Freyr - 01.01.1916, Blaðsíða 10
4
FREYR
Fénaðarh'óld voru yfirleitt góð, svona al-
meqt. Skitupest eða ormaveiki gerði þó mikið
vart við sig í A.-Skaftsfellss., einkum í Lóni
og Nesjum. Er sagt, að í Lóninu hafi farist
nálægt 1700 fjár, og skaðinn metinn ura 30
þús. kr.
Um 11. sumarhelgina 10.—11. júlí, gerði
norðanáhlaup, með frosti og fjúki um megin-
hluta Norðurlands og víðar. Næstu viku voru
þar svo þokur og súld, og sást eigi til sólar.
Hitinn ekki nema 1—3° 0. um hádaginn. Þetta
kast hnekti mjög grasvexti og skemdi matjurta-
garða. Eé jafnvel fenti á fjöllum uppi, og fá-
einar nýrúnar ær króknuðu frá lömbunum.
Sumarið var gott um land alt. Þurkar
og staðviðri. En grasspretta var nálega als-
staðar með rýrara móíi. Ollu því vornæðing-
ar og hlýindaskortur. Áveituengi flest. spruttu
illa sökum vatnsleysis um vorið, og jafnvel
flæðiengi brugðust sumstaðar. Heyskapur varð
því, einkum Norðanlands, í minna meðallagi.
í Strandasýslu og viðar um Vesturland, varð þó
heyskapur góður, jafnvel surastaðar með bezta
móti. Það var því að þakka, að allar fjalla-
slægjur, svo sem brokílóár og „ver“ reyndust i
bezta lagi. Alt varð slegið, hvað blautlent
sem það annars á að sér að vera, vegna þurk-
anna, bæði um vorið og alt sumarið. Á Suð-
urlandi varð heyskapur hjá mörgum með því
bezta. Heyjabóndinn Sigurður Guðmundsson
á Selalæk heyjaði 2500 hesta, og mun það
vera það mesta, er hann hefir í sínum búskap
fengið í garð. Jón bóndi Hannesson i Deild-
artungu heyjaði um 2000 hesta í garð, og er
það víst með mesta móti þar og svona var
það víðar. — Nýting á heyjum alment mjög
góð, og það til sláttuloka, nema í Skaltafells-
sýslum, sérstaklega í Mýrdalnum. Brá þar til
óþurka með höfuðdegi, og náðist lítið inn þar
af heyjurn eftir það.
Uppskera úr görðum mun hafa orðið víðw-
í meðallagi, og sumstaðar vel það.
Haustið var gott um mestan hluta lands.
Hlýtt í veðri og lítið um stórviðri. — í Skafta-
fellssýslum og eins á Austfjörðum var þó úr-
komusamt með köflum.
Þetta góða veðráttufar hélst alt haustið'
og fram á vetur. Mátti kalla, að þessi ein--
muna tíð stæði óslitin fram að áramótum.
Svo var veðrið oft dátt um haustið og það
langt fram yfir veturnætur, að það líktist beztu
vorhlýindum. Jörð gréri, og fíflar og sóleyj-
ar fundust nýútsprungnar um og eftir vetur-
nætur. Lóuhópar sáust einlægt við og við*
fram eftir öllu hausti. Og krían, sem vön er
að fara í burtu um höfuðdag, fór ekki t. d. af
Mýrunura fyr en viku af vetri, eða í lok októ-
bermánaðar.
Verzlun og viðskiftum var þannig háttað'
þetta ár, að 611 vara, útlend og innlend var í
háu verði; og sumar vörutegundir voru alveg
óvanalega dýrar. Um vorið var vorullin seld
á kr. 4,50—5,00 kílóið. í Húnavatnssyslu fóru
œr á uppboðum, loðnar og lembdar á 40— 45'
kr. Á einum bæ þar voru 20 ær seldar á 43
kr. hver til jafnaðar. í Skagafirði seldust ær
á 36—40 kr. í ofanverðri Árnessýslu var verð
á ám 25—30 kr., og f Elóanum, þar sem fé
þykir rýrt í samanburði við það, sem það er
í landskostasveitunum, seldust ærnar á 20—24
kr. hver. — Á Breiðabólsstað í Sökkólfsdal f
Dalasýslu voru tvær ær tvílembdar seldar á
80. kr. liver. Verður ekki annað sagt, en að
„teigan sé þá úr því“ þegar verðið er orðið
þetta hátt.
Yerð á kúm var tiltölulega miklu lægra.
Þær voru seldar á 170—250 kr. Markaðsverð
á hrossum 126—130 cm. (48—50 þuml.) á hæð,-
var 170—220 kr. og jafnvel hærra. Einstöku
menn seldu hross fyrir 1000—2000 kr. alls. —