Vera - 01.06.1999, Blaðsíða 20

Vera - 01.06.1999, Blaðsíða 20
Við kærðum akkur kallóttar þótt hæðst væri að hugmynd- um okkar ag vinnubrögðum og reynt að gera akkur hlægilegar. Hvað alli því að þessi jákvæði baráttuandi upphaísins var skyndilega horlinn? hugmynda og hugsjóna, gleði og vináttu, samheldni og sigra. Saga hugmyndaþurrðar, vonbrigða og vinslita, sundrungar og ósigra. Sag- an um stjórnmálaafl kvenna sem hafði víðtæk áhrif þrátt fyrir smæð sína. Þingflokkurinn var stærstur skipaður sex þingkonum 1987 - 1991 og var alla sína tíð minnstur þingflokka á Alþingi. Áhrif Kvennalistans urðu langt umfram stærð. Þau má m.a. merkja í málum sem nú ber hátt í umræðunni, umhverfismálum og náttúruvernd, aðgerðum gegn ofbeldi, lengingu fæðingarorlofs og stöðu kvenna á öllum svið- um. Þau lýsa sér þó ekki síst í stöðugri fjölgun kvenna í stjórnmálum og stjórnunarstörfum. Hver man ekki ástandið á Alþingi árið 1983? Aðeins 5% þingmanna konur! Nú eru þær komnar vel yfir 30%, töfratöluna sem kennd er við glerþak. Fjórðungur ráðherra í nýrri rík- isstjórn er konur, sennilega þriðjungur innan skamms. Starf Kvenna- listans á stærstan þátt í þeirri hugarfarsbreytingu sem orðin er að þessu leyti. En á sama tíma og þessi árangur blasir við er Kvenna- listinn sjálfur heillum horfinn. Gakktu einatt eigin slóð. Hálir eru hvers manns vegir. Skeyttu ekki um boð né bann hvað sem hver segir. í árdaga Kvennalistans var gleðin ríkjandi. Ótal margt þurfti að færa til betri vegar og Kvennalistinn vildi takast á við þau verkefni með já- kvæðum hætti. Við höfðum svo margt fram að færa, hugmyndir, til- lögur og aðgerðir. Við vorum djarfar, glaðar og vinnufúsar og slíkar kenndir voru yfirsterkari neikvæðum tilfinningum á borð við reiði og óánægju með ástandið, jafnvel ótta við karlstýrð samfélagsöfl sem við þurftum að takast á við. Við kærðum okkur kollóttar þótt hæðst væri að hugmyndum okkar og vinnubrögðum og reynt að gera okk- ur hlægilegar. Hvað olli því að þessi jákvæði baráttuandi upphafsins var skyndilega horfinn? Hvað gerði það að verkum að umhverfið var allt í einu búið að stimpla okkur sem neikvæðar og nöldrandi, von- lausar og jafnvel örvæntingarfullar? Hvað varð til þess að þetta frum- legasta og frjóasta stjórnmálaafl 20. aldarinnar missti tiltrú og fylgi? Dómar heimsins um það efni munu reynast margvíslegir. En fyrst og síðast hljótum við að líta í eigin barm. I blíðu og stríðu Það varð hlutskipti mitt að helga Kvennalistanum alla mína starfs- krafta þessi sextán ár, fyrst sem þingkona í sex ár, síðan starfskona þingflokksins í sex ár og aftur þingkona síðustu fjögur árin. Það voru í raun forréttindi að fylgjast svo náið með öllu sem gerðist - í blíðu og stríðu. Lengst af var það ánægjulegt og ekki hefði ég viljað missa af einum degi þótt stundum blési napurt. Fyrsta kjörtímabilið vorum við þingkonurnar þrjár. Brautryðjenda- starfið var síður en svo auðvelt en það var ótrúlega skemmtilegt og gefandi. Við fórum ótrauðar eigin slóð dyggilega studdar af grasrót- inni, skeyttum lítt um hefðir og venjur og uppátækin voru margvísleg. Eftir glæsilegan árangur í kosningunum 1987 átti Kvennalistinn hylli og virðingu margra og velta má fyrir sér hvernig saga hans hefði orðið ef við hefðum nýtt það tækifæri sem þá gafst að taka þátt í rík- isstjórn. Við höfnuðum því hins vegar að selja þaráttumál fyrir ráð- herrastóla og andstæðingum tókst að stimpla sem raggeitur konurn- ar sem áður þorðu, vildu og gátu. Á þriðja kjörtímabilinu tók að bera á ágreiningi í okkar röðum, það dró úr grasrótarstarfi og gleðin var ekki jafn fölskvalaus og áður. Við vorum ekki lengur jafn ferskar og hugmyndaríkar og hefðbundin póli- tík skyggði á kvennapólitískar áherslur. Síðasta kjörtímabilið byrjuð- um við aftur aðeins þrjár í þingflokknum. Inn í brjóst þitt ein og hljóð rýndu fast ef röddin þegir. Treystu á þinn innri mann hvað sem hver segir. Það var auðvelt að fara að ráðum Jóhannesar úr Kötlum á fyrstu árum Kvennalistans. Smám saman varð það erfiðara en þeim mun nauðsynlegra. Ég ætla ekki að gera upp þessi síðustu ár hér og nú og kannski geri ég það aldrei nema með sjálfri mér. Margt hefði þar mátt fara betur, glíman við sannleikann tók sinn toll og að lokum hlutu leiðir að skiljast. Þá reyndi á hugmyndirnar um kvenfrelsið. Á heildina litið er ég ákaflega stolt af starfi og árangri Kvennalist- ans og ég er stolt og þakklát fyrir að hafa átt þátt í því starfi. Það var alltaf minn draumur og von að í fyllingu tímans yrðu hugmyndafræði og vinnubrögð Kvennalistans uppistaðan í nýju stjórnmálaafli þar sem konur og karlar ynnu hlið við hlið með fullri virðingu hvert fyrir annars sjónarmiðum, vinnubrögðum og áherslum. Draumurinn rætt- ist ekkí á sama hátt og ég hafði í huga og enn er of snemmt að draga ályktanir af þróuninni á vettvangi stjórnmálanna. En í rauninni eru kvennalistakonur nú starfandi víða í samfélaginu, bæði í stjórnmál- um og öðrum verkefnum, þar sem hugmyndir okkar og hugsjónir ná vonandi að skjóta rótum. Stundum eins og stríður lækur Og kvennabaráttan heldur áfram. Vegna þess að hún er sígilt, æva- gamalt og síungt fyrirbrigði, stundum eins og straumhart fljót eða stríður lækur - eins og Kvennalistinn var lengi vel - stundum eins og friðsæl tjörn sem gárast öðru hverju í sunnanþey eða norðangarra. I Eítir glæsilegan árangur í kosningunum 1987 átti Kvennalistinn hylli og virðingu margra og velta má fyrir sér hvernig saga hans heíði orðið eí við heíðum nýtt það tækiíæri sem þá galst að taka þátt í ríkisstjórn. hvert sinn sem einhverjum áfanga er náð í kvennabaráttunni er eins og slakni á straumþunga hennar og deyfð færist yfir samfélagið þar til eitthvert óréttlætið nær að hreyfa svo rækilega við einhverjum hópi kvenna að ný sókn er hafin. Og í hvert sinn er svo óskaplega gaman, a.m.k. um nokkurt skeið, og alltaf ávinnst eitthvað sem þokar réttlæt- inu fram á veginn. Hugmyndir og forsendur breytast og baráttuleiðirnar geta verið með ýmsu móti, því konur eru fundvísar á eigin slóð. En grundvall- aratriði kvennabaráttunnar er alltaf hið sama: Samstaða kvenna um betra líf fyrir okkur öll. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.