Vera - 01.06.1999, Blaðsíða 39

Vera - 01.06.1999, Blaðsíða 39
ur í sumar í garðinum í Laugardal. Tókuð þið ákvörðun um að flytja eða finnst ykkur eins og ykkur hafi verið þröngvað til að flytja vegna aðstæðna? Elín: „Við tókum ákvörðun um að flytja vegna þess að yngsta dóttir okkar vildi suð- ur í skóla. Sú elsta ætlaði í söngnám í Reykjavík og því varð úr að við fluttum öll. Þar sem við áttum ekki fasteign fyrir vestan var fátt sem batt okkur. Einnig spilaði inn í að Svenni seldi bátinn og keypti minni bát. Hann hefur nú aðeins 23 daga til að fiska það sem hann má yfir árið. Það fer ekki hjá því að okkur hafi fundist við vera að svíkja samfélagið á Súgandafirði með því að flytja burt með svona stóra fjölskyldu. Á Suður- eyri er þó nokkur kjarni fólks sem er fætt þar og uppalið, þrátt fyrir að hin síðari ár hafi aðfluttum, sérstaklega útlendingum, fjölgað mjög ört á móti heimafólki." Eru þessir fólksflutningar kannski óhjá- kvæmilegir? Berglind: „Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé ákveðin þjóðfélagsbreyting sem allir verða að horfast í augu við. Menntaskólinn á ísafirði er alveg ágætur en þegar ég byrj- aði í MH átti ég kost á fleiri möguleikum í námi. Þetta er aðeins lítið dæmi um þau miklu tækifæri sem gefast þegar maður kemur hingað suður. Við komumst ekki í bíó á ísafirði á sumrin af því eina bíóið á staðn- um fer í sumarfrí!" Göngin breyttu öllu Þú hefur sagt að þér hafi þótt erfitt að flytja hingað aftur, þrátt fyrir að þú sért alin upp í Reykjavík? Elín: „Það var mjög erfitt að koma aftur til Reykjavíkur. Þegar maður hefur búið svona lengi í litlu samfélagi þar sem allir hafa eitt- hvað hlutverk. Hver dagur er nánast eins, og því veit maður að hverju maður gengur. Það var eiginlega erfiðara en ég átti von á. En það er öllum hollt að breyta til og þessir búferlaflutningar hafa orðið okkur til góðs.“ Berglind: „Mamma hélt að það yrði svo erfitt fyrir okkur stelpurnar. Maður á að gera eitthvað þegar maður er ungur og því ekki flytja milli landshluta eða landa?“ En hvað með jarðgöngin, breyttu þau ein- hverju? Elín: „Þau breyttu öllu fyrir okkur á smáu stöðunum. Það var miklu auðveldara að ferðast á milli fjarðanna, hitta fólk og sækja þjónustu. Áður en göngin komu var Suður- eyri algerlega einangruð yfir veturinn vegna snjóa á heiðunum.'1 Berglind: „Okkur fannst þau ekki skipta neinu máli til að byrja með því við vorum það ungar að við höfðum allt sem við vildum á Suðureyri. Þegar við fórum í menntaskól- ann breyttu þau náttúrulega öllu. Þá gat maður flakkað á milli fjarða á böll ef einhver átti bíl. Ég sá í skólablaði hér hvernig reyk- vískir krakkar líta á göngin. í blaðinu var ver- ið að fjalla um það að vegfarendur þyrftu að borga í Hvalfjarðargöngin en svo gæti fólk flakkað ókeypis um göngin fyrir vestan. Eins og það væri glæpur. Fólk veit ekkert um hvað það er að tala enda hef ég rekið mig á það að fæstir vita yfirhöfuð hvar Suðureyri er. Núna segist ég bara vera frá ísafirði. Það er ekki eins flókið fyrir krakkana sem ég hitti hér.“ Hvernig var að alast upp á Suðureyri? Berglind:„Það er mjög gott að alast upp á Suðureyri vegna þess að allt plássið var RafiðnaBarsamhancl islands goetir hagsmuna rafiðnaðarmanna um land aiit Helstu verhefni Rafiðnuðursambunds íslands eru: Gerð kjarasamninga og ttilkun þeirra, varsla starfsrélt- ineia og vinnuvemd. Að tryggja félagsmenn og fjölskyldur þeirra þegar áföll dynjayfir. Að annast frœðslu og titgáfustarfsemi. Aðgefa félagsmönnum og fjölskyldum þeirra kost á góðri aðstöðu til hvfídar í orloji. Rafiðnaðarsambandið er starfsgreinasamband sem í eru 10 félög rafiðnaðar- manna víðsvegar um landið og í þeim eru þeir sem starfa í rafiðnaði hvort sem þeir hafa sveinspróf eða ekki; rafiðnfræðingar, rafvirkjar, rafveituvirkjar, rafvélavirkjar, rafeindavirkjar, símsmiöir, símamenn, sýningarmenn, t’ölvu- og kerfisumsjónarmenn, tæknifólk (rafiðnaði og rafiðnaðarnemar. Rafiðnaðarskólinn - öfíug símenntun fyrir rafiðnaðarmenn Samtök rafiðnaðarmanna eiga og reka Rafiðnaðarskólann, Viðskipta- og tölvuskólann og Margmiðlunar- og fjarkennsluskólann. Þeir bjóða upp á fjölbreytt námskeið, sem fjalla um fagtæknileg efni, auk námskeiða á sviði rekstrar og stjórnunar. Einnig almenn og sértæk tölvunámskeið. Orlofshús fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra Rafiðnaðarsambandið á og rekur 41 orlofsaðstöðu á 15 stöðum á land- inu. Heitir pottar eru við 15 þeirra og eru þau til leigu allt árið. RAFIÐNAÐARSAMBAND ÍSLANDS Rafiðnaðarsamband íslands befurfélagslega aðstöðu í Reykjavík, áAkureyri og á Selfossi. Leitið nánari upplýsinga í sfma: 568 1433, bréfasíma: 553 9097, heimasfðu: raf.is, netfangi: rsi@rsi.rl.is 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.