Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Side 22

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Side 22
20 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 2) Hjartsláttarhljóðritun (Phonocardiographia). Notaðir eru hljóðnemar til þess að nema og skrá fósturhjart- slátt. (Mynd 2). Þeta varð vinsælt upp úr 1966. Hljóðmerkin ber- ast frá hjartahljóðum fóstursins, þ.e. frá hjartalokunum. Aðferð- in er áverkalaus og mikið notuð við eftirlit á meðgöngu og fram að fæðingu. Truflun frá hreyfingum fósturs og móður takmarka hins vegar gagn þess í fæðingu. Þetta er einnig nefnt hljóðbreytir (phonotransduser). 3) Hátíðnihljóðritun FHR (Ultrasound). Þetta er þriðja áverkalausa (noninvasive) aðferðin til að skrá fósturhjartslátt. Hún byggir á „doppler-tækninni”. (Mynd 3). Sendar eru út hljóðbylgjur af ákveðinni tíðni og þær berast til baka með sömu tíðni, ef þær hitta ekki á hlut á hreyfingu. Ef þær fyrirfinna hlut á hreyfingu breytist tíðnin á endurkastsbylgjunum. síðan er tíðnin á endurkastsbylgjunum numin og þær skráðar á rit sem hjartsláttur. Þessi aðverð er þó ekki algjörlega áverkalaus þar sem 5—10 millivött per m2 af hátíðnihljóðum er beint að fóstrinu. í víðtækri rannsókn frá 1976 tókst ekki að sýna fram á skaðleg áhrif. Til eru margar gerðir af hljóðtækjum og nemum, en vinsæl- ust eru margrásakerfi af tveimur gerðum. Breiðgeislaútsendari með mörgum móttökurum, eða margir útsendarar sem umlykja einn miðlægan móttakara. (Sjá mynd 3 og 4). Rétt er að undirstrika kyrfilega, að samfelld skráning hjartslátt-

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.