Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1916, Blaðsíða 8

Freyr - 01.01.1916, Blaðsíða 8
2 FREYR. hreyfa sig nægilega, vikka hófarnir minna út að neðan, auk þess sem hreyfingarleysið dreg- ur úr vexti hornsins. Hæfileg hreyfing hefir í för með sér örari blóðrás um hófinn, en af því leiðir aftur að hornið vex fljótar og verður betra í gerðinni, sterkara, Mjög er þroskun folaldshófsins einnig kom- in undir því að hann fái stöðugt hæfilega vætu. Of mikil væta stuðlar að því að hóíar verði of flatir, of lítil að þeir verði þröngir, alt af þeirri ástæðu að hornið er því mýkra, sem það inniheldur meiri raka. I>á er enn tvent, sem hindrar eðlilega breyt- ingu á hófum tryppisins: járning og vanræksla í að tálga hófana þegarj þeir slitna ekki eðli- lega. — fPað liggur í augum uppi að víkkun hófsins að neðan verður erfiðari, þegar neðri rönd hans er fastnegld í skeifu, sem ekkert lætur eftir og þá er og skiljanlegt að langur hófur hafi svipaðar verkanir, þar sam hornið verður æ harðara og óeftirgefanlegra sem það er fjær hófhvarfinu. Sé járningunni ennfremur þanníg háttað, að hóftungan nái ekki tií jarðar, er tryppið stígur í fótinD, verður það einuig til þess að hindra víkkun hófsins ogtefjafyrir eðlilegri ummyndun hans. Af því sem hér hefir verið sagt, er þá ljóst, að til þess að hófar tryppanna fái eðli- lega lögun og verði vel gerðir, þarf fyrst að sjá um að ungviðið fái næga hreyfingu, að hófarnir verði ekki of iangir og að tryppin séu járnuð svo seint sem frekast er unt. JÞegar folöldin að sumrinu ganga undir móðurinni, fá þau ætið næga hreyfingu, en á því vill verða misbrestur, þegar vetrar að og tryppin eru tekin á hús og hey, því það mun því miður einatt eiga sér stað, að tryppin komi ekki vikum og mánuðum saman út úr hesthús- inu eða stíunni, sem þau eru höfð í, og fái því annaðhvort mjög litla eða enga hreyfingu. Af hreyfingarleysinu hlýzt svo það, að hófarnir slitna ekki, verða of langir og að sama skapí harðir, rotna einatt meira eða minna afþvíþeir' eru sífelt í saur og hreinsast aldrei, fá á sig: gjarðir eða höft og yfir höfuð öll venjuleg ein- kenni hófkyrkjunnar. JÞegar hófkyrkjan er komin á hátt stig, þolir tryppið illa að stíga í fæturna (einkum framfæturna), verður stífgengt eða halt, vill þá liggja mikið og tekur ekki fóðri, og ef til leDgdar lætur dregur úr öllum framförum þess og það verður vanmetaskepnar ef það tórir. Til að koma i veg fyrir hófkyrkjur verður því bezta ráðið að lofa tryppunum að vera úti á hverjum degi og hreyfa sig, en þar sem hætt- er við að hóiaslitið svari þó sjaldnast á vetrin til hófvaxtarÍDS, verður að tálga hófana gætilega við og við, eins og til járningar. Með’ tálgunÍDni má og koma í veg fyrir að hófarnir skekkist að mun, en skakkir hófar á tryppum gjöra það að verkum að liðirnir skekkjast og allur limaburðurinn, svo að hestinum verður miklu hættara við ýmiskonar helti og verður oft óhæfur til allrar brúkunar. Sé tryppunum hleypt út daglega, fá þau um leið tækifæri til að hreinsa hófana, en það’ helir einnig mikil áhrif í þá átt að verja þau hófkyrkju. Standi þau að staðaldri i saur, fer ekki hjá því að hóíhornið skemmist, og þá einkum hófatungan; hún rotnar burtu. Eitt af aðalstörfum hóftungunnar er það, að víkka út hófinn, í hvert skifti sem hesturinn stígur í fótinn, á þann hátt, að hún þrýstist saman milli hófbeÍDS og jarðvegs, ýtir út hælunum og þenur við það hófinn út að attan. Þetta starf getur hún ekki innt af hendi, ef hún nær ekki til jarðar, þegar hesturinn stígur í fótinn, en það á sér stað þegar hún sjálf er of lítil eða hælar hestsins eru hækkaðir það mikið (með' rangri járningu) frá jörðu, að hún nái ekki

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.