Freyr - 01.01.1916, Side 11
FREYR.
5
Brúkunarliestar alla vega á sig komnir voru
.-seldir á 175—250 kr.
Allar aðrar búsafurðir voru einnig i háu
verði. Verð á sméri var kr. 2,20—2,50 kílóið.
Verð á keti kr. 0,88—0,96 kg., hangiket á kr.
1,50—1,70 kg., eða sauðarfallið á 35—40 kr.
«og meira, ef það var af „feitum sauð, sem
fjalla gekk á hólunum11. Kæfa kostaði kr.
1,40—1,60 bg.
Ekki ber að neyta því, að ýmsir efna-
tiændur hafa gert mikla verzlun árið sem leið.
'Tveir sauðabændur í Borgarfjarðarhéraðinu
seldu t. d. í haust 40—60 sauði hvor, á 40
kr. hvern til jafnaðar. Sagt er einnig, að einn
smeð stærstu bændunum þar í héraðinu, hafi
8elt frá sér árið sem leið, dautt og lifandi fyr-
ir 25 þús. kr. alls. Um tvo efnabændur á
Rangárvöllum er þess og getið, að þeir hvor
fyrir sig hafi selt búsafurðir lifandi og dauðar
fyrir 15 þús. kr. — En ekki eru þetta þó
miklar tekjur hjá því, sem sumir útgerðarmenn
•hafa haft þetta ár. I>að er sagt, að þær skifti
mörgum tugum þúsunda. En fyr er nú gilt,
en valið sé.
Hinsvegar er á það að líta, að margir
íbændur, einkum hér sunnanlands, sem mistu
mikið af sbepnum í fyrra, gátu ekki og máttu
■ekki farga svo sem neinu af fénaði í haust.
•Og um aðrar afurðir gat heldur naumast ver-
ið að ræða í þetta sinn. Háa verðið á innan-
landsafurðunum hefir því ekki hjálpað þeim
mikið eða styrkt þá. - - En hvað sem um það
•er að segja, þá hafa margir notið góðs af
þessu háa verði í ár, og er heimskulegt fyrir
uokkurn mann að amast við þvi, eða telja það
eftir.
En svo er nú á hitt að líta, að öll útlend
vara hefir verið og er nú geysidýr. Sem
Aæmi um verðhœkkunina á útlendum vörum
frá þ-ví sem þær voru 1914, miðað við verðið
.á þeim i sumar er leið, skal ég nefna:
Rúgmól hefir
Elormél —
Hveiti —
Bankabygg —
Hrísgrjón —
Haframól —
Baunir —
Kandíssykur —
Hvítasykur —
Púðursykur —
Kaffi -
Katfibætir —
Steinolia —
Kol —
Verðhækkunin a
(ísafold 1915).
hækkað um 73 °/o
- - 45 •/.
- - 46 %
- 55 %
- 23 •/,
- 43 %
- 103 %
- 60 %
- 23 %
- 18 %
- 27, %
- - 4 %
- 11 %
- 78 %
meðaltali nálægt 37 °/o
Jarðahœtur þetta ár eru að líkindum nokk-
uð minni en undanfarin ár, einkum 1911—1913.
]?að var minna gert af girðingum, sem með-
fram og aðallega kom til af því, að allt girð-
ingarefni var og er mjög dýrt. Það hefir hækk-
að í verði síðan 1914 um 30—40 %• Og auk
þess er það lítt fáanlegt.
Smérbúin störfuðu í sumar með góðum
árangri. Smérið seldist vel, og útlit fyrir, að
verðið muni haldast. — Gufárbúið og Laxár-
bakkabúið eru lögð niður. Er þá ekki orðið
eftir í Borgarfirði nema Hvítárvallabúið, sem
lifir líklega vegna mjólkurskólans á Hvítár-
völlum.
Nautgripafélögin voru i ársbyrjun 25 með
2920 kúm alls.
Fflirlitsnámsskeiðið sóttu að þessu sinni 12
menn úr ýmsum áttum. Flestir þeirra voru
ráðnir eftirlitsmenn hjá nautgripafélögum.
Hestarœktarjélögin eru 8 alls. Þau eru,
1 í V.-Skaftafellss., 2 i Rangárvallas., 4 í Ár-
ness. og 1 á Fljótsdalshéraði.
Sýningar á skepnum voru ekki aðrar þetta
ár, en hóraðssýning á hrossum að Sveinsstöð-
um í Húnavatnssýslu, og hrútasýningar í Bæj-