Freyr - 01.01.1916, Side 9
FKEYR.
3
ffliður. Of lítil hóftunga er öllura heatum mein-
leg, en ekki sízt tryppum, enda verða þeir hóí-
iar ætið þröngir, sem hafa mjög litla hóítungu
■eða enga. Hinsvegar er hóftungan ætíð lítil
i þröngum hófum og þá hættir henni líka
mjög við skemdum af þvi, að hælgrófirnar (inn-
ín við hælana, milli þeirra og tungunnar) eru
|>röngar og tiltölulega djúpar, svo að saurindi
f'estast og geymast í þeim.
Ef þessa, sem hér hefir verið tekið fram,
er vel gætt, ætti ekki að koma til þess, að
verulegar hófkyrkjur mynduðust í tryppum, en
eigi þær sér samt stað, verða þær bezt lækn-
aðar á þann hátt, að tálga hófa tryppisins hæfi-
lega sem til járningar, láta þá ekki vera of
langa, hreinsa vel úr hælgrófunum og sneiða
burtu með beittum hnif svo mikið af röndum
hóftungunnar, að grófirnar verði vel opnar. Á
sama hátt skal og fara með tungugrófina; ann-
ars má [ekki taka neitt af hóftungunni, ekki
lækka kana. Næst þessum aðgjörðum verður
að sjá jum að tryppin fái næga hreyfingu úti
og vætu (vatn) upp í hófana. Til þess að flýta
fyrir því að hófarnir taki í sig vætu, mætti
láta tryppin standa á votri torfu. Að tálga
hófvegginn sjálfan utan, sverfa hófskelina eða
búa til djúpar rennur, eins og .sumra er siður,
er jafnan til ills eins, þar sem slikar aðgjörðir
flýta enn meir fyrir, að hornið missi raka og
verði hart.
Þótt það sé reglan, að ekki megi fara að
járna tryppin snemma til þess að hindra ekki
eðlilega útvikkun hófsins að neðan, verður járn-
ingin þö réttmæt og kernur að góðu liði við
þau tryppi, sem hafa of stóra og flata hófa,
hvort sem þau líkamslýti stafa af því að tryppin
eru alin upp á votlendi eða þau eru kynfylgja.
Með járningunni samfara viðleitni við að verja
hófana of mikilli vætu má þá koma í veg fyrir
að þeir fletjist um of.
Magnús Einarson.
Árið 1915.
í>að verður ekki annað sagt, en að árið
sem leið hafi verið gott ár til lands og sjávar,
jafnvel velti-ár fyrir suma bændur og útvegs-
menn.
Veturinn var einstakt mildur að kalla mátti
og tók sumstaðar aldrei fyrir jörð. Fyrri hluti
góunnar, eða frá því um 25. febr. til 8. marz
var þó harðindavottur og töluverður snjór,
einkum norð-austan lands. En úr því gerði
góða tíð, er hélst fram úr. £>að er því ekki hægt
annað að segja, en að veturinn hafi verið góður,
og viða á landinu með þeim betri. Hitt er
annað mál, að veðráttufarinu er oft misskift.
Einstakar sveitir eða héruð geta orðið illa úti,
jafnvel þó vel viðri yfirleit, og svo var einnig
að þessu sinni.
Um heyskort var hvergi getið, svo telj-
andi væri. í>að kippir sér engin upp við það,
þó að einstaka maður verði heylaus. £>að er
svo alvanalegt um suma bændur, að þeir kom-
ast í heyþrot hvernig sem árar. — Hinsvegar
áttu margir fyrningu frá vetiinum, þrátt fyrir
það, þótt ásetningur í fyrra haust væri ekki
góður hjá almenningi.
Um sumarmál byrjaði að vora, og viðraði
þá vel. Mátti svo að orði kveða, að sumar
kæmi með sumri. — í maí-lok eða um sjöttu
sumarhelgina gerði norðan kast. Það stóð
norðanlands og austan i viku, en sunnanlands
gætti þess minna, en frost var þó allhart að
nóttunni. Eftir það gerði stillur og gott veð-
ur. En þó var oft fremur andkalt fram eftir
vorinu, sem stafaði af hafísnum, er lá fyrir öllu
Norðurlandi, alt vorið og fram á sumar. Gegndi
furðu, hve veðrið, og það norðanlands, var þó
kyrt og fagurt mestan hluta vorsins, með þeim
ís sem þá var hér við land. Mundu elstu
menn ekki aðra eins veðursæld á hafísvori.