Freyr - 01.01.1916, Side 7
Hófkyrkjur í folöldum og tryppum,
E>ví miður brennur það alt of viða við
tiér á landi enn, að ungviði sé kvalið í upp-
vextinum eða vanfóðrað, svo að það geturekki
tekið eðlilegum framförum og verður svo alla
æfi að meira eða minna leyti vanmetaskepnur.
Enn minna er venjulega hugsað um hirðing
ungdýranna og aðra meðferð, sem þó oftast er
langt til eins nauðsynlegt að í lagi sé eins og
fóðrun og fóður. Um hirðing hófa eða hófa-
ræsting á tryppum, svo að í nokkru lagi sé,
mun varla að tala, enda eru afleiðingar þeirrar
vanhirðu — hófkyrkjurnar — afar tíðar hér, og
með því að ég er oft spurður til ráða um kvilla
]þenna, skal ég fara um hann nokkrum orðum
eða réttara sagt orsakir hans, svo að hesta-
ræktarmenn geti fremur forðast að tryppi fái
hófkyrkjur, en það er affarasæila og auðveld-
ara en að lækna hóikyrkju, sem komin er á
jhátt stig.
Þegar íolaldið fæðist, eru hófar þess fram-
mjóir, víðastir efst um hóíhvarfið, en mjórri
eftir því sem neðar dregur. Neðst á þeinr er
hornið lint og blautt, eins og mjúkur ostur og
ver það móðurina meiðslum meðan á fæðingunni
stendur, en skömmu síðar skrælnar þessi hófa-
.ostur, og slitnar af, þegar foialdið er vel komið
á fót. Á næstu árum á nú foialdshófurinn að
taka þeim breytingum, að lögun hans verði
.gjörsamlega allt önnur, verði víðastur neðat og
smáþrengist uppeftir og þrengstnr um hóf-
hvarfið. Sé alt með feldu, á hófur á vetur-
.gömlu tryppi að vera sem næst jafnvíður efst
og neðst, en úr því og þangað til hesturinn
er fullra fjögra vetra, verður víddarmunurinn
meiri og meiri, þannig að hófrandarummálið
stækkar stöðugt meira en hófhvarfsummálið. —
Að folaldshófurinn er víðastur efst, kemur til
af því að kjúkan um hófhvarfið vex svo ört
á digurð í tósturlífinu og fyrst eftir fæðinguna
en hófurinn vex allur frá hófhvarfinu (hófrót-
unum). Efsti — og yngsti — hluti hófsins er
þá skiljanlega á nefndu vaxtarskeiði stærri og
umfangsmeiri, en hófurinn þar fyrir neðan, sem
myndast hefur frá minna hófhvarfi.
Að folaldshófurinn breytist og fær gagn-
stæða lögun á fullorðnum hesti, stafar af si-
vaxandi þrýstingi að ofan á hófinn, eftir því
sem hesturinn vex og þyngist, og svo af vexti
kjúkubeinanna innan í hófnum; hófbeinið breytir
sem sé lögun á líkan hátt og hófurinn.
Margt getur nú orðið þess valdandi að
eðlileg breyting á lögun hófsins- verði annað-
hvort of eða van, þannig að hann annaðhvort
fletjist of mikið út að neðan, hesturinn verði
flathæfður, eða hann gangi otJítið út að neðan,
hesturinn verði önghæfður. Hið fyrra á sér
einatt stað á hestum, sem ganga mikið á vot-
lendi, því að hornið í hófunum sýgur ætið tals-
vert í sig af vatni og verður við það mýkra
og sveigjanlegra. Hestar sem aldir eru upp á
þurlendi fá aftur þrönga, harða og háa hófa.
Eitt af aðalskilyrðunum fyrir því að hófar
folaldsins taki eðlilegum breytingum er stöðug
hæfileg hreýfing. Fái folöld og tryppi ekki að