Freyr - 01.01.1916, Side 17
FREYR.
II
reikning yfir tekjur sínar og gjöld. Og það
eru þessar hvatningar hans, sem koma mér til
að sýna mína aðferð i þessu efni.
Enginn skyldi þó ætla, að jeg með þessu
ætlaði að bægja mönnum frá að halda nákvæma
búreíkninga. Heldur er meiningin að sýna
þetta form, ef vera kynni, að þeir mörgu sem
ekki geta eða vilja halda nákvæma búreikninga
findu eitthvað nothæft í því.
Ef raálið væri rætt af mörgum, gæti ýmis-
legt komið fram, sem fengur væri í við slík
reikningshöld. Því eg geri ráð fyrir, að þeir
séu margir sem halda fjárhagsreikninga, en
auðvitað með ýmsu sniði.
Strax og eg fór að hafa einhverja fjármuni
með höndum, fór eg að gera tilraun til að
halda fjárhagsreikninga. í fyrstu voru þeir
svo gallaðir að eg hélt þeim ekki saman; en
svo hefi eg nú lagað formið, svo að mér virð-
ist nú, að þeir gefi mér nokkurnvegin nákvæmt
yfirlit yfir það, hvernig fjárhagurinn stendur,
en eru þó svo auðveldir, að hver sem vill get-
ur haldið þá, án þess að setja önnur verk til
síðu.
Þeir sem eiga allar arðberandi eignir sínar
í peningum, þurfa minna að hafa fyrir að halda
fjárhagsreikninga; aðeins að halda viðskifta-
reikning og efnaskrá. En til sveita eru eigur
manna sem bera þeim arð, oftast fleira eða
færra af skepnum, enda þó ekki sé um bæudur
að ræða. Fanst mér eg þurfa að halda skýrsl-
ur um þann fénað, til að sýna hvernig geng-
ur að rækta hann, hvort hann fækkar eða
fjölgar, og af hvaða ástæðum.
Til þess að bóndi geti notað þessa aðferð
verð eg að hafa hana dálítio víðtækari en eg
hefi sjálfur, og tek eg því dæmið sem nú skal
sýna, af smábónda eða frumbýling.
1. Relkningur yfir tckjnr og gjöld,
fardag-aárið 1918—14.
Tck jur: kr. au
Eftirstöðvar frá fyrra ári 9 00
Hestalán og vinnulaun 7 00
Seldar bús-afurðir 437 80
Samkv. reikningi frá verzl, N. N. . . . 300 00
23 00
Samtals . , . 776 80
Gjöld: kr. au
Vinnulaun 144 00
Eftirgjöld jarðar 70 00
Til allra stétta 53 20
Samkv. reikn. við. versl. N. N 300 00
Vextir og afborganir af lánum .... 112 00
Ýms gjöld 63 uO
Peningar við lok reikn. árs 34 10
Samtals . . . 776 80
£:; Reikningur þessi þarf ekki mikillar skýr-
ingar við. í hann skrifast allar peningatekj-
ur og gjöld. Sé sérsfaklega verzlað við eina
verzlun, er reikningur frá henni hafður sem
fylgiskjal. Dæmið hér að framan tekið af
handa hófi. Og sjálfsagt að hafa reikninginn
í fleiri Jiðum, og mun fyrirferðarmeiri. Við lok
reikningsársins er reikningurinn svo gerður
upp, og eiga þá að standast á tekjur og gjöld
með tilliti til skulda eða sjóðseignar, sé reikn-
ingurinn rétt færður.
2. Skrá yflr aröberandi eignir í fardögum 1914.
kr. au
4 nautgripir 420 00
6 hross 530 00-
Sauðfé: 11 sauðir fullorðnir .... 165 00
36 ter — .... 504 00
Yngra sauðfé 582 00
Húseignir 980 00
Peningar 34 10
Samtals . . . 3215 10
-f- skuldir . . . 700 00
Skuldlaus eign . . . 2515 10-