Freyr - 01.01.1916, Side 15
PREYR.
9
veslings leiguliðarnir, sem ekki eiga víst að
búa að þeim nema fá ár? En ekki verður séð
að svo sé. Túnin eru best í Vestmannaeyjum
en þar er ekki einn einasti óðalsbóndi. Þá
eru þau eins í Árnes- Rangárvalla- og Gullbr.-
og Kjósarsýslu. í þeirri síðasttöldu voru óð-
alsbændur að vísu flestir, en þar eru túnin ekki
betri en í binum tveim fyrtöldu og ætti þó að
muna um 4. hvert tún ef þau væru í rauninni
betur hirt og í betri rækt.
En byggingarnar eru þá betri hjá óðalsbænd-
unum, en hinum og það hlýtur að vera augljóst
af skýrslunum, munu einhverjir segja. Ef við
röðuðum sýslunum eftir . því hve vel er bygt,
og teldum þar lest bygt, sem mest er að tiltölu
af tirnbur og steinMisum yrði sú röð þannig:
Röð eftir
Timbur- og fjölda óðals-
steinhús: bænda:
1. Vestmannaeyjasýsla 91 °l° 20
2. Gullbr.- og Kjósars. 60% 1
3. Suður-Múlasýsla 48% 12
4. Vestur-Skaftafellssýsla 36% 10
5. Isafjarðarsýsla 35% 5
6. Mýrasýsla 34% 3
7. Borgarfjarðarsýsla 26% 4
8. Dalasýsla 25% 2
9. Rangárvallasýsla 24% 18
10. Norður-Múlasýsla 24% 8
11. Barðastrandarsýsla 23% 17
12. Snæf.- Hnappadalssýsla 23% 19
13. Árnessýsla 19% 16
14. Strandasýsla 19% 7
1B. Austur-Skaftafellssýsla 19% 6
16. Eyjafjarðarsýsla 17% 15
17. Norður-Þingeyjarsýsla 17% 13
18. Húnavatnssýsla 13% 11
19. Suður-Þingeyjarsýsla 13% 9
20. Skagafjarðarsýsla 10% 14
Þegar bornar eru saman raðtölur sýslnanna
eftir byggingum og óðalsbændum, sést að þær
fara ekki saman, fylgjast ekki að. J?að sýnir
að tala timbur og steinhúsa steudur ekki í
hlutfalli við tölu óðalsbændanna. Við húsa-
byggingarnar er að vísu það að athuga, að
torfbæirnir geta verið jafngóðir timburhúsum
á Norður- og Austurlandi, en eftir þeim skýrsl-
um sem til eru, verður þessi samanburður ekki
betur gerður nó réttari.
Hvar lýsir sér nú áhuginn á jarða- og húsa-
bótunum, sem menn segja að vakni með eign-
aróttinum ? Eg sé hann ekki. Og hann er vist
ekki til nema hjá einstaka þröngsýnum einstakl-
ingum, sem ekki finna skyldur sínar við land
og þjóð, heldur sjá alt frá sínu sjónarmiði, í
sínum sjóndeildarhring, sem ekki nær nema tii
sinna, og um sína landareign.
En sé það rétt, að þessi óðalsbændaáhugi
fæðist með eignaréttinum eins og margir segja
af eigin reynslu, þá deyr hann líka aftur hjá
fjöldanum, án þess að hann knýi hann til fram-
kvæmda. Hann deyr þá — druknar — i skuld-
unum, sem flestir þurfa að stofna sér í þegar
þeir kaupa jörðina. Allflestir, sem kaupa jarð-
ir þurfa að fá lán. Rentan er oftast um
6°/o- Svo þarf árlega afbörgun í 10 — 20 —
30 — 40 ár, unz skuldin loks er greidd.
Leiguliðinn borgar oftast 4°/0 af jarðarverðinu
í landsskuld. Hann hefir þvi jarðarverðið að
fáni gegn 4°/0- Þannig þarf hann að borga
minna á ári hverju heldur en óðalsbóndinn og
þann mun getur hann lagt í jörðina. Hann
gæti því, efleiguliðaábúðin væri viðunandi, gert
mikið meira en óðalsbóndinn. En þvi láni er
nú ekki að fagna, og í stað þess að kalla
hana viðunandi, lægi mér við að kalla hana
óviðunandi og þjóðardrep.
En af þessu leiðir það, að eg þykist með
fullum rétti mega fullyrða:
Saia þjóð- og kirkjujarða hefir ekki enn stutt
að framförum i sveitunum, hvorki hvað bygg-
ingar eða jarðabætur snertir. Að vísu hafa
einstaka efnamenn ráðist í framkvæmdir eftir