Vera - 01.06.1999, Side 40
leiksvæði okkar. En þegar við urðum eldri
fannst okkur ýmislegt vanta sem er til stað-
ar í Reykjavík."
Elín: „Það var mjög gott að ala börn upp fyr-
ir vestan og ég hefði ekki viljað skipta. Börn
læra að vinna af því þau fara að vinna í
frystihúsinu strax eftir fermingu. Nú þykir
það kannski ekki nógu gott og talað um
barnaþrælkun. En það var alltaf vel litið eftir
þeim og þau fengu ekki að vinna nema tak-
markaðan tíma. Þau lærðu að meta aga í
vinnunni og mæta á réttum tíma. Foreldr-
arnir eru alltaf mjög nálægt ef eitthvað bját-
ar á. Einnig læra börn og ungmenni að um-
gangast fólk á öllum aldri, sem ég held að
sé hverfandi hér í Reykjavík í dag.“
Öruagari um stelpurnar í
ReyRjavík
Finnst þér ekki erfitt að koma með unglinga
til Reykjavíkur eftir að hafa búið lengi f litlu
þorpi?
„Það hljómar kannski undarlega en ég er
miklu öruggari um þær í Reykjavík en fyrir
vestan. Fyrst og fremst vegna þess að ég
hafði alltaf áhyggjur af þeim þegar þær óku
á milli fjarðanna. Einnig breyttu snjóflóðin
miklu í mínum huga. Áður fannst mér snjór-
inn notalegur en eftir að flóðin féllu stóð mér
ógn af honum. Hér geta þær sinnt áhuga-
málum sínum, sem eru mörg, og það er holl
afþreying í boði sem allir geta nýtt sér sem
vilja. Það er jafnvel algengara að unglingar
byrji ungir að drekka á þessum smærri stöð-
um, einfaldlega vegna þess að þar er fátt við
að vera.“
Hvað hefur valdið þessum fólksflótta frá
smærri byggðum? Er það kvótaieysi eða
eitthvað annað?
Elín: „Þetta er mikið til kvótabreytingin. At-
vinnumöguleikar eru ekki miklir utan fisk-
vinnunnar. Mér fannst fiskvinna aldrei leiðin-
leg en ég var orðin þreytt á henni. Svenni er
Vöggusængur,
vöggusett.
Póstsendum
&ði#
SkólavörðustÍK 21 Sími 551 4050 Reykjavík
aftur á móti fæddur og uppalinn á Súganda-
firði og við vissum að þessi breyting yrði erf-
ið fyrir hann. Reyndar er hann sá síðasti úr
sinni fjölskyldu sem flytur burt. Fyrir utan
kvótaleysi er fólk að flytja vegna skólagöngu
barna eða sækja í aðra þjónustu sem aðeins
er í boði hér fyrir sunnan. Það er mjög al-
gengt að mennirnir séu eftir á stöðunum til
að halda áfram að vinna við sitt en eiginkon-
urnar fari suður með börnin í nám. Ég held
að það sé ekki gott fyrir fjölskyldur að slíta
þær svona í sundur. Það kom líka til greina
að stelpurnar færu einar suður en mér
fannst það ekki rétt. Þótt þær séu hálffull-
orðnar þurfa þær að hafa einhvern til staðar
á heimilinu. Ég hef rætt þetta mál við náms-
ráðgjafa sem hefur sagt mér að foreldrar
hafi keypt íbúðir fyrir börnin til þess að þau
geti gengið í skóla í Reykjavík. Síðan hefur
komið á daginn að mörg hafa ekki þann
þroska sem þarf til að standa á eigin fótum
og hafa flosnað upp úr námi. Ég held að það
sé gott fyrir unglinga að vita af því að það sé
einhver sem fylgist með þeim og veiti þeim
aðhald og stuðning."
Berglind: „Þessi þróun í búsetu er vfðar en
hérlendis, til dæmis í nágrannalöndum okk-
ar. Fólk hefur séð miklu meira í dag en áður.
Þrátt fyrir veðurfræðilega einangrun fyrir
vestan erum við ekki útilokuð frá umheimin-
um. Við höfum sjónvarp, útvarp og Netið.
Þegar við bjuggum fyrir vestan sóttum við í
samskipti á irkinu, við höfum varla kveikt á
tölvunni síðan við fluttum til Reykjavíkur.
Einnig má benda á að það þykir sjálfsagt að
ungt fólk í Reykjavík fari utan til framhalds-
náms og margir koma aldrei heim aftur.
Þetta er svona í öllum löndum en af því fólk
flytur vestan af fjörðum er allt í uppnámi. Um
miðja öldina var kannski ekki svo mikill
munur á milli öflugra bæja úti og landi og
Reykjavík. En munurinn er rosalegur í dag.
ísafjörður á að vera höfuðstaður Vestfjarða
en samt er engin fjölbreytni þar.“
Elín: „Þegar byggðarlögin voru öll sameinuð
undir ísafjarðarbæ átti vegur ísafjarðarkaup-
staðar að verða meiri. Hins vegar finnst mér
bæjarfélagið alls ekki hafa staðið sig nógu
vel, hvorki í sambandi við íþróttirnar né
verslun og aðra þjónustu."
Berglind: „Fyrir vestan er hægt að velja um
tvennt að loknum grunnskóla - menntaskól-
ann eða fiskinn. Margir krakkar vita ekki
einu sinni af þeim möguleikum sem bjóðast
til náms hér á höfuðborgarsvæðinu. Skóla-
yfirvöld kynna þeim ekki alla þá möguleika
sem eru í boði í landinu. Þegar við lukum
grunnskólanum fengum við aðeins kynningu
á MÍ og búið. Núna er ekki eins mikil framtíð
í útgerð og fiskvinnslu eins og var hér áður
fyrr. Hvað annað er eftir?“
Ósanngjarnt að krefjast þess
að við komum til baka að loknu
námi
Nú klárar þú skóla hér en heldurðu að þú
farir aftur vestur?
Berglind: „Ég veit ekki einu sinni við hvað
ég ætti að vinna. Mér hefur alltaf þótt
ósanngjörn sú krafa, sem skólayfirvöld þar
hafa haldið fram við útskriftir, að nemendur
ættu að koma aftur til byggðarlagsins að
loknu framhaldsnámi. Er það sama sagt við
krakkana sem útskrifast í Reykjavík ?„Þið
verðið að koma aftur til Reykjavíkur og
halda uppi byggð hér.“
Hvað finnst ykkur um umræðuna í þjóðfé-
laginu um ástandið í þessum byggðarlög-
um?
Berglind: „Það er alltaf verið að tala um
„landsbyggðarfólkið" eins og eina heild.
Eins og okkur langi allt það sama. Við erum
bara einstaklingar með mismunandi þarfir
og hugmyndir um lífið. Þetta er eins og þeg-
ar talað er um „unglingana" eins og þeir séu
allir eins. Sjáðu Moggann til dæmis. I blað-
inu er sérsíða sem heitir Akureyri. Næst á
eftir kemur svo síða sem kallast lands-
byggðin. Allar hinar síðurnar hljóta þá að
vera um Reykjavík. Þetta er eins og verið sé
að flokka fólk eftir trú eða litarhætti. Það
eina sem allir vita um Vestfirði er snjóflóð og
að allt sé á hausnum. Það er aldrei talað um
það jákvæða starf sem unnið er í þessum
byggðarlögum."
Elín: „Það má til dæmis nefna að það er
mjög öflugt tónlistarlíf á ísafirði. Tónlistar-
skólinn er mjög góður og rekinn af sama
metnaði hjá Sigríði Ragnars og faðir hennar
gerði á sínum tíma. Allar dætur okkar fóru í
tónlistarnám vegna þess að rekið er útibú
frá skólanum á Suðureyri. Kennarar eru
mjög góðir og koma víða að úr heiminum.
Svo er tónlistarnámið metið til eininga í
menntaskólanum, sem er mjög jákvætt."
Finnst ykkur að eigi að halda þessum
byggðum við?
Elín: „Þar sem fólk vill búa á að leyfa því að
vera. Meðan atvinna helst og kvótinn skerð-
ist ekki meir, á að gera fólki kleift að búa á
þessum stöðum. Það sem heldur í fólk er
að eignir þess eru nánast verðlausar og
óveðhæfar. Samt er alltaf til í dæminu að
fólk flytji frá höfuðborgarsvæðinu út á land
þar sem ágæta vinnu er að hafa. Forsenda
byggðar í landinu er fjölbreytt og örugg at-
vinna.“
4D