Freyr - 01.01.1912, Page 12
6
FJREYR.
4. Xlemens Ólafsson * Kurfi á Skagaströnd
í Húnavatnssýslu. — Þegar farið er um Skaga-
ströndina, sem leið liggur, og komið er á mel-
bakkana utan við Hof, verður flestum ókunn-
ugum það á, að eg liygg, að stansa og litast
um. En hvað er þarna að sjá. — Neðan við
melinn gefur að líta þá sýn, sem stingur mjög
í stúf við það, sem maður á annars aðvenjast
þar um slóðir. Þar standa þrír bæjir, Hróa-
staðir, Kurfur og Oriygsstaðir. A þessum bæj-
um öllum hafa verið gerðar miklar jarðabœtur,
eftir því sem ■ gerist á Skagaströndinni, og mið-
að við það, hvernig þarna er ástatt. Mestar
eru og einna myndarlegastar jarðarbæturnar í
Kurfi.
Klemens hefir búið í Kurfi í 30 ár. Kotið
er rúm 3 hundr. að dýrleika, og var í órækt
og niðurníðslu þegar hann tók það. Túnið var
um 5 dagsl. (1,6 hektara), alt kargaþýft og
raklent. Eengust þá af því 16 hestar af töðu.
Eyrstu jarðarbætur Klemens þarna i Kurfi
voru þær, að hann bjó til safnfor, og hlóð í
kringum fjóshaugmn. Síðan byrjaði hann að
slétta túnið, og auka það. Er það nú alt slétt,
og með útfærslunni sem komin er í rækt, um
7 dagsl. (2,25 hekt.) að stærð. Grefur það nú
af sér 140—150 hesta, eða um 20 hesta af
dagsláttunni. Ber þessi heyfengur áþreifanlega
vott um fyrirmyndarhirðusemi á túni og áburði.
Túnið er girt með skurðum og görðum, og
er sú girðing öll 484 faðmar eða um 900 metr-
ar. Aðrar girðingar um 250 metra. Skurði til
að þurka hefir hann einnig gert, og eru þeir
um 80 rúmmetra.
Auk þessa hefir Klemens gert upphleyptan
veg frá bænum og niður að sjónum. Hann er
250 faðmar eða um 475 metra, og 3 metra á
breidd. — Þá hefir hann búið til lendingu við
sjóinn með ærnu erfíði. Rifið niður tveggja
mannhæða háan bakka, til þess að geta sett
þar upp skip. JÞað segir hann verið hafa vont
verk, því þar var klöpp fyrir, sem rífa þurftí
upp. Hefir það verið seinlegt verk og erfitt.
Klemens kvartar yfir því í bréfi til mínr
að sér hafi gengið seint að auka túnið. Er það
eigi svo undarlegt, þegar þess er gætt, að tún-
útgræðslan er gerð í mýrarflóa, fúnum og blaut-
um. En eigi var um annað land að gera, nema
þá langt í burtu frá bænum. En því fylgir
jafnan annmarkar og aukið erfiði, með áburðar-
flutning o. fl. að taka iand til ræktunar fjarri
bæjum. Og eins og á stóð þarna, varð því ekki
komið við.
011 þessi umbótaverk hefir Klemens unnið
með handafli sinu. Einyrki hefir hann verið
fram á síðustu ár. Nú er hann hniginn að
aldri og tekinn mjög að lýjast. Kvartar hann
yfir því, að mátturinn sé farinn að þverra, til
þess að standa í ströngu erfiði við jarðarbætur.
„Handleggirnir orðnir lúnir“ segir hann „og
gigtin búin að draga úr þeim allan mátt.“ Þó
er hann enn þá sístarfandi að því að bæta og
prýða kotið sitt, sem hann er nýlega búinn að
festa sér. Aður hefir hann verið leiguliði alla
tíð. — Eátækur hefir hann jaínan verið, en
komist þó vel af og sómasamlega. Börnin eru
6, og flest uppkomin. —- En hvort sem Klem-
ens nýtur lengur eða skemur við hér eftir, þá
mun Kurfur lengi bera menjar þessa atorku-
sama manns.
Klemens hefir tvisvar sinnum hlotið verð-
laun úr Ræktunarsjóði Islands; það var árin
1902 og 1910.
5. Kristmundur Guðmundsson í Melrakka-
dal i Húnavatnssýslu. — Vorið 1882, „hval-
vorið“, sem svo er alment nefnt í Húnavatns-
sýslu, var Ameríkuhugur þar mikill í mönnum
og mjög almennur. Ætlaði þá um vorið fjöldi
fólks af landi burt, og einn af þeim var Krist-
mundur. Hann var þá 29 ára að aldri og ný-
lega kvæntur. Átti fáeinar kindur, sem hann
ætlaði að selja áður en hann færi upp í far-