Vera - 01.06.1999, Side 18

Vera - 01.06.1999, Side 18
I Einnig að lykilhugtak eins og „samþætting'1 varð að lokum bannorð í verkefnaskránni af „fagurfræðilegum" ástæðum, að mati ráðgef- andi karlmanna, þrátt fyrir andmæli okkar sem töldumst sérfræðing- arnir í jafnréttismálum. Vonandi er þetta ekki dæmigert um það sem koma skal innan Samfylkingarinnar. Vonandi leiðir samvinnan, eða samruni viðkomandi stjórnmálaafla, til þess sem kallast „mainstr- eaming" en ekki „malestreaming" jafnréttishugmynda: Að jafnréttis- málin verði samofin öllum öðrum málum en ekki að konum sé hleypt inn í stofnanir karla án þess nokkuð annað breytist. (Gegnum gler- þakið, 1999, bls.132). Vissulega fylgir því ákveðin útþynningarhætta að nota hugmynda- fræði samþættingar og því er mjög mikilvægt að vera vel á verði. Þessi aðferð getur þó tryggt að jafnréttismálin hætti að vera í við- byggingu íslenskra stjórnmála, í einangruðum vistarverum „jafnréttiskellinganna" og verði hluti af húsinu sjálfu með aðkomu beggja kynja í öllum málaflokkum, eins og víða er stefnt að. Sam- þættingaraðferðin er nú ráðandi bæði hjá Evrópusambandinu og Sameinuðu þjóðunum. Svo er einnig hjá Skrifstofu jafnréttismála, samanber samnefndan bækling skrifstofunnar og jafnréttisfrumvarp ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram seint á seinasta þingi. (því frum- varpi var að finna margar fleiri hugmyndir sem ég, og við kvenna- listakonur, höfum talað fyrir á þingi, svo sem bann við kynferðislegri áreitni, fræðslu um jafnréttismál fyrir æðstu ráðamenn, hert ákvæði um jafnrétti í nefndum og ráðum ríkisins og margt fleira. Ef marka má afstöðu vinnuveitenda og ágreining stjórnarflokkanna þá tel ég ólíklegt að það frumvarp fari óbreytt í gegnum þingið á þessu kjör- tímabili, þó brýnt sé. Hinsvegar vonast ég eftir því að loks gerist eitt- hvað raunhæft í fæðingarorlofsmálum, þó að ekki sé Ijóst af stjórnar- sáttmálanum hvað það verður. Hugmyndir og frumvörp okkar kvennalistakvenna, og síðar samfylkingarfólks, eiga góðan hljóm- grunn í verkalýðshreyfingunni og ríkisstjórnarflokkarnir hafa lofað að gera eitthvað. Þannig hafa málefnaáhrif Kvennalistans lengst af ver- ið: við tölum lengi fyrir góðum hugmyndum sem stjórnvöld hverju sinni gera loks að sínum. Það eru örlög framsækinna stjórnarand- stöðuflokka. Þessi ríkisstjórn mun ekki stofna jafnréttisráðuneyti en fróðlegt verður að fylgjast með þeirri hugmynd Samfylkingarinnar við næstu stjórnarmyndun. Að lokum vil ég láta í Ijós þá von mína að það takist að breyta póli- tíkinni þannig að við getum með góðri samvisku att konum út á það forað. Óháð því þá er til mikils barist því ég er enn sannfærð um það að stjórnmálin verða eðlilegri og manneskjulegri ef þau eru ástunduð jafnt af báðum kynjum. Á meðan þær aðferðir tíðkast sem vel er lýst í margnefndri valdahandbók, skulum við ekki kippa okkur upp við það að konur hætti í pólitík, eða forðist hana alveg. Vonandi var forseti ís- lands sannspár á dögunum þegar hann spáði málefnalegri stjórnmál- um á nýrri öld og undanhaldi á gamaldags valdapoti með tilheyrandi spillingu og klækjum. Ég er sannfærð um að ef svo verður munu kon- ur endast betur í pólitík en nú. Víðast hvar í heiminum er nú bakslag í kvennabaráttu sem ekki er séð fyrir endann á. Næstu alþingiskosn- ingar verða stór þrófraun á þróunina hér þegar breytt kjördæmaskip- an kemur til. Ég óska núverandi og fyrrverandi kvennalistakonum alls hins besta, svo og félögum mínum í Samfylkingunni, með von um öfl- uga hreyfingu og kröftuga jafnréttispólitik. Sjálf mun ég nú snúa mér að rannsóknum og kennslu, reynslunni ríkari. Nýtt, íslenskt afl Hlutverk Orkuveitu Reykjavíkur er að miðla íbúum höfuðborgarsvæðisins rafmagni og heitu vatni frá endurnýtanlegum aublindum landsins á hagkvæman hátt, meb sérstakri virðingu fyrir verndun náttúrunnar. Orkuveita Reykjavíkur . ‘ 'Mu K ; 18

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.