Freyr - 01.01.1916, Side 21
FREYR.
15
i Strandasýslu, Dalasýslu, Snæfellsnessýslu,
Mýrasýslu, Borgarfjarðarsýslu og Kjósarsýslu.
Hefir hann verið á 43 sýningum alls. Á þeim
hafa verið sýndir samtals 2020 hrútar, og þar
af hafa 35 hlotið fyrstu verðlaun, 268 hafa
fengið önnur verðlaun, 392 þriðju verðlaun, 391
fjórðu verðl. og auk þess 483 nothæfir, en 451
óhæfir til notkunar.
Pétur Pálsson frá Vatnsfirði var með Jóni
á sýningunum í Dalasýslu til að læra, en eftir
það var hann á hrútasýningum í þreraur hrepp-
um á Vesturlandi í haust. *
Vöruflutningar frá Ameríku
til Norðurálfunnar hafa aukist mjög síðaD
að ófriðurinn hófst. Er svo talið í erlendum
blöðum, að frá 1. ágúst 1914 til sama dags
1915 hafi útfluttar vörur frá BandaríkjuDum til
Norðurálfunnar aukist um 800 miljónir dollara.
Þessi aukni útflutningur að vestan hefir hvað
mest lent hjá Norðurlandabúum og íEnglandi.
Einnig hefir aðflutningurinn aukist mikið til
Grikklands og nokkuð til Hollands o. s. frv.
Garðrækt í Nauteyrarhreppi
við ísafjarðardjúp hefir farið mikið fram
síðustu árin, — Jón búfr. Halldórsson á Mel-
graseyri, skýrir svo frá í brófi til eÍDS af út-
gefendum „Freys“, að fyrir 10 árum hafi verið
taldar þar fram í sveitinni 7 tunnur af jarðar-
ávöxtum, en í fyrra baust, 1914, 40 tunnur.
Búendur eru þar rúmir 20, og sumrin stutt.
Nythá ær.
Á Skíðbakka í Austur-Landeyjum mjólkaði
ein ær í sumar, hjá Þorsteini bónda Jónssyni
þar, frá 10. júlí til 1. ágúst um íy, litra á
dag til jafnaðar, og allan ágústmánuð nálægt
1 lítra á dag, eða með öðrum orðum 5774 lítra
á 52 dögum. Svo smá minkaði í henni; en
um allan mjaltatimann mjólkaði hún 75 lítra.
Þess má geta, að haglendi þarna er frem-
ur létt, og ganga á því allar skepnur. v
Arðsöm ær.
í nágrenni við Akureyri var ær i vor þri-
lemb. Dilkamir lögðu sig í haust á 15 kr.
hver, til jafnaðar = 45 kr. og ullin af ánni
var seld á 5 kr. Arðurinn af henni því 50 kr.
E»að eru góðir vextir. *
Sauður lagði sig.
Á Siglufirði var slátrað sauð í haust úr
Fljótum, er lagði sig á kr. 71,50. Kjötið vóg
35 kg. og kostaði kílóið af því kr. 1,50 = kr.
52,50.
JÞetta er sennilega dýrasti sauðurinn, er
slátrað hefir verið hér á landi. *
Fólksflutningur austur
yfir fjali í sumar er leið með póstvógnan-
um námu því er hér segir:
Frá Reykjavík og austur:
að Selfossi .... 157 manns
— Þjórsárbrú . . . 123 —
— Ægisíðu .... 210 —
Samtals 490 manns
Að austan til Reykjavíkur:
frá Selfossi .... 173 rnanns
— Þjórsá'rbrú ... 123 —
— Ægisíðu .... 210 —
Samtals 506 manns
*
Dýrt folald.
í haust er leið var selt folald undan kyn-
bótahryssu í hrossaræktarfélagi Austur-Land-
eyinga fyrir 60 kr. Folaldið var 4 mánaða
gamalt, en vitanlega fallegt og efni gott.. *
Kornuppskeran.
Eftir þvi, sem útlend blöð skýra frá, hefir
kornuppskeran í heiminum orðið mun meiri
árið sem leið, 1915. en árið áður 1914. Mestu
munar það á hveiti og höfrum, og öllum korn-
tegundum Dokkuð. — Það virðist því ekki
vera ástæða til fyrir kaupmenn að setja upp
verð á kornvöru fyrst um sinn.
Sjálfsábúð og leiguábúð.
Það er mjög mismunandi, hve margir bænd-
ur búa á sjálfs síns eign í hinum ýmsu ríkj-
um. í Danmörku t. d. eru flestar jarðir í sjálfs-
ábúð, að minsta kosti að nafninutil; en í Eng-
iandi þar á móti mjög fáar.
Eftir nýjustu skýrslum um þetta efni, telst