Vera - 01.06.1999, Síða 22

Vera - 01.06.1999, Síða 22
Irma Erlingsdáttir í Lífshlaup Simone de Beauvoir Simone de Beauvoir var kona sem fór til Pikardíu, Ameríku, Indlands, Al- sír, Kína, Kúbu og tók í hönd Kastró. Hún var bæði fyrirmynd og ímynd samtímakvenna sinna og konur sjá hana enn í hetjuljóma. Hún gerði mörgum konum mögulegt að ímynda sér framtíð þar sem þær gætu haft sömu möguleika og hún; möguleika sem hún var einhvers konar trygging fyrir. Hún var dáð fyrir bækur sínar og líferni enda var hún frumkvöðull bæði í verkum sínum og lífi. Enn þann dag í dag er hún sjálf, það sem hún var, ekki síður mikilvæg í hugum fólks en það sem hún skrifaði. Simone de Beauvoir fæddist í París 9. janúar 1908 og dó í apríl 1986, 78 ára að aldri. Sex ára var hún send í kaþólskan skóla en af trúnni gekk hún 14 ára. Móðir hennar var trúrækin og inrætti henni skyldurækni og vinnusemi. Faðir hennar var hins vegar efasemdamaður. Hann ku hafa verið mjög fær lögfræðingur og af honum á hún að hafa lært að njóta lesturs góðra bóka. Æska Simone, eftir því sem hún segir í endurminningum sínum, einkenndist af miklum leiðindum. Hún kveðst hafa hatað æsku sína, hún hafi verið fyrirlitleg. Lesandinn á þó í erfiðleikum með að taka hana á orðinu. Fjölskylda hennar var að vísu hefðbundin og smáborgaraleg. En faðir hennar fór með hana í leikhús, fylgdist með árangri hennar í námi og hafði metnað fyrir hennar hönd. Hann var áhugamaður um bókmenntir og þrátt fyrir að yfir ákveðn- um bókum hafi hvílt bannhelgi voru þær þarna á hillunum, ómótstæðileg freisting. Trúleysi föður hennar sýndi Simone fram á að aðrar leiðir voru mögulegar en þær sem móðir hennar hélt að henni. Hún lærði líka 22

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.