ekki áttað sig á hrikalegum afleiðingum menningarbyltingarinnar sem Mao og frú hans voru í forystu fyrir, en hún var hluti af mikilli valdabaráttu innan Kína (sjá sögubækur). Trot- skyistar voru fylgjandi kenningum Leo Trotskys sem var einn af for- ingjum rússnesku byltingarinnar og yfirmaður Rauða hersins, en lenti í andstöðu við Stalín. Hann varð að flýja land og var síðar myrt- ur í Mexíkó. Hans kenning gekk m.a. út á þörf heimsbyltingar, með- an Stalín talaði um byltingu í einu landi (enn skal vísað til sögubóka). Af þessu má sjá hvað þetta kom kvennabaráttunni mikið við! Hvað um það. Innan Rauðsokkahreyfingarinnar hófust miklar deil- ur. Þessir tveir hópar tókust á innbyrðis en voru sammála um að breyta þyrfti skipulaginu og fá almennilega miðstjórn í anda Leníns. Því andmæltu Rauðsokkur og héldu fram hugsjónum kvennahreyf- inga um valddreifingu. Það var deilt um það hverjar væru verkakon- ur og hverjar ekki. Var Rauðsokkahreyfingin verkfæri heimsvalda- stefnunnar eður ei, var hún vinur eða óvinur alþýðunnar o.s.frv. Sí- felldar deilur tóku á taugarnar og smátt og smátt létu gömlu Rauð- sokkurnar sig hverfa. Þeim fannst eflaust traðkað illilega á þeim hug- sjónum sem þær höfðu barist fyrir. Eftir sátum við sem þrösuðum við hreintrúarliðið og að lokum hröktum við það út. Við héldum áfram næstu árin, en þegar að því kom að við sumar vildum halda aðra leið, datt okkur ekki í hug að draga Rauðsokkahreyfinguna með okk- ur, heldur var stofnuð ný hreyfing. Þær sem voru okkur ósammála sátu eftir, en reynslan leiddi í Ijós að allur kraftur var úr hinni gömlu hreyfingu og hún var gerð upp. Eftir stóð að nánast allirfrumherjarn- ir voru horfnir. Tugum saman hurfu þær með allar sínar róttæku hug- myndir sem hristu svo.rækilega upp í íslensku samfélagi á árunum 1970-1975. Þær urðu fyrir miklum árásum utan frá, en þær þjöppuðu þeim saman. Þegar deilurnar hófust innan dyra, fáránlegt þras sem dró allan mátt úr kvennabaráttunni, urðu vonbrigðin slík að þeim var nóg boðið og hafa ekki sést síðan í kvennabaráttunni. Þær eru samt einhvers staðar þarna úti. Arfur sósíalismans Mér finnst nauðsynlegt að draga þetta fram vegna þess að ég sé mikinn skyldleika milli þess sem gerðist i Rauðsokkahreyfingunni og í Kvennalistanum. Báðar þessar hreyfingar urðu fyrir árásum/innrás- um frá svokölluðum vinstri mönnum. í fyrra tilvikinu voru þeir hraktir út, en í því síðara unnu þeir sigur eftir hatramar deilur. Ég ætla að halda því fram hér og nú og verð þar með að þreyta þær kvennalista- konur sem vilja ekki vita af sögunni, að sósíalistar hafi löngum þolað kvennahreyfingar illa, eða á ég kannski heldur að segja að þeir hafi alltaf verið hræddir við þær af því að þær pössuðu ekki inn í kenn- ingarnar. Frá því á dögum Marx og Engels hafa kvennahreyfingar mátt sæta mikilli gagnrýni og voru löngum kallaðar borgaralegt fyrirbæri. Bar- átta kvenréttindakvenna var sögð koma verkakonum lítið við. Fræg 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.