Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Side 31

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Side 31
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 31 heppilegan poll til þess að stinga í. Farið er með granna nál í gegn um kvið konunnar og inn í legholið og dregnir út u.þ.b. 12 ml af legvatni og er þá reynt að fara framhjá fylgju og fóstri. Áhætta samfara sýnatökunni er lítil fyrir móður og bam. Það er talið að um 1 af hverjum 200-250 konum missi fóstur af þessum orsökum. Úrvinnsla prufunnar tekur 2 vikur. Ef niðurstaða rannsóknar gefur til kynna litningagalla er konunni boðið upp á fóstureyðingu. Chorion biopsiur hafa verið gerðar síðan 1984, en aðeins nokkrar á ári og er þessi rannsókn enn á tilraunastigi hér og ekki farið að bjóða upp á hana í staðinn fyrir legvatnsástungu. Ábendingar fyrir chorion biopsiu er þær sömu og fyrir legvatnsástungu. Kosturinn við slíka sýnitökur er að úrvinnslan tekur aðeins 2 daga og sýnitakan er gerð við 8,—10. viku meðgöngu, þannig að konan er komin mikið styttra á leið þegar niðurstöður liggja fyrir heldur en ef um legvatnsástungu væri að ræða. En leggja þarf ríka áherslu á það að áhættan samfara þessari aðgerð er 5- 10 sinnum meiri en við legvatnspróf. Chorion biopsian er gerð undir sónartækinu og grönnum catheter rennt upp í gegnum leggöng og inn í leghálsinn og upp í æðabelginn og er þar sogað út sýni. Á sónarskerminum sér maður hvar catheterinn er staddur og er auðveldlega hægt að beina honum á réttan stað. Önnur aðferð er til og er hún minna notuð hér enn sem komið er og er þá farið með granna nál í gegnum kvið konunnar og inn í legið og í æðabelginn. Það sem verður nýjast hjá okkur í næstu framtíð er að við fáum ómhaus sem hægt er a fara með upp í leggöng konunnar og er þá hægt að komast nálægt eggjastokkunum og leginu. Verður þessi tækni notuð í sambandi við forrannsóknir fyrir glasafrjóvganir, og fyrir konur með ófrjósemisvandamál. Með þessari tækni má greina þungun við 4 og 1/2 viku frá síðustu tíðum sem er 1/2 viku styttra en við höfum áður getað gert. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í sambandi við sónar- rannsóknir. Enginn efast lengur um gildar sónartækninnar. Góð sónarskoðun gerð á réttum tíma er lykillinn að öllum rann- sóknum, skoðunum og ákvarðanatöku seinna á meðgöngunni. En hafa ber ætíð í huga að sónartæknin er aðeins hlekkur í langri keðju rannsóknaraðferða og góð mæðraskoðun verður alltaf horn- steinn að „öryggi á meðgöngu“.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.