Vera - 01.06.1999, Síða 38

Vera - 01.06.1999, Síða 38
Jóhanna A.H. Jóhannsdóttir Búferlaflutningur fólks af lands- byggðinni virðist fara stöðugt vaxandi en síðasta áratug fjölg- aði íbúum á höfuðborgarsvæð- inu um 26.000 manns á meðan brottfluttir umfram aðflutta voru 12.600 á landsbyggðinni. Tölur segja að mun fleiri konur en karlar séu í hópi þeirra sem flytja á höfuðborgarsvæðið og það sama hefur gerst í öðrum löndum. í könnun sem þróunarsvið Byggðastofnunar lét gera kom fram að atvinna, húsnæðiSmál, menntunarmöguleikar og ýmsir hlutir sem tengjast fjölskyldu, vinum og almennum lífsgæðum séu sagðar ástæður flutning- anna. Vera ræddi við fjórar kon- ur sem hafa nýlega flutt utan af landi um þessi umskipti og á- stæður flutninganna. Mæðgurnar Elín og Berglind fluttu frá Suðureyri til Reykjavíkur Fæstir vita hvar Suður®pi er á landinu Elín Bergsdóttir er fædd og uppalin í Þingholtunum í Reykjavík. Hún fór vestur á Súgandafjörð til að vinna í fiski árið 1975, þá 21 árs. Á balli 16. júni sama ár kynntist hún Sveinbirni Jónssyni sem fæddur er og uppalinn f Súgandafirði. Þau bjuggu á Súganda- firði í eitt ár, fóru síðan í langt og mik- ið ferðalag til Mið-Austurlanda. Vetur- inn 1977-78 bjuggu þau í Reykjavík en fluttu aftur vestur það ár þegar elsta dóttirin af þremur var þriggja mánaða. Á Súgandafirði bjuggu þau samfleytt í 20 ár, ólu upp dætur sínar og unnu við eigið fyrirtæki um tíma. Sumarið 1998 flutti öll fjölskyldan til Reykjavíkur á ný. Vera hitti Elínu og miðdótturina, Berglindi, á heimili þeirra í Reykjavík. Berglind vinnur í verslun í sumar en í haust fer hún á þriðja ár í MH. Svein- björn er fyrir vestan í sumar að fiska á sínum báti. Elsta dóttirin, Jóna'Lára, er að vinna fyrir vestan með sínum kærasta og hefur hugsað sér að fara í nám í iðjuþjálfun í Háskólanum á Akureyri þegar haustar. Björg er yngst og lauk fyrsta ári í MH í vor en vinn- 38

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.