Vera - 01.06.1999, Blaðsíða 38

Vera - 01.06.1999, Blaðsíða 38
Jóhanna A.H. Jóhannsdóttir Búferlaflutningur fólks af lands- byggðinni virðist fara stöðugt vaxandi en síðasta áratug fjölg- aði íbúum á höfuðborgarsvæð- inu um 26.000 manns á meðan brottfluttir umfram aðflutta voru 12.600 á landsbyggðinni. Tölur segja að mun fleiri konur en karlar séu í hópi þeirra sem flytja á höfuðborgarsvæðið og það sama hefur gerst í öðrum löndum. í könnun sem þróunarsvið Byggðastofnunar lét gera kom fram að atvinna, húsnæðiSmál, menntunarmöguleikar og ýmsir hlutir sem tengjast fjölskyldu, vinum og almennum lífsgæðum séu sagðar ástæður flutning- anna. Vera ræddi við fjórar kon- ur sem hafa nýlega flutt utan af landi um þessi umskipti og á- stæður flutninganna. Mæðgurnar Elín og Berglind fluttu frá Suðureyri til Reykjavíkur Fæstir vita hvar Suður®pi er á landinu Elín Bergsdóttir er fædd og uppalin í Þingholtunum í Reykjavík. Hún fór vestur á Súgandafjörð til að vinna í fiski árið 1975, þá 21 árs. Á balli 16. júni sama ár kynntist hún Sveinbirni Jónssyni sem fæddur er og uppalinn f Súgandafirði. Þau bjuggu á Súganda- firði í eitt ár, fóru síðan í langt og mik- ið ferðalag til Mið-Austurlanda. Vetur- inn 1977-78 bjuggu þau í Reykjavík en fluttu aftur vestur það ár þegar elsta dóttirin af þremur var þriggja mánaða. Á Súgandafirði bjuggu þau samfleytt í 20 ár, ólu upp dætur sínar og unnu við eigið fyrirtæki um tíma. Sumarið 1998 flutti öll fjölskyldan til Reykjavíkur á ný. Vera hitti Elínu og miðdótturina, Berglindi, á heimili þeirra í Reykjavík. Berglind vinnur í verslun í sumar en í haust fer hún á þriðja ár í MH. Svein- björn er fyrir vestan í sumar að fiska á sínum báti. Elsta dóttirin, Jóna'Lára, er að vinna fyrir vestan með sínum kærasta og hefur hugsað sér að fara í nám í iðjuþjálfun í Háskólanum á Akureyri þegar haustar. Björg er yngst og lauk fyrsta ári í MH í vor en vinn- 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.