Vera - 01.06.1999, Qupperneq 16
Kvennalisti á tímamótum
um 10% þingmanna og í rúmlega 20 löndum er engin kona á þingi.
Það er því óhætt að segja að mikið hafi breyst til hins betra að þessu
leyti síðan Kvennalistinn varð til en þá voru 3 konur á Alþingi eða 5%.
Flestir viðurkenna að tilvist Kvennalistans hafi haft mikil áhrif á þessa
fjölgun, beint með þingkonum Kvennalistans, og óbeint með því að
styrkja stöðu kvenna innan stjórnmálaflokkanna. Nú verður fróðlegt
að fylgjast með þróuninni því betur má ef duga skal.
Það er eitt að fjöiga konum við völd og annað að koma á jafnri
stöðu kynjanna. Bæði þarf tiltekinn fjölda kvenna til að þær verði póli-
tískt afl og svo geta konur verið áhugalausar um jafnréttismál og í
raun fest ríkjandi valdakerfi í sessi með mikilli aðlögunarhæfni. Enn er
því miður langt í land með að kynin standi jafnfætis í þjóðfélaginu.
Nýjustu tölur um launamun kynjanna vekja óhug. Loksins hefur um-
ræðan um jafnrétti til fæðingarorlofs, kynferðislega áreitni og annað
kynferðisofbeldi náðst í gegn, en lítið fer fyrir samþykktum áætlunum
um aðgerðir. Þar þurfa fleiri að taka á honum stóra sínum en stjórn-
málamenn,’ ekki síst konurnar sjálfar sem launþegar og atvinnurek-
endur og samtök fólks á vinnumarkaði. Almennari þátttaka kvenna í
stjórnmálum ætti að breyta stjórnmálaáherslum þannig að þær yrðu
lýðræðislegri en ella með því að skírskota jafnar til beggja kynja. Allt
umfram það er álitamál. Þar á ég við hvort vinnubrögð stjórnmálanna
og þjóðfélagið sjálft breytist þannig að möguleikar fólks ráðist ekki af
kynferði. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort þessi fjölgun kven-
þingmanna og ráðherra á íslandi breytir stjórnmálunum og þá hvern-
ig-
Fórnarkostnaður
Allir vita að pólitíkin er grimm. Margir vita að það er erfitt að vera kona
í pólitík. Það kemur glöggt fram í nýútkominni valdahandbók fyrir
konur, Gegnum glerþakið, sem Kvenréttindafélag íslands gaf út.
Þetta vissum við margar þegar Kvennalistinn var stofnaður. Víð vild-
um ný stjórnmálasamtök sem hæfðu konum og þeim grasrótarvinnu-
brögðum sem tíðkast í kvennahreyfingum um allan heim. Við vildum
engan valdapíramída, formann eða lokaðar nefndir. Alit átti að vera
jafn aðgengilegt fyrir allar úr grasrótinni. Markmiðið var að breyta
þjóðfélaginu í jafnréttisátt og ekki síður að breyta stjórnmálunum.
Kvennalistinn hefur því um margt verið öðruvísi stjórnmálasamtök,
og því þyrftu hin almennu lögmál stjórnmálanna um grimmd, svik og
átök ekki endilega að gilda um okkar samtök. En hver varð reyndin?
Þó að flestar okkar sem viðstaddar voru athöfnina í Þjóðarbók-
hlöðunni á dögunum hefðum þroska til að ræða saman og brosa
þegar minnst var á spaugileg tilvik úr starfi Kvennalistans, er mjög
umhugsunarvert hve margar okkar hafa lent í djúpstæðum átökum
okkar á milli þannig að seint mun gróa um heilt. Þessi átök hafa ver-
ið viðloðandi Kvennalistann allt frá fyrsta kjörtímabilinu. Margt bend-
ir því til að erfiðlega hafi í raun gengið að ástunda vinnubrögð
kvennahreyfinga í samtökum sem snúast um formleg völd eins og
þau birtast bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum, jafnvel þó í samtök-
unum væru fyrst og fremst konur.
í bókinni Gegnum glerþakið eru rakin ótalmörg dæmi og reynslu-
sögur um þá erfiðleika, grimmd og andstreymi sem konur i pólitík
mega reyna. Drottnunaraðferðirnar sem Berit Ás skilgreindi á 8. ára-
tugnum voru mér kunnar þegar ég settist á Alþingi og því var ég oft
meðvituð um þegar þeim var beitt. Þessar aðferðir hafa þann tilgang
að grafa undan sjálfstrausti kvenna og gera þær öðrum undirgefnar.
Þær einkennast af því að konur eru gerðar ósýnilegar, þær eru gerð-
ar hlægilegar, upplýsingum er haldið frá þeim, konur eru látnar finna
að það sem þær gera sé rangt og alið er á sektarkennd þeirra.
Að sjálfsögðu hefur þessum aðferðum verið beitt gagnvart mér
eins og öðrum konum í pólitík. í því sambandi vil ég gera tvennt að
umtalsefni. Hið fyrra er að það eru ekki bara karlar sem beita þess-
um aðferðum. Konur gera það líka þó aðeins lítillega sé minnst á það
í áðurnefndri bók. Umhugsunarverðast var að sjá þessar aðferðir not-
aðar af konum úr kvenfrelsissamtökunum sem líkt hefur verið við
töfrateppi. Á félagsfundi Kvennalistans í Reykjavík að loknu prófkjör-
Það er mér umhugsunarefni hvernig mannréttindum er í
raun háttað á íslandi þegar heimilt virðist vera að „gefa
út veiðileyfi" á fólk eins og þessu var lýst af blaðamönn-
um og stjórnmálafræðingum. Þetta mun égrannsaka nán-
ar, svo og spurningar um konur og völd og hvað gerist
með kvennasamstöðuna þegar völdin eru annars vegar.
inu í janúar sagði ég stuttlega frá þessu. Þá greindi ég frá ítarlegum
skrifum mínum um aðdraganda prófkjörs Samfylkingarinnar og and-
streyminu sem ég hafði mætt frá örfáum aðilum innan og utan
Kvennalistans þegar Samfylkingin var að komast á koppinn, eða allt
frá sumrinu 1998. Þetta andstreymi varð að nornaveiðum á síðum
dagblaðanna, eins og gerist gjarnan þegar konur í pólitík þykja
komnar of langt (sjá t.d. frásagnir Monu Sahlin og Marianne Laxén
um ástandið í Svíþjóð og Finnlandi í Gegnum glerþakið, 1999). Gott
dæmi um fjölmiðlafárið var þegar ég var sökuð um ráðríki og hurða-
skelli hjá nefnd sem fjallaði um framboðsmál Samfylkingarinnar á
Reykjanesi. í fyrsta lagi var ég ekki í nefndinni, í öðru lagi var ég ekki
á fundinum og því var útilokað að fréttin væri sönn. Þegar ég benti
viðkomandi blaðamanni DV á mistökin, kom leiðrétting daginn eftir
undir fyrirsögninni: „Guðný skellti ekki hurðurn" sem í raun gerði illt
verra. Blaðamaðurinn baðst ekki afsökunar og helst mátti heyra á
fólki að ég mætti þakka að blaðið sæi ástæðu til „leiðréttingar". Fjöl- *
miðlarnir voru þúfan sem velti hlassinu en þeir voru jafnframt með
þeim fyrstu sem vöruðu mig við því hvað var að gerast. Ég er jafn-
sannfærð um það nú og á áðurnefndum félagsfundi að skrif mín og
dagbók um þetta tímabil séu aðeins fyrir skúffuna að sinni. Á yfir-
borðinu gerðist það í prófkjöri Samfylkingarinnar i Reykjavík að ég
fékk 19 færri atkvæði en þurfti í 1. sæti Kvennalistans og datt því úr
4. sæti í 8. skv. prófkjörsreglum. Margir skilja ekki hvers vegna þetta
gerðist, samanber fjölmörg samtöl bæði fyrir og eftir prófkjörið sem
efnislega voru mörg á þessa leið:
Hvers vegna fékkst þú ekki einróma stuðning í 1. sætið eftir að vera
búin að vinna forvinnuna og skítverkin í Samfylkingarmálum með
ómældu einelti og brotsjó? Það er mjög óalgengt að farið sé fram
gegn sitjandi þingmanni, helst er það gert gagnvart konum. Kvenna-
listinn virðist ganga þar lengst og nú er ekki hægt að skýra þetta með
útskiptareglunni um hámark 8árá þingi. Tíðkast virkilega nornaveið-
ar í samtökum sem kenna sig við kvennasamstöðu? Þú fylgdir yfir-
lýstri stefnu samtakanna í samfylkingarmálum og stóðst þig vel í
þinginu. Hvað er eiginlega í gangi?“
Ég er ekki ein um þá skoðun að vinnubrögð nokkurra einstaklinga
í aðdraganda og kjölfar prófkjörsins hafi ofboðið mörgum innan sem
utan Kvennalistans og brotið niður baráttukraft margra. Ég er enn að
fá símhringingar sem staðfesta þá skoðun.
Síðara atriðið sem ég vil gera að viðfangsefni hér er þetta með
sektarkenndina. Hefðbundnasta leiðin sem flestar nútímakonur
kannast við til þess að lama þær með sektarkennd er að segja að
þær vanræki börnin sín. Við það slapp ég blessunarlega. Höfðað var ^
hinsvegar til minnar sektarkenndar með því að fullyrða tvívegis í
sama dagblaði að ég afneitaði nýlátnum foreldrum mínum. Málinu til
stuðnings var vísað í sjónvarpsþátt þar sem ég skýrði muninn á mín-
um uppeldisaðstæðum og barnanna minna að hluta til með mis-
munandi menntun foreldranna. Að túlka þessi ummæli sem afneitun
á foreldrum mínum er fráleitt enda dytti mér slikt aldrei í hug. Þau
voru bæði yndislegar manneskjur og ég varla búin að jafna mig eft-
ir andlát þeirra beggja nokkrum mánuðum áður. Hér var lagst ansi
16