Vera - 01.06.1999, Blaðsíða 3

Vera - 01.06.1999, Blaðsíða 3
A L b i ö a r i Stríö mismununar og ranglætis „Mér hefur að undanförnu dottið í hug að fljúga til fyrrum Júgóslavíu, fara í röðina, reyna að komast til íslands og fá íbúð og skjól í allri velmeguninni - klapp á sálina og koss á hjartað. Með fullri virðingu fyrir raunum þessa fólks og skilningi á hroka okk- ar íslendinga, segi ég: Bróðir, líttu þér nær. Það geysar líka stríð á íslandi. Stríð mis- mununar og ranglætis þar sem landsauðurinn fer þara í hendur fárra manna og þeim er sama um þá sem minnst mega sín. Ég get bara ekki stillt mig því ég veit að á ís- landi ríkir fátækt og vesöld sem stjórnvöld kæra sig ekkert um að vita af.“ Þetta segir Guðmunda J. Pétursdóttir í viðtali hér í blaðinu og orð hennar ættu að vera okkur öllum umhugsunarefni. Guðmunda er sterk kona sem brotnar ekki þrátt fyrir erfiðleikana og hefur orku til að segja það sem svo margir hugsa en geta ekki sagt því þeim líður of illa til þess. Guðmunda á fimm börn og lýsir í viðtalinu hvernig fjölskylda hennar leystist upp m.a. vegna efnahagslegra þrenginga. Saga hennar er saga þúsunda íslendinga sem standa slyþpir og snauðir og skuldugir eftir margra ára basl við það eitt að eignast húsnæði og fæða fjölskylduna. Hver kannast ekki við viðtöl við starfskonur Mæðrastyrksnefndar og annarra hjálpar- stofnana og myndir af vellríkum forstjórum að afhenda þeim gjafir til að gefa fátæk- um fjölskyldum fyrir jólin? Slíkar fréttir þykja jafn sjálfsagðar í desember og jólakveðj- urnar í útvarþinu. En hvernig skyldi konunum sem DV birti forsíðumynd af - með hett- ur til að skýla sér fyrir Ijósmyndurunum, standandi í biðröð á tröppunum hjá Mæðra- styrksnefnd - líða í júlí? Hvert skyldu þær fara í sumarfrí? Aðstoð íslendinga við flóttafólkið frá Kosovo er til fyrirmyndar en það er aðstoð við íslenskar fjölskyldur hins vegar ekki. Það er því ósköþ eðlileg tilfinning sem Guð- munda lýsir hér að ofan. Fjöldi fólks hér á landi getur ekki búið börnum sínum ör- uggt heimili né eðlilega framfærslu þótt það vinni fullan vinnudag. Kaupið er bara í engu samræmi við framfærslukostnaðinn. í viðtalinu bendir Guðmunda einnig á hvað framkoma starfsfólks stofnana skiptir miklu máli. Hún hefur i því efni samanburð við Danmörku og í þeim samanburði standa íslendingar illa. í Danmörku er litið svo á að fólk eigi rétt á fyrirgreiðslu þegar þannig stendur á í lífi þess og er tryggð örugg bú- seta og framfærsla. Hér á landi uþþlifir hins vegar margt fólk niðurlægingu ef það þarf að sækja þá aðstoð sem velferðarkerfið á að tryggja því. Nema kannski í desember. Hverjir hafa lagt sitt á vogarskálar jafnréttis? Hverjir hafa unnið jafnréttis- baráttunni gagn og hverjir ógagn? Sendu VERU ábendingar. plús Maríusetur Konur sem leyfa sér að fá hugmyndir og framkvæma þær! Konur hafa skorað á stjórnvöld að standa skil á gamalli skuld við íslenskar konur og veita fé til stofnunar Maríuset- urs á Kirkjubæjarklaustri í staðinn fyrir klaustur og klaustra- eignir sem voru ólöglega af konum teknar með þeim afleið- ingum að útilokun kvenna frá opinberu lífi varð algjör á síð- ari öldum. 22 konur á Alþingi sem hlutu kosningu í vor. Þessi fjöldi þýðir að nú eru konur 35% alþingismanna, en það er 10% aukning miðað við kosningaúrslit 1995. Af þingflokkum er hlutfall kynjanna best hjá Samfylkingunni, eða 53%, þar sem eru níu konur og átta karlar. Þrjár konur í ríkisstjórninni I fyrsta skipti í sögu íslenska lýðveldisins sitja fleiri en ein kona í ríkisstjórn landsins. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra og Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra eiga heiðurinn af því að brjóta múrinn og koma til liðs við Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðis- og tryggingaráðherra. mínus Launamunur kynjanna í nýlegri launakönnun Kjararannsóknanefndar staðfestist enn og aftur það óréttlæti sem felst í launamun á milli kynj- anna. Könnunin leiddi í Ijós að 46.710 kr. munur er á föst- um mánaðarlaunum á milli kynja í þjónustu- og sölustörfum, 55.203 kr. hjá tæknum og sérmenntuðu starfsfólki og 64.606 kr. hjá sérfræðingum. Flugleiðir Fyrir að setja reglur um það að flugfreyjur verði að vera í pilsum við störf í sumar en megi ekki velja á milli flugfreyju- búnings sem er annað hvort síðbuxur og jakki eða pils og jakki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.