Vera - 01.06.1999, Qupperneq 28
Sigríður og vinkona hennar, Áslaug Þorsteinsdóttir frá Skálpastöðum í Lundareykjadal.
Hjálpsemi og áhugi á kjörum
annarra er í ættinni
Steinunn Eyjólfsdóttir ræðir við Sigríði
Hjartardóttur á Akranesi
í mínum huga er hún alitaf bara
Sigga í þvottahúsinu. Við búum
báðar við Lambhúsasundið á
Akranesi og sjáum heim til hvor
annarrar. Ég hef oft setið í vist-
legu eldhúsinu hennar Sigríðar
og drukkið kaffi með fötluðu
stelpunum hennar, stelpum
sem eiga hana að vini og
verndara. Því Sigríður er mikill
verndari að eðiisfari.
En það á víst alltaf að byrja á því að
hyggja að uppruna fólks, svo ég spyr
þessa grannkonu mína hvaðan hún
sé upprunnin.
„Ég er sveitastelpa," segir Sigríður bros-
andi. „Foreldrar mínir, Sigríður Einarsdóttir
og Hjörtur L. Hannesson, bjuggu á Stóru-
Þúfu í Miklaholtshreppi þangað til ég var
fimmtán ára að við fluttum hingað á Akra-
nes. Já, fyrst þú spyrð, hjálpsemi og áhugi
á kjörum annarra mun hafa legið í ættinni.
Móðuramma mín, sem ég heiti eftir, var
stundum fengin til að annast geðsjúkt fólk,
hún þótti ná svo góðum tökum á því. Ég
minnist þess líka að foreldrar mínir voru einu
sinni beðin að lána elstu systur mína á bæ
einn í sveitinni þar sem húsmóðirin lá rúm-
föst, hún var krabbameinssjúklingur.
Mamma taldi ungling ekki ráða við þetta
verkefni, flutti sjálf til veiku konunnar og
annaðist hana og heimilið þar til konan
komst á fætur. En það var eitt og sér talið
kraftaverk sem enginn bjóst við. Hún lifði
mörg ár eftir þetta. Heima urðum við að
bjarga okkur þennan tíma sem mamma var
í burtu, elsta systir mín reyndi að koma í
hennar stað.“
Og svo komstu til Akraness.
„Já, svo fluttum við á Skagann. Þar átti ég
mín æskuár. Ég varð einstæð móðir, eign-
aðist dreng sem ég lét heita nafni föður
míns. Reyndar er varla hægt að segja að ég
hafi verið „einstæð" því foreldrar mínir
studdu mig með ráðum og dáð. Þau voru
svo raungott og indælt fólk..Svo gifti ég
mig þegar ég var tuttugu og átta ára. Mér
féll vel við tengdafólkið mitt, sumt af því er
vinir mínir enn í dag. En ég varð fyrir von-
brigðum með hjónabandið. Mér fannst ég
ekki njóta mín í návist mannsins míns. Ég
vonaði að þetta mundi lagast með tíman-
um, en það gerði það bara ekki. Eftir tutt-
ugu ára sambúð skildum við. Nú var ég ein
með þrjú börn heima, tvö þau elstu voru
farin að sjá um sig sjálf. Ég ákvað að láta
reyna á hvað ég gæti, keypti mér gamlar
vélar og opnaði þvottahús. Ég fékk strax
nóg viðskipti enda var þetta eina þvottahús
bæjarins. Um svipað leyti keypti ég húsið
hér í Bakkatúninu, gamalt hús, stórt og
skemmtilegt sem gaman var að hlynna að.
Sjálfstraust mitt jókst og börnin uxu upp.“
28