Vera - 01.06.1999, Side 17

Vera - 01.06.1999, Side 17
lágt til að finna snöggan blett á konu í pólitík. Þessi ummæli voru jafnframt notuð gegn mér í prófkjöri Samfylk- ingarinnar og útfærð sem menntasnobb. Þegar kvenfrelsisafl er far- ið að nota það gegn konum í framboði að þær hafi menntun, sem til þessa hefur verið viðurkenndasta leið kvenna til kvenfrelsis, þá er ekkert skrítið að töfrar teppisins séu horfnir og tækið ónýtt í barátt- unni. Þó að kvennabaráttan hafi verið borin uppi af menntakonum í gegnum tíðina, auk karlkyns eldhuga, þá hafa allar konur notið þeirr- ar baráttu. Það kemur hinsvegar skýrt fram í valdahandbókinni áður- nefndu að oft skilar menntun konum lítið fram á við í stjórnmálum. Það virðist eins með menntunina og aldurinn. Hvorutveggja eru gjarnan of eða van eftir hentugleikum hverju sinni. Frásögn Ullu Ölvebro er sláandi: „Þegar koma átti konu sem var leikskólakennari að í byggingar- nefnd var spurt um reynslu á byggingar- og skipulagssviði og konan úti/okuð. Síðar var gerð tillaga um konu sem var byggingarverkfræð- ingur í sömu nefnd. „Þá sögðu karlarnir: Þarf byggingarfræðinga til að sitja í byggingarnefnd nú til dags?“. Af þessu lærðum við að málið snýst ekki um hæfni heldur völd. “ (Gegnum glerþakið, 1999, bls.119- 120). í valdahandbókinni sem víðar er varað við því að maður geri orð- ræðu fjölmiðlanna, hvort sem hana má rekja til karlveldisins eða valdhafa almennt, að eigin sjálfsmynd. Enda mun enginn fá mig til að trúa því að ég sé menntasnobb eða að ég afneiti foreldrum mínum og ég er sannfærð um að allir sem þekkja mig vita að svo er ekki. Engu að síður lít ég og fjölskylda mín ærumeiðandi ummæli af þessu tagi mjög alvarlegum augum. En hvers vegna bauð ég mig fram í þetta fáránlega hólfaprófkjör Samfylkingarinnar, sem augljóslega kæmi illa út fyrir Kvennalistakon- ur, eftir allt sem á undan var gengið? Um áramót hallaðist ég að því að segja skilið við vettvang stjórnmálanna en var eindregið hvött til að taka þátt af flestum forsvarskonum Kvennalistans þar sem það veikti okkur bæði í prófkjörinu í Reykjavík og á Reykjanesi að hafa ekki þingkonu í framboði. Ég lét til leiðast, þó að við vissum allar að ég hafði þegar ákveðið að fara til Suður-Afríku í janúar. [ valdahand- bókinni margnefndu er bent á að sumar konur gefist upp strax fyrir andstreymi en aðrar rísi upp aftur og aftur og að því magnaðri sem mótspyrnan er þeim mun hættulegra - og mikilvægara- sé að feta þessa braut (bls. 84). Ég hafði lagt mikið á mig við að koma Samfylk- ingunni á legg og vildi gjarnan fá að Ijúka því verkefni. Mér fannst því í raun eðlilegast að fara í framboð með tilheyrandi kostnaði og taka fullan þátt í kosningabaráttunni þó að óneitanlega hefði hitt verið þægilegra. Lærdómar Ég hef hér fyrst og fremst horft í eigin barm, þar sem ég er að skrifa mig frá þessum kafla í lífi mínu áður en ég tekst á við ný og krefjandi verkefni. Mér er Ijóst að það er áhættusamt að ræða þessi mál, sam- anber viðvaranir í valdahandbókinni. Almennt eru konur varaðar við því að kvarta og það hef ég margreynt í þessu ferli. Þá fá þær vælu- kjóastimpil og er sjálfum um kennt, samanber viðbrögð DV við hurðaskellunum ímynduðu. Konur þegja því gjarnan, mismununin heldur áfram og konur fara að halda að hindranirnar á vegi þeirra stafi af persónulegum mistökum. Ég tek því undir með þeim sem telja nauðsynlegt að afhjúpa þá farartálma sem verða á veginum í hindr- unarhlaupi kvenna í stjórnmálum, til að aðrir geti af þeim lært. Jafn- framt er ég tilbúin að taka afleiðingunum. Þó að glerþakið sé tákn- mynd kúgunar er það einnig táknmynd baráttu gegn mótlæti. Ég er ekki að leita að blórabögglum, en ég vil nota reynslu mína og þekk- ingu til að bíta frá mér og reyna að skilja og skýra þessar hremming- ar í von um að það gagnist öðrum konum í þeirra kvennabaráttu. Vafalaust geta fleiri kvennalistakonur sagt frá hremmingum af ýmsu tagi. Og vel má vera að ég teljist ein af þeim sem beittu „mis- rétti“ í sögum annarra. Slíkt misrétti hefur þá falist í því að fylgja eftir samvisku minni um réttmæti samfylkingarleiðarinnar og að nýta þann rétt sem lýðræðisleg atkvæðagreiðsla er, jafnvel í samtökum eins og Kvennalistanum bæði á meðan og eftir að máttur töfrateppisins varði. Fyrir mér er klækjalund sjúkdómseinkenni hins aldraða valdapíramída enda ku það orðspor fara af mér að ég sé hreinskipt- in og ekki nógu leiðitöm. Slík afstaða gengur ekki til lengdar í stjórn- málum og það virðast konur þurfa að sætta sig við ef þær ætla að endast í heimi stjórnmálanna. Valdahandbókin margnefnda skýrir vel að á öllum Norðurlöndum kjósa margar konur heldur að hætta, því miður. Það verður spennandi að leita svara í kvennafræðunum við öllum þeim spurningum sem reynsla mín sem alþingismanns hefur vakið. Fyrir þá reynslu, þó hún væri ekki tómur dans á rósum, er ég afar þakklát. Andstreymi getur verið þroskandi í lífinu, rétt eins og sigrar, ef stuðningur er til staðar og skynsamlega er tekið á málum. Það er mér umhugsunarefni hvernig mannréttindum er í raun háttað á íslandi þegar heimilt virðist vera að „gefa út veiðileyfi" á fólk eins og þessu var lýst af blaðamönnum og stjórnmálafræðingum. Þetta mun ég rannsaka nánar, svo og spurningar um konur og völd og hvað gerist með kvennasamstöðuna þegar völdin eru annars vegar. Mér virðist það tálsýn á þessari stundu að konur fari betur með völd en karlar, enda konur margbreytilegar eins og karlar og völdin sem slík lúta eig- in lögmálum. Mér virðist Ijóst að sumt af því sem sagt er frá í Gegnum glerþakið þarfnast endurskoðunar í Ijósi þess að konur eru sjálfar alls ekki sak- lausar af öllu því vonda sem kennt er við pólitík og valdabaráttu. Enda stundum notað sem tákn um kvenfrelsi að konur megi vera vondar eins og karlar. Fylgikvillar valdsins eru óháðari kynferði en við gerðum ráð fyrir þegar Kvennalistinn varð til. Bókin um Furstann lýs- ir þeim kvillum en í Kvenfurstanum er því velt upp af Harriet Rubin hvort konur fái nokkurn tíma stjórnartaumana á meðan þær noti meðöl karla til að reyna það. „Vandinn er að verða ekki eins og þeir (karlar) á leiðinni að settu marki. Ef konur verða hluti karllægs valdapíramída er erfitt fyrir þær að nota völdin á þann hátt sem þær ætluðu sér í upphafi." (Gegnum glerþakið, 1999, bls.68). Þetta virð- ist því miður vera meinið. Ég er ekki tilbúin að sætta mig við það á þessari stundu að hug- sjón Kvennalistans um öðruvísi stjórnmál hafi verið tálsýn. Þó má Ijóst vera að þróunin í hugmyndafræði kynjafræðanna og Kvennalist- ans bendir til að svo geti verið. Um 1990 fór að bera á andófi gegn því að sameiginleg reynsla kvenna gefi þeim aðra lífssýn en körlum. í stað þess að leggja áherslu á sameiginlega reynslu og samstöðu kvenna var áhersla lögð á margbreytileika þeirra og um leið að það að vera kona tryggi ekki ákveðna eiginleika, gildi eða reynslu. Þessa þróun hugmyhdafræðinnar hef ég rætt nánar í viðtölum við Veru (4/1994 og 1/1998). Ef það eru ekki eðlislægir og kynbundnir eigin- leikar sem skipta máli heldur reynslan, gildin og viljinn, þá er mikil- vægast í baráttunni fyrir jafnri stöðu kynjanna að við stjórnvölinn séu jafnréttissinnaðar konur eða karlar sem fara vel með sín völd. Framtíðarsýn Hjá mér og mörgum kvennalistakonum, núverandi og fyrrverandi, blasir við tími umhugsunar og rannsókna. Við höfum búið yfir ein- stöku tæki í heiminum sem er stjórnmálasamtök kvenna sem hefur átt fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum. Þessu tæki hefur verið líkt við töfrateppi og margar okkar hafa notið góðs af og frætt aðra um töfra þess út um víða veröld. Jafnframt munum við samfylkingarsinn- ar fylgjast með þróuninni innan þeirrar hreyfingar og halda uppi mál- flutningi okkar um kvenfrelsi og jafnréttismál innan sem utan Alþing- is. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort aðhald Kvennalistans sem sjálfstæðs framboðsafls má hverfa, eins og ég hef sjálf viljað trúa í Ijósi þess að innan Samfylkingarinnar eigi jafnréttismálin að skipa háan sess. Það var þó óneitanlega merkileg reynsla að fylgjast með því hvernig hugtakið kvenfrelsi hvarf smám saman með hverju nýju handriti að stefnuyfirlýsingu og verkefnaskrá Samfylkingarinnar. 17

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.