Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 17

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 17
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 17 Einnig frá áætlunum okkar um afmæli LMFÍ 1989, þ.e. samkomu, nýju útliti blaðsins okkar og nýrri nælu. Skýrt var frá samningsréttar- lögum okkar og því að LMFÍ, HFÍ, FHH og hin ýmsu bæjarfélög semja um laun ljósmæðra eftir félagsaðild að kjarafélagi. En allar ljósmæður geta átt aðild að LMFÍ sem fagfélagi. Skýrt var frá því góða samstarfi um launamál ljósmæðra hjá ríkinu við HFÍ og lofúð sú aðstoð og sá stuðningur sem þær veittu okkur. Einnig var skýrt frá ráðstefnu þeirri sem LMFÍ gekkst fyrir í aprfl um sængurlegu. DANMÖRK: Dönsku ljósmæðurnar fluttu næst sína skýrslu. í Danmörku er loksins komið Heilbrigðisráðuneyti sem mun hafa yfirumsjón með öllu heilbrigðisstarfí í landinu. Nýjar starfsreglur hafa verið unnar af ,,Sundhedsstyrelsen“ í Danmörku um AIDS og HIV og er aðalpunkturinn í þeim sá að nú er litið á alla sem hugsanlega smitaða. Þegar þessar reglur verða fullunnar mun danska ljósmæðrafélagið taka afstöðu til hvort ástæða sé til að setja sérstakar reglur um starf ljósmæðra, s.s. hvað varðar fæðingar. Námskeið á vegum danska ljósmæðrafélagsins um AIDS-skilgreiningu, faraldursfræði, einkenni, smitleiðir og fyrirbyggjandi starf hafa verið haldin og verða áfram. Takmarkið er að allar danskar ljósmæður hafa sótt þessi námskeið innan tveggja ára. Spurningin um það hvort lækka beri fósturlátsmörkin úr 28 vikum í 24 vikur hefur vaknað og leitaði danska Dómsmálaráðuneytið eftir áliti danska ljósmæðrafélagsins á því. Ályktuðu þær að ekki skuli færa mörkin niður og bentu m.a. á að hægt sé að framkvæma fóstur- eyðingar allt fram á 22. viku. í Danmörku hefur verið sett á laggirnar nefnd sem fjallar um kvartanir almennings á störfum heilbrigðisstétta. Ljósmæðrafélagið á rétt á að tilnefna 2 ljósmæður sem munu taka þátt í umfjöllun á kvörtunum á störfum ljósmæðra. FINNLAND: Eitt stærsta mál þeirra á liðnu ári var starf að breyttu ljós- mæðranámi, sem er liður í breytingu á námi allra heilbrigðisstétta landsins. Hófst þessi breyting í haust, en tilraunanám eftir þessum reglum hefur staðið í nokkur ár og breytingar þróast jafnhliða.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.