Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Side 9

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Side 9
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 7 framan, því ljósmóðurtöskuna fékk ég ekki fyrr en í júní, um sumarið. Allar gengu fæðingarnar vel um veturinn nema ein, sem var tangarfæðing, og auðvitað fékk konan slæma sprungu, — enda fylgdi það alltaf þegar töng var notuð. Læknirinn sem tók töngina, var ekki með neina sáranál og ég átti enga, en lækninum varð að orði. ,,Guð hjálpi okkur nú. Er ekki til saumnál? Við lítt má bjargast, en ei við ekkert.” Saumnál fékk hann, og mér þykir gaman að geta þess hér, að stóra og slæma sprungu saumaði hann með mikilli prýði. Ætli leiki það margir eftir. Þessi læknir var Sæbjörn heitinn Magnússon, sem var nokkur ár læknir í Ólafsvík. Minningarnar eru margar, eins og að líkum lætur, eftir 43 ára starf, flestar góðar og ánægjulegar. En hátt bera í minningunum erfiðar fæðingar, því ekki var að tala um að koma konum á fæðingarheimili á fyrstu starfsárum mínum. Það var mikill styrk- ur í slíkum tilfellum, ef hægt var að ná í Ólaf Ólafsson lækni í Stykkishólmi, ágætan fæðingarlækni. Líka hef ég verið mjög heppin með lækni hér í Hveragerði, Magnús Ágústsson, sem var mjög góður og öruggur við fæðingar, svo ég tel mig hafa verið mjög lánsama með lækna sem ég hef þurft að leita til. Hvar sem ég hef verið, hef ég mætt vináttu og hlýhug, og það hefur verið mér mjög mikils virði að mæta alls staðar góðu og skilningsriku fólki i öllu mínu starfi. Það hefur verið mér mikill styrkur í gegn- UIU árin. Ekki get ég endað þessi minningabrot, svo að mér verði ekki hugsað til gömlu starfssystra minna, sem störfuðu löngu á undan mér við erfiðustu skilyrði. Störfuðu vegna mannkærleika af fórn- fýsi, en ekki vegna launanna. Þau voru ekki svo mikil, að þær hafi lagt í hættu þeirra vegna líf sitt og limi, þegar þær þurftu að ferðast um verstu torfærur í náttmyrkri og byljum, gangandi eða ríðandi, hvernig sem á stóð fyrir þeim sjálfum eða þeirra heimil- Urn. Alltaf skyldi gegnt, þegar kallið kom, jafnt á nóttu sem degi, ~~ síðan komið kaldar, hraktar og uppgefnar í nöturleg húsa- kynni, þar sem oft og mörgum sinnum hefur ríkt allsleysi og örbirgð. Ekki var þá til hvildar hugsað, heldur reynt að verða fæðandi konu að liði, eftir því sem möguleikar stóðu til. Kannski var aðeins kertisskar til lýsingar, eða bara grútarlampi. Sem betur fór þekkti ég lítið af þessu, vegna þess að ég var seinna á ferð í tímanum. Þó kom það fyrir að ég þurfti að bræða

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.