Freyr - 01.01.1916, Side 14
8
FREYR.
jarðasölulögin til orðin, og þess vegna eru kirkju-
jarðirnar seldar. í>ess vegna fara líka sumir
likt að ráði sínu og þessi efnaði prestur, er
sléttaði eins mikið á 1 ári eftir að hann var
orðinn eigandi og í 10 ár áður. En þó sumir hugsi
svona, þá gera það ekki allir. 1912 unnu leigu-
liðar og óðalsbændur innan búnaðarfélaganna
í Arnessýslu jafnt, og 1913, þegar eg rannsak-
aði þetta sama í Skagafirði varð niðurstaðan
eins. En þar voru fleiri leiguliðar utan bún-
aðarfélaganna en óðalsbændur, og þegar þess
var gætt, gerðu leiguliðarnir ofurlítið minna.
Af þessari trú leiðir það, að alþingi og megin-
þorri þjóðarinnar hefir unnið að því að gera
alla að óðalsbændum. En það er langt frá að því
takmarki sé náð enn, og það er víst óhætt að
fullyrða að það næst aldrei.
Hversu langt við erum frá því að ná þvi,
sýnir skýrsla sú að framan frá 1909—1910.
JÞessi skýrsla er nú lærdómsrík.
Hún sýnir okkur þá fyrst og fremst að enn er
aðeins liðlega þriðji hver bóndi í sjálfsábúð.
Lengra er ekki komið þrátt fyrir einlægan vilja
þings og stjórnar á að gera alla að óðalsbænd-
um. En aftan við sjálfa skýrsluna um óðals-
bændurnar og leiguliðana, hefi eg hnýtt dálk-
um um unnin dagsverk að jarðabótum og stærð
meðalbúa i sýslu hverri. Þess mætti sem sé
vænta, að þessi feikna áhugi, sem vaknaði hjá
prestinum á jarðabótum, eftir að hann eignað-
aðist jörðina, kæmi lika fram hjá öðrum. Og ef
hann væri almennur þessi áhugi, þá ætti að vera
unnið því meira af jarðabótum, sem óðals-
bændurnir eru fleiri, og þá að meðaltali mest
þar, sem þeir eru flestir. Eg man það líka,
að einmitt þessu hafa sumir þingmenn haldið
fram á þingi bæði fyr og síðar. Það er því
nógu fróðlegt að sjá hvað er satt i þessu, og
það sést með því að bera saman meðaldags-
verkin, sem unnin eru í sýslu hveri og tölu
óðalsbændanna. Óðalsbændurnir eru nú flestir
í Gullbringu- og Kjósarsýslu. En er mest unnit?
þar? Lítið í töfluna, og sannleikurinn kemur
i ljós. Næst flestir óðalsbændur eru i Dala--
sýslu, en ekki eru það Dalamenn, sem flest
hafa dagsverkin á bónda hvern. Meðalbóndinn
í Dalasýslu vinnur ekki fieiri dagsverk en með-
albóndi i Rangárvallasýslu, og þó eru nærri
helmingi fleiri óðalsbændur i Dölunum. Ef
þeir ynnu mikið meira en leiguliðarnir, ætta
þeir þó að hækka meðaltalið. Meðalbóndinn í
Mýrasýslu vinnur mest, en þar eru ekki nema
45,7°/0 af óðalsbændum. Þar næst vinnur með-
albóndinn i Árnessýslu, og þar eru ekki nema
31,9°/0 óðalsbændur. Og hver sem athugar
þessar tölur mun finna, að það er ekkert sam-
band milli fjölda óðalsbændanna í sýslu hverri
og dagsverkatölunnar, sem meðalbóndinn gerir-
Hér er því ekki nema um þrent að ræða.
1. Áhuginn, sem vaknar hjá bóndanum á
að bæta jörðina þegar hann eignast hana er
minni en af er látið.
2. Eða hann vinnur að öðru en jarðabótum,
t. d. húsabyggingum eða fjölgun búfjárins.
3. Eða hann reisir sér hurðarás unr
öxl með kaupunum og getur því ekki unnið
meira en leiguliði.
Ef óðaisbændurnir legðu nú allan áhugann á
að fjölga búfénu, ættu búin að veru tiltölulega
stærri þar sem meira er af óðalsbændum en
þar sem þeir eru fáir. En ekki ber skýrsla
þessi með sér að svo sé, Að tiltölu við jarða-
stærðina eru búin stærst í Mýrasýslu, og það
verður ekki séð, að það hafi nokkur áhrif á
stærð búanna hvort það eru 10—20°/# fleiri-
óðalsbændur f sýslunni eða ekki. Þeir hafa
með öðrum orðum ekki stærri bú, að minsta
kosti ekki svo þess gæti í skýrslunum og hafi
áhrif á stærð meðalbúanna.
En búin eru þá ef til vill í betri rækt þar
sem óðalsbændurnir eru flestir? Þeir rækta
þau ef til vill betur, sýna þeim meiri alúð en