Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1916, Blaðsíða 16

Freyr - 01.01.1916, Blaðsíða 16
10 FREYR. að þeir urðu eigendur jarðanna, en margir hafa sligast undan kaupunum, og heildar útkoman er engu betri þar, sem óðalsbændurnir eru fleatir, heldur en þar sem þeir eru fæstir. Það á ekki að keppa að þvi, að gera alla bændur að sjálfseignabændum, heldur að gera alla að leigu- liðum, með erfanlegri lífstíðarábúð, sem ekki hækki meðan sama ætt situr jörðina, nema jörðin stígi í verði fyrir áhrif þess opinbera, og leigjandi einn á að vera landssjóður. Með erfanlegri lífstiðarábúð fást állir Jcostir sjálfsábúðarinnar en engir gallar. “/« 1915 Váll Zóphóníasson. Um fjárhagsreikninga, Eftir Bergstein Kristjánsson. Það er margviðurkent, að undirstaðan undir allar umbætur í hverju sem er, séþað, að finna og þekkja til hlítar hvað að er. Þegar að ræða er um fjárhagsannmarka manna, á þetta einnig heima. Sá sem verður þess var, að íjárhagur hans er í ólagi, verður að grafa fyrir rætur þess og finna hvað spillir honum. En hvorki það, að vita hvernig fjárhagurinn stendur, nó hvað spillir honum, geta menD, nema með töl- um og reikningsfærslu; að minsta kosti ekki til fulls. 1 hvaða stöðu sem maðurinn er, ef hann annars er heilbrigður og vinnur, hefir hann einhverja fjármuni með höndum — einhver meiri eða minni viðskifti við aðra menn. Hjá mörgum, einkum unglingum, er þetta að vísu í smáum stíl; en þrátt fyrir það ættu þeir ekki að láta undir höfuð leggjast að halda fjárhags- reikninga. Það er vegna þess, að tekjur þeirra aukast smátt og smátt með vaxandi aldri og vinnuþreki, og svo enn íremur vegna þess, að sá sem hefir litlar tekjur, honum ríður engu síð- á að verja þeim vel. Nú á seinni tíð hefir meira verið skrifað um þetta fjárhags- eða búreikninga-mál, en áður; enda þó þvi hafi stöðugt verið haldið vakandi. Af því skal ég nú nefna þrjár ritsmíðar, sem mór eru ferskastar í minni. Eyrst er þá hin viðurkenda ritgerð Sigurðar bónda Guðmundssonar á Selalæk, sem út kom í JBúnaðarritinu 1914. Það er víst óhætt að fullyrða, að í þeirri ritgerð sé bent á ein- falt búreikningaform, sem flestir ættu að geta notfært sjer. — Á árinu sem leið, kom út 1. hefti af Búreikningum eftir Pál Zcjphóníasson kennara á Hvanneyri. Sýnir höf. með útgáfu þess, lofsverðan áhuga á þessu máli. Og ef dæma skal eftir því, sem komið er, sem er efnahagsyfirlít, eða innstæðulisti (efnisskrá), er óhætt að gera sér von um, að hér sé á leið- inni fuDkomið búreikningaform, sem fara má eftir. Efnisskráin verður, eftir þessu hefti, mjög nákvæm. Hér verður að ræða úrn bú- reikningaform að líkindum, sem bændur geta sjálfir fylt út. En þá er bændum líka vork- unarlaust að halda búreikninga, því slikt form léttir vinnuna við það að miklum mun. Þá hefir Sigurður ráðunautur Sigurðsson ritað grein sem prentuð er í 11. og 12. tbl. „Freys" 1914 (Um búreikningahald). Þar tekur höf. það iram (eins og raunar oft áður), að ekki só til þess að ætlast, að bændur haldi alment nákvæma búreikninga, því nákvæmninni fylgir óhjákvæmilega það, að reikningarnir verða margbrotDÍr og þungir, og heimta umfangs- meiri ritstörf. En á hinn bóginn hefir höf. bæði í þessari áminstu grein og áður, hvatt menn til að halda

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.