Vera - 01.06.1999, Blaðsíða 45

Vera - 01.06.1999, Blaðsíða 45
mér. Ég er með ritaramenntun en langar ekki að vinna við tölvu allan daginn. Sl. haust byrjaði ég í Fiskvinnsluskólanum en gafst upp eftir mánuð. Ég gat bara ekki set- ið yfir bókum í átta tíma á dag, vitandi það að ég myndi skulda tvær milljónir í námslán að námi loknu, auk þess sem starfið sem byði mín yrði mest unnið við skrifborð. Ég fékk þá vinnu við aðhlynningu á Hrafnistu og hef hærri laun en áður vegna vaktanna. Það hefur reyndar verið erfitt vegna barn- anna, en þau eiga góða föðursystur og þetta hefur bjargast. Ef hennar hefði ekki notið við hefði ég aldrei getað tekið þessa vinnu. Hún hefur haft þau aðra hverja helgi þegar ég er að vinna. Mér hefur alltaf líkað vel að vinna með gömlu fólki, var bara 16 ára þegar ég fór fyrst að vinna á sjúkrahúsi, og hefði átt að ná mér í sjúkraliðamenntun fyrir löngu. Nú ætla ég að byrja á fornámi sjúkraliða í Fjölbrautaskólanum I Breiðholti I haust og taka þessu með ró, vinna og halda áfram að taka sundtökin því ég neita að sökkva." Ólífuolía Það er ekki ýkja langt síðan ólífuolia kom á markað hérlendis en hún er ómissandi í matargerð Miðjarðarhafslanda. Á íslandi hefur matargerðarlist framandi landa notið vaxandi vinsælda undanfarin ár. Óhætt er að fullyrða að ólífuolía hafi náð útbreiðslu hér á tandi og á sumum heimilum hefur hún alveg tekið við af smjörlíkinu, nema til baksturs. Smjörlíki var fundið upp í Frakklandi árið 1869 og var notað sem viðbit í stað smjörs °9 til steikingar. Það náði strax mikilli út- breiðslu meðal hinna efnaminni í Evrópu og Ameríku og á Islandi gekk það fyrst undir nafninu margarín. Við sem komin erum á miðjan aldur og þeir sem eldri eru muna vel Þá tíð þegar matur var brasaður og steiktur UPP úr smjörlíki, eða smjöri til hátíðarbrigða. Umræða um heilsurækt og mataræði hefur stóraukist undanfarin ár. Ólífuolían þykir afar bragðgóð, hún inniheldur líka mikið að ein- ómettuðum fitusýrum og þykir hollari en tiest annað feitmeti. I Miðjarðarhafslöndun- um eru hjartasjúkdómar fátíðari en í Norðu- Bróðir, líttu þér nær Eftir að skóla lauk fór sonur Guðmundu í heimsókn til foreldra hennar og fjölskyldu sinnar á Kópaskeri. Á meðan flutti mamma hans í fjórða skipti á tæpum fjórum árum. „Flutningarnir hafa oft verið skrautlegir en þessi var flottastur," segir hún og hlær. „Vinirnir eru orðnir hálf flóttalegir þegar flutning ber á góma og það tekur í budd- una að leigja bíl til verksins. En aldrei er maður alveg einn því tvær góðar vinkonur mínar létu sig ekki muna um að bera með mér allt klabbið og stafla á kerru sem við drógum á lánuðum bíl, fimm ferðir á milli hverfa. Samtals eigum við 10 börn, allar einar að basla og vitum að ef við hjálpum okkur ekki sjálfar, gerir það enginn. Svona upp á gálgahúmorinn þá gleymd- ist að nefna til sögunnar einn fjölskyldu- meðlim sem ekki var sendur norður í land í þessum flutningum frekar en hinum og er orðinn ansi illa farinn, blessaður karlinn. Hann heitir Jakob Frímann, kallaður Kobbi. Nú er svo komið að hann þyrfti áfallahjálp, Evrópu. Telja vísindamenn að neysla ólífu- olíu eigi þar drjúgan hlut að máli. í Matarást, alfræðibók um mat og matar- gerð eftir Nönnu Rögnvaldardóttur, er að finna mikinn fróðleik um ólífuolíu. Ólífutréð hefur verið ræktað við Miðjarðarhafið óra- lengi, líklega í a.m.k. sex þúsund ár. Ólífur hafa gegnt miklu hlutverki í mannlífi og efnahagslífi á því svæði allar götur síðan. Oft er minnst á ólífur í Biblíunni, meðal ann- ars þegar Nói sendi dúfuna frá örkinni til að athuga hvort flóðinu væri að linna, þá sneri hún aftur með ólífugrein í nefinu. Ólífutré þrífast ágætlega í grýttum og ófrjóum jarð- vegi og geta þau orðið mörg hundruð ára gömul. Til eru margar gerðir af ólífum en allar eru þær grænar framan af og verða svartar þegar þær þroskast. Olía hefur verið unnin úr ólífum í a.m.k. átta til tíu þúsund ár og hefur meðal annars verið notuð sem Ijósmeti og til að nudda og smyrja líkamann með. Á Norður-Ítalíu þekktist hún lengst af bara á borðum blessaður, því hann er varla farinn að rata um húsakynnin þegar hann flyst á nýjan stað. Ef blessuðum fuglinum líður svona af flakkinu, hvernig komast þá mannssálirnar í gegnum þetta?" spyr Guðmunda og vill bæta einu við í lokin: „Mér hefur að undanförnu dottið í hug að fljúga til fyrrum Júgóslavíu, fara í röðina, reyna að komast til íslands og fá íbúð og skjól í allri velmeguninni - klapp á sálina og koss á hjartað. Með fullri virðingu fyrir raunum þessa fólks og skilningi á hroka okkar íslendinga, segi ég: Bróðir, líttu þér nær. Það geysar líka stríð á íslandi. Stríð mismununar og ranglætis þar sem land- sauðurinn fer bara í hendur fárra manna og þeim er sama um þá sem minnst mega sín. Ég get bara ekki stillt mig því ég veit að á íslandi ríkir fátækt og vesöld sem stjórn- völd kæra sig ekkert um að vita af.“ EÞ heldra fólks og það var ekki fyrr en um miðja þessa öld sem almennt var farið að nota hana í eldamennsku þar um slóðir. Olían er unnin úr svörtum, fullþroskuðum ólífum. Er hún mjög misjöfn að gæðum og fara þau eftir tegund, jarðvegi, loftslagi, uppskerutíma og meðhöndlun við vinnslu. Hin hefðbundna aðferð við vinnslu á olíunni er að merja ólífur milli valsa úr steini og pressa síðan olíuna úr maukinu undir fargi. Þetta er nefnt kaldpressun og skilar bestum árangri. Bragðbest þykir kaldpressuð jóm- frúarolía (extra virgiri), en sýrustig hennar á að vera 1 % í hæsta lagi. Hún er auðþekkjan- leg á græna litnum. Jómfrúarolía er einkum notuð í salöt og ýmsa pasta- og grænmetis- rétti, en síður til steikingar. Þá er á markað- inum gul ólívuolía sem merkt er puro (hrein) eða einungis ólífuolía (olive oil). Vinnsla hennar fer þannig fram að afgangsólífur úr kaldpressun eru hitaðar og pressaðar enn meira. Er hún ekki talin jafn holl og jómfrúar- olían. Hentar þessi olía einkum til steikingar. í réttum frá Miðjarðarhafinu er ólífuolia not- uð á ótal vegu. Til steikingar.'sem bragðgjafi, í ýmsar sósur og í kryddolíu. Á heimasíðu Heilsuhússins www.heilsa.is er að finna uppskriftir afréttum þar sem ólífuolía gegnir stóru hlutverki. Heilmildir: MATARÁST, eftir Nönnu Rögnvaldardóttur, Iðunn 1998, bls. 420-422, og heimasíða Heilsuhúss- ins. vsv 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.