Freyr - 01.01.1916, Side 19
FREYR.
13
um eintöldu reikningum og skýrslum megi fá
talsverða hugmynd um það, hvernig búskapur-
inn gengur yfirleitt, og hvernig fjárhagurinn
stendur. Og það hlýtur að veita hverjum ein-
um mikla ánægju ef útkoman er að óskum.
En komi það gagnstæða út, er það hvatning
til að finna ráð til frekari sparsemi.
Því hefir verið haldið fram, að af fjárhags-
reikningum manna mætti iesa æfisögu þeirra.
Mér finst það gullvægur sanneikur.
Fjárræktarfélag.
Eyjólfur Sigurðsson á Fiskilæk í Borgar-
firði, dvaldi síðastliðinn vetur norður i Mý-
vatnssveit til þess að kynna sér fjárrækt.
Eyjólfur ferðaðist þar nyrðra um Bárðardal,
Reykjadal, Mývatnssveit og víðar, til að sjá fé
sem víðast og hafa kynni af sem flestum fjár-
mönnum og bændum. Ennfremur keypti hann
þrjá fullorðna hrúta, 2 úr Mývatnssveit og 1
úr Reykjadal, og fekk þá með skipi suður í
sumar. Tveir þessara hrúta hlutu fyrstu verð-
laun á sýningu í haust, en sá þriðji fekk önn-
ur verðlaun.
í haust stofnaði Eyjólfur fjárræktarfélag
fyrir Leirár- og Melasveit, og er það með svip-
uðu fyrirkomulagi og fjárbótafélag Bárðdæla.
Eyjólfur er sjálfur formaður félagsins, og 13. þ.
m. ritar hann mér um þetta félag meðal ann-
ars eftirfarandi línur:
„Tilgangur félagsins er að bæta kyn fjár-
ins og hirðingu þess.
í félaginu eru meðlimirnir 23. Eg fer
tvær eftirlitsfeiðir á ári, í nóvember og í apríl
til félagsmanna, vigta þá fé þeirra og hjálpa
þeim til að velja úr þvi til undaneldis, og ræði
við þá um fyrirkomulag húsa og hirðingu fjár-
ins. Hvet menn til að hafa ærbækur o. fl.
í haust vó eg fé félagsmanna í byrjun nóv.
og vigtaði það:
Fullorðnar ær, meðalþyngd 473/4 kg., þyngst
ær 61 kg.
Yeturgamlar ær, meðalþyngd 41 kg., þyngst
ær vg. B2 kg.
Dilklömb, meðalþyngd 32 kg., þyngst dl. 44 kg.
Fráfæringar, meðalþyngd 27 Y4 kg. þyngst 34 kg.
Veturgamlir hrútar, meðalþyngd 60 kg., þyngst-
ur hrútur 79 kg.
Þyngstur hrútur fullorðinn heimaalinn 82 kg.
Þingeysku hrútarnir, sem hingað komu 15.
júní eftir þriggja vikna veru og hrakning á
skipi að norðan, vógu i byrjun nóv.:
Hörður 96 kg., hafði þyngst síðan 15. júní 1
sumar 3l/a kg.
Sveinki 93 kg., hafði þyngst síðan 15. júní í
sumar ÍO1/^ kg.
Óðinn 90 kg., hafði þyngst síðan 15. júní í
sumar 12l/2 kg.“
Nú er eftir að vita hversu vel þessir þing-
eysku hrútar lánast. Þyngsti hrúturinn vetur-
gamli er keyptur frá Kristleifi Þorsteinssyni á
Stórakroppi í Borgarfirði. Eg vildi óska, að
sem flestir ungir menn, sem norður fara til að
kynnast fjárrækt, og hvort sem heldur er, færu
að dæmi Eyjólfs á Fiskilæk. Nóg er verkefn-
ið fyrir ungu mennina að bæta féð í sveitunum.
22. des. 1915.
Jón H. Þorbergsson.
Sitt af hverju.
Jarðarbótamenn.
Eftir skýrslum búnaðarfélaganna árið 1914
hafa um 120 bændur í landinu unnið 200 dags-
verk og þar yfir. Þeir sem skilað hafa 340
dagsverkum og þar yfir, eru hér taldir: